Stúlka ekki brúður – er yfirskrift landssöfnunarinnar þar sem grínistar, sérfræðingar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarfólk koma fram í fræðslu- og skemmtiþætti, þeim fyrsta sem UN Women, bæði á Íslandi og heimsvísu, efnir til. Almenningur verður jafnframt hvattur til að gerast Ljósberar UN Women.
Ilmur Kristjánsdóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir eru handritshöfundar grínsins sem Dögg Mósesdóttir leikstýrir. Af tónlistarfólki verður Páll Óskar gestur þáttarins ásamt GDRN, Lay Low, Ragga Bjarna og Emilíönu Torrini.
Eliza Reid, Unnsteinn Manúel, Íris Björg Stefánsdóttir sérfræðingur UN Women í Tyrklandi eru meðal þeirra sem fram koma í þættinum ásamt Bergi Ebba, Sveppa, Katrínu Halldóru Sigurðardóttur og fjölda annarra.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.