Íbúar í miðbænum ósáttir með komu billjard- og sportbars á Skólavörðustíg Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2019 11:30 Inngangur í húsnæðið sem um ræðir er baka til frá bílastæðahúsinu Bergsstöðum þar sem einnig er gengið inn í íbúðirnar. Myndir/aðsend/Getty Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur eru ekki ánægð með væntanlega komu sportbars, þar sem boðið verður upp á að spila billjard, í húsnæði við Skólavörðustíg sem áður hýsti hárgreiðslustofu. Er spjótum beint að borgaryfirvöldum sem gagnrýnd eru fyrir samráðsleysi við íbúa. Rekstraraðilar staðarins segja að brugðist hafi verið við öllum athugasemdum borgaryfirvalda og að ekki sé ætlunin að fara í stríð við íbúa. Málið kom til umræðu á aðalfundi Íbúasamtaka Miðborgarinnar sem haldinn var fyrir viku. Þar segir að þann 10. september síðastliðinn hafi byggingarfulltrúinn í Reykjavík gefið út leyfi til að reka billjardkrá að Skólavörðustíg 8 þar sem áður var hárgreiðslustofa. Verður staðurinn með vínveitingaleyfi, en ekki verður boðið upp á veitingar.Engin grenndarkynning Í ályktun samtakanna segir að allmargar íbúðir séu í húsinu og nærliggjandi húsum en ekki hafi verið hirt um að grenndarkynna þessa breytingu á notkun fyrir íbúunum og hafi þeir ekki komist að henni fyrr en í byrjun októbermánaðar þegar framkvæmdir hófust í húsnæðinu. „Þó hefði öllum mátt vera ljóst að breyting úr hárgreiðslustofu sem lokar kl. 18 yfir í sportbar með vínveitingaleyfi sem lokar um miðnætti eða síðar er veruleg og til þess fallin að valda íbúunum ónæði. Aðalfundur Íbúasamtaka Miðborgar skorar á skipulagsyfirvöld í Reykjavík að taka til endurskoðunar þá túlkun sína að verslun og þjónustufyrirtæki séu jafngild og vínveitingastaðir þegar kemur að úthlutun leyfa og afturkalla leyfi til rekstrar þessa sportbars,“ segir í ályktuninni.Inngangurinn sem um ræðir.AðsendEkki markmiðið að fara í stríð við íbúa Kolbrún Björnsdóttir, annar rekstraraðila staðarins, segir í samtali við Vísi að um mjög umfangslitla, rólega starfsemi verði að ræða. Hún lýsir staðnum sem sportbar þar sem möguleiki verði á að spila billjard. „Við skiljum íbúa áhyggjur íbúa. Að fólk frétti af þessu og hugsi að það verði mikill umgangur og læti. Við erum hins vegar alls ekki að fara að opna skemmtistað. Við erum hrædd um að íbúar sjái þetta á allt annan hátt en raunin er. Það er alls ekki markmiðið að fara í eitthvað stríð við íbúa.“ Hún segir rekstraraðila bera virðingu fyrir því að það búi íbúar í húsinu. Reynt hafi verið að ræða við þá sem hafi kvartað og útskýra hvernig starfseminni verði háttað. Ekki hafi hins vegar verið áhugi á slíkum fundi. Bendir hún sömuleiðis á að brugðist hafi verið við öllum athugasemdum frá byggingarfulltrúa.Brugðist við öllum athugasemdum Yan Ping Li, eigandi húsnæðisins, bendir í samtali við Vísi á að Kolbrún og aðrir rekstraraðilar hafi svarað og brugðist við öllum spurningum og athugasemdum skrifstofu byggingarfulltrúa. „Borgin myndi ekki veita leyfi ef reiknað væri með miklu ónæði af starfseminni.“ Hún segist þó vel skilja áhyggjur íbúa og muni hún að sjálfsögðu sem eigandi húsnæðisins fylgjast með gangi mála. Yan segir að rekstraraðilarnir sem um ræðir hafi áður rekið billjardstofu á Hverfisgötu. Hafi þar eldra fólk verið duglegt að sækja staðinn á daginn. „Þetta er almennt róleg staðsetning á Skólavörðustíg. Þetta er ekki staður fyrir ungt fólk og mikið djamm.“ Reiknað er með að stofan opni innan fárra vikna.Neðanverður Skólavörðustígur.Vísir/VilhelmSegir starfsemina kalla á eftirlit og löggæslu Í greinargerð sem fylgir ályktun Íbúasamtaka Miðborgar segir að ljóst sé að veruleg breyting sé á nýtingu húsnæðisins og að breytingin sé líkleg til að valda íbúum ónæði. Sex íbúðir séu í sama húsi og um fimmtán í nærliggjandi húsum nr. 10 og 6b. „Breyting úr hárgreiðslustofu sem lokar kl. 18 í vínveitingastað sem lokar um miðnætti eða síðar hlýtur að teljast veruleg og hefði því átt að grenndarkynna breytinguna skv. 43. grein skipulagslaga.“ Samkvæmt greinargerðinni segir að það liggi í augum uppi að vínveitingastaður sem jafnframt sé spilasalur sé til þess fallinn að valda ónæði í næsta nágrenni og kalla á mikið eftirlit og löggæslu. „Inngangur í húsnæðið er baka til frá bílastæðahúsinu Bergsstöðum þar sem einnig er gengið inn í íbúðirnar en Skólavörðustígsmegin er staðurinn á annari hæð. Ljóst er að starfseminni mun fylgja ónæði og óþrifnaður, þ.a.m. vegna reykinga auk þess sem neyðarútgangur úr billjarðsstofunni mun leiða inn á stigagang þar sem eru íbúðir. Þá kemur fram í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar að ekki sé heimilt að reka spilasal og vínveitingastarfsemi í sama rými,“ segir í greinargerðinni. Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur eru ekki ánægð með væntanlega komu sportbars, þar sem boðið verður upp á að spila billjard, í húsnæði við Skólavörðustíg sem áður hýsti hárgreiðslustofu. Er spjótum beint að borgaryfirvöldum sem gagnrýnd eru fyrir samráðsleysi við íbúa. Rekstraraðilar staðarins segja að brugðist hafi verið við öllum athugasemdum borgaryfirvalda og að ekki sé ætlunin að fara í stríð við íbúa. Málið kom til umræðu á aðalfundi Íbúasamtaka Miðborgarinnar sem haldinn var fyrir viku. Þar segir að þann 10. september síðastliðinn hafi byggingarfulltrúinn í Reykjavík gefið út leyfi til að reka billjardkrá að Skólavörðustíg 8 þar sem áður var hárgreiðslustofa. Verður staðurinn með vínveitingaleyfi, en ekki verður boðið upp á veitingar.Engin grenndarkynning Í ályktun samtakanna segir að allmargar íbúðir séu í húsinu og nærliggjandi húsum en ekki hafi verið hirt um að grenndarkynna þessa breytingu á notkun fyrir íbúunum og hafi þeir ekki komist að henni fyrr en í byrjun októbermánaðar þegar framkvæmdir hófust í húsnæðinu. „Þó hefði öllum mátt vera ljóst að breyting úr hárgreiðslustofu sem lokar kl. 18 yfir í sportbar með vínveitingaleyfi sem lokar um miðnætti eða síðar er veruleg og til þess fallin að valda íbúunum ónæði. Aðalfundur Íbúasamtaka Miðborgar skorar á skipulagsyfirvöld í Reykjavík að taka til endurskoðunar þá túlkun sína að verslun og þjónustufyrirtæki séu jafngild og vínveitingastaðir þegar kemur að úthlutun leyfa og afturkalla leyfi til rekstrar þessa sportbars,“ segir í ályktuninni.Inngangurinn sem um ræðir.AðsendEkki markmiðið að fara í stríð við íbúa Kolbrún Björnsdóttir, annar rekstraraðila staðarins, segir í samtali við Vísi að um mjög umfangslitla, rólega starfsemi verði að ræða. Hún lýsir staðnum sem sportbar þar sem möguleiki verði á að spila billjard. „Við skiljum íbúa áhyggjur íbúa. Að fólk frétti af þessu og hugsi að það verði mikill umgangur og læti. Við erum hins vegar alls ekki að fara að opna skemmtistað. Við erum hrædd um að íbúar sjái þetta á allt annan hátt en raunin er. Það er alls ekki markmiðið að fara í eitthvað stríð við íbúa.“ Hún segir rekstraraðila bera virðingu fyrir því að það búi íbúar í húsinu. Reynt hafi verið að ræða við þá sem hafi kvartað og útskýra hvernig starfseminni verði háttað. Ekki hafi hins vegar verið áhugi á slíkum fundi. Bendir hún sömuleiðis á að brugðist hafi verið við öllum athugasemdum frá byggingarfulltrúa.Brugðist við öllum athugasemdum Yan Ping Li, eigandi húsnæðisins, bendir í samtali við Vísi á að Kolbrún og aðrir rekstraraðilar hafi svarað og brugðist við öllum spurningum og athugasemdum skrifstofu byggingarfulltrúa. „Borgin myndi ekki veita leyfi ef reiknað væri með miklu ónæði af starfseminni.“ Hún segist þó vel skilja áhyggjur íbúa og muni hún að sjálfsögðu sem eigandi húsnæðisins fylgjast með gangi mála. Yan segir að rekstraraðilarnir sem um ræðir hafi áður rekið billjardstofu á Hverfisgötu. Hafi þar eldra fólk verið duglegt að sækja staðinn á daginn. „Þetta er almennt róleg staðsetning á Skólavörðustíg. Þetta er ekki staður fyrir ungt fólk og mikið djamm.“ Reiknað er með að stofan opni innan fárra vikna.Neðanverður Skólavörðustígur.Vísir/VilhelmSegir starfsemina kalla á eftirlit og löggæslu Í greinargerð sem fylgir ályktun Íbúasamtaka Miðborgar segir að ljóst sé að veruleg breyting sé á nýtingu húsnæðisins og að breytingin sé líkleg til að valda íbúum ónæði. Sex íbúðir séu í sama húsi og um fimmtán í nærliggjandi húsum nr. 10 og 6b. „Breyting úr hárgreiðslustofu sem lokar kl. 18 í vínveitingastað sem lokar um miðnætti eða síðar hlýtur að teljast veruleg og hefði því átt að grenndarkynna breytinguna skv. 43. grein skipulagslaga.“ Samkvæmt greinargerðinni segir að það liggi í augum uppi að vínveitingastaður sem jafnframt sé spilasalur sé til þess fallinn að valda ónæði í næsta nágrenni og kalla á mikið eftirlit og löggæslu. „Inngangur í húsnæðið er baka til frá bílastæðahúsinu Bergsstöðum þar sem einnig er gengið inn í íbúðirnar en Skólavörðustígsmegin er staðurinn á annari hæð. Ljóst er að starfseminni mun fylgja ónæði og óþrifnaður, þ.a.m. vegna reykinga auk þess sem neyðarútgangur úr billjarðsstofunni mun leiða inn á stigagang þar sem eru íbúðir. Þá kemur fram í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar að ekki sé heimilt að reka spilasal og vínveitingastarfsemi í sama rými,“ segir í greinargerðinni.
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira