Gísli Þorgeir Kristjánsson sem leikur með Kiel í Þýskalandi er loks búinn að ná heilsu eftir erfið meiðsli sem hafa verið að plaga FH-inginn.
Gísli Þorgeir hefur verið í leikmannahópi Kiel í flestum leikjum liðsins það sem af er leiktíð en spiltíminn hefur ekki verið margar mínútur.
„Ég er að komast aftur í gang og auðvitað langt síðan ég var heill. Þetta er að tínast saman smátt og smátt,“ sagði Gísli í samtali við Guðjón Guðmundsson á æfingu landsliðsins í gær.
„Það gengur mjög vel hjá liðinu og ég er mjög sáttur með hvernig það gengur. Þetta kemur allt saman.“
Gísli er eins og áður segir á mála hjá Kiel en liðið hefur að skipa mörgum af frambærilegustu leikmönnum í heimi.
„Ég er að æfa á hverjum degi með bestu handboltamönnum í heimi. Við erum að spila mjög mikið þar og ég tel mig vera í mjög góðu standi.“
Gísli er í leikmannahópi Íslands sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Svíum um helgina og það er tilhlökkun í Hafnfirðingnum unga.
„Ég er 100% tilbúinn í þetta verkefni. Það eru engin vandamál með öxlina. Það eru ekki neinir verkir og mér líður vel í öxlinni,“ sagði Gísli að lokum.
Gísli: Er að æfa á hverjum degi með bestu handboltamönnum í heimi
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti



Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn

Fleiri fréttir
