Breyttar leikreglur í fimmta flokki: Vildu innspark í stað innkasts Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 22. október 2019 09:00 Fimmti flokkur mun spila með nýjum reglum á Faxaflóa- og Reykjavíkurmótinu þar sem fjórar nýjar reglur verða kynntar. Hér eru ungir guttar að spreyta sig á N1 mótinu. Fréttablaðið/Auðunn Það er ekki verið að mismuna einum né neinum – það er verið að búa til umhverfi sem er best fyrir hvern og einn einstakling,“ segir Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari hjá U-21 árs landsliði Íslands. Arnar fór mikið á völlinn í sumar, hvort sem var hjá konum eða körlum eða á leiki yngri flokka. Hann tók eftir því að eftir innkast í yngri flokkum lendir boltinn oftar en ekki í innkasti aftur. Hann tók líka eftir því að þjálfarar þjálfa börn aðeins fyrir leiki, í hálfleik og svo eftir leiki. Í Faxaflóa- og Reykjavíkurmótum fimmta flokks verður spilað eftir hugmyndum Arnars en fjórar breytingar eru þar á meðal. Sparkað verður inn í stað innkasts, fleiri hálfleikir verða, þjálfarar dæma leikina hjá þeim sem eru í D-liðum og þeir sem eru að byrja sinn fótboltaferil spila á minni velli. „Við erum búin að funda oft með yfirþjálfurum yngri flokka þar sem við höfum verið að ræða hluti sem geta stuðlað að því að við búum til aðeins betri leikmenn. Félögin vilja prófa þetta og þessi mót eru ekki á vegum KSÍ. Félögin og yfirþjálfararnir eru þarna að prófa sig áfram með nýja hluti og ég fagna því. Þetta var hugmynd sem kemur frá mér og rauði þráðurinn í mínu starfi er að vera í samstarfi við félögin þannig að hægt sé að efla íslenska knattspyrnu. Það er hollt og gott að ræða saman og tala um hlutina og prófa eitthvað nýtt,“ segir Arnar.Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Fréttablaðið/Ernir Leiðbeiningar við sitt hæfi Á barnamóti Víkinga var þetta fyrirkomulag prófað og gekk vel. Þá voru krakkarnir þó yngri en þeir sem eru í fimmta flokki. Faxaflóamótið hefst í byrjun nóvember og verða nýju reglurnar kynntar þá fyrir komandi kynslóð. „Þeir krakkar sem eru komnir styttra spila á aðeins minni velli og það verða ekki dómarar heldur sjá þjálfararnir um það. Það verður til þess að þeir geta verið inni á vellinum meðan á leik stendur og leiðbeint krökkunum meira. Það þurfa allir að fá leiðbeiningar við sitt hæfi. Það er ekki þannig að ég geti farið að læra á gítar og farið til Jóns Jónssonar frænda míns. Ég þarf að taka fyrsta skrefið.“ Hann segir að of mikið hafi verið horft á úrslit leikja, ekki aðeins á Íslandi heldur úti um alla Evrópu. Með þessum breytingum er verið að gera það auðveldara að þjálfa börnin áfram. „Við þurfum ekkert að vera hrædd við að búa til leikinn fyrir hvern og einn sem hentar viðkomandi.“Mikilvægt að hittast Arnar hefur víðtæka reynslu frá Evrópu og þekkir belgíska módelið mjög vel en Belgar tóku til í yngriflokkunum hjá sér um aldamótin og nú 20 árum síðar eru þeir með eitt besta landslið heims og sitja á toppi FIFA-listans. „Ég er ekki alvitur og ég legg þetta fram til þjálfaranna sem eru að snúast í þessu alla daga og vita þá hvort þetta er hægt. Vita hvort þetta er hægt þjálfunarlega, hvort leikmenn geta þetta og hvort þetta passar fyrir Ísland og svona mætti lengi telja. Þess vegna er mikilvægt fyrir mig að hitta þjálfarana og að við ræðum saman og þetta er eitthvað sem þeir hafa ákveðið. Þetta er eitthvað sem KSÍ er að vinna að með félögunum. Fótboltinn er að þróast svo allir geti stundað þessa frábæru íþrótt á sínu getustigi. Kannski virkar þetta og kannski ekki. Ef þetta virkar ekki þá skrúfum við til baka og prófum eitthvað nýtt.“Knattspyrnustúlka í Val fagnar góðu gengi.vísir/vilhelmReglubreytingarnar Arnar segir að mjög vel hafi verið tekið á móti tillögunum hjá félögunum og yfirþjálfurunum. „Ef við setjum saman í lið krakka sem er mjög góður og krakka sem er ekki jafn góður þá er það ekki gott fyrir neinn. Það er svo mikilvæg t að þeir sem eru komnir stutt séu að stunda íþróttina á þeim forsendum sem þeir ráða við. Sama gildir um þann sem er mjög góður í fótbolta. Hann fær alltaf boltann frá þeim sem eru ekki jafn góðir og lærir ekki að gefa boltann og hinir fá aldrei boltann. „Eitthvað hefur borið á því að foreldrar séu ekki spenntir fyrir breytingunum en Arnar segir það vera eðlileg t. „Ég held að það sé mannleg t eðli að kvíða fyrir breytingum. En hvað mig varðar þá sé ég þetta þannig að við verðum að þora að kíkja út fyrir kassann. Þó við höfum gert hlutina eins í mörg ár þá þýðir það ekki að það megi ekki breyta þeim. Það er þróun í fótbolta eins og víða annars staðar. Það er eðlilegt að foreldrar barns í D-liði skilji ekki af hverju það er verið að setja aðrar reglur fyrir þeirra barn en önnur. Finnst það jafnvel misrétti. Það er ein leiðin að sjá þetta en ég sé þetta ekki þannig og því er betra að prófa hlutina.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Það er ekki verið að mismuna einum né neinum – það er verið að búa til umhverfi sem er best fyrir hvern og einn einstakling,“ segir Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari hjá U-21 árs landsliði Íslands. Arnar fór mikið á völlinn í sumar, hvort sem var hjá konum eða körlum eða á leiki yngri flokka. Hann tók eftir því að eftir innkast í yngri flokkum lendir boltinn oftar en ekki í innkasti aftur. Hann tók líka eftir því að þjálfarar þjálfa börn aðeins fyrir leiki, í hálfleik og svo eftir leiki. Í Faxaflóa- og Reykjavíkurmótum fimmta flokks verður spilað eftir hugmyndum Arnars en fjórar breytingar eru þar á meðal. Sparkað verður inn í stað innkasts, fleiri hálfleikir verða, þjálfarar dæma leikina hjá þeim sem eru í D-liðum og þeir sem eru að byrja sinn fótboltaferil spila á minni velli. „Við erum búin að funda oft með yfirþjálfurum yngri flokka þar sem við höfum verið að ræða hluti sem geta stuðlað að því að við búum til aðeins betri leikmenn. Félögin vilja prófa þetta og þessi mót eru ekki á vegum KSÍ. Félögin og yfirþjálfararnir eru þarna að prófa sig áfram með nýja hluti og ég fagna því. Þetta var hugmynd sem kemur frá mér og rauði þráðurinn í mínu starfi er að vera í samstarfi við félögin þannig að hægt sé að efla íslenska knattspyrnu. Það er hollt og gott að ræða saman og tala um hlutina og prófa eitthvað nýtt,“ segir Arnar.Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Fréttablaðið/Ernir Leiðbeiningar við sitt hæfi Á barnamóti Víkinga var þetta fyrirkomulag prófað og gekk vel. Þá voru krakkarnir þó yngri en þeir sem eru í fimmta flokki. Faxaflóamótið hefst í byrjun nóvember og verða nýju reglurnar kynntar þá fyrir komandi kynslóð. „Þeir krakkar sem eru komnir styttra spila á aðeins minni velli og það verða ekki dómarar heldur sjá þjálfararnir um það. Það verður til þess að þeir geta verið inni á vellinum meðan á leik stendur og leiðbeint krökkunum meira. Það þurfa allir að fá leiðbeiningar við sitt hæfi. Það er ekki þannig að ég geti farið að læra á gítar og farið til Jóns Jónssonar frænda míns. Ég þarf að taka fyrsta skrefið.“ Hann segir að of mikið hafi verið horft á úrslit leikja, ekki aðeins á Íslandi heldur úti um alla Evrópu. Með þessum breytingum er verið að gera það auðveldara að þjálfa börnin áfram. „Við þurfum ekkert að vera hrædd við að búa til leikinn fyrir hvern og einn sem hentar viðkomandi.“Mikilvægt að hittast Arnar hefur víðtæka reynslu frá Evrópu og þekkir belgíska módelið mjög vel en Belgar tóku til í yngriflokkunum hjá sér um aldamótin og nú 20 árum síðar eru þeir með eitt besta landslið heims og sitja á toppi FIFA-listans. „Ég er ekki alvitur og ég legg þetta fram til þjálfaranna sem eru að snúast í þessu alla daga og vita þá hvort þetta er hægt. Vita hvort þetta er hægt þjálfunarlega, hvort leikmenn geta þetta og hvort þetta passar fyrir Ísland og svona mætti lengi telja. Þess vegna er mikilvægt fyrir mig að hitta þjálfarana og að við ræðum saman og þetta er eitthvað sem þeir hafa ákveðið. Þetta er eitthvað sem KSÍ er að vinna að með félögunum. Fótboltinn er að þróast svo allir geti stundað þessa frábæru íþrótt á sínu getustigi. Kannski virkar þetta og kannski ekki. Ef þetta virkar ekki þá skrúfum við til baka og prófum eitthvað nýtt.“Knattspyrnustúlka í Val fagnar góðu gengi.vísir/vilhelmReglubreytingarnar Arnar segir að mjög vel hafi verið tekið á móti tillögunum hjá félögunum og yfirþjálfurunum. „Ef við setjum saman í lið krakka sem er mjög góður og krakka sem er ekki jafn góður þá er það ekki gott fyrir neinn. Það er svo mikilvæg t að þeir sem eru komnir stutt séu að stunda íþróttina á þeim forsendum sem þeir ráða við. Sama gildir um þann sem er mjög góður í fótbolta. Hann fær alltaf boltann frá þeim sem eru ekki jafn góðir og lærir ekki að gefa boltann og hinir fá aldrei boltann. „Eitthvað hefur borið á því að foreldrar séu ekki spenntir fyrir breytingunum en Arnar segir það vera eðlileg t. „Ég held að það sé mannleg t eðli að kvíða fyrir breytingum. En hvað mig varðar þá sé ég þetta þannig að við verðum að þora að kíkja út fyrir kassann. Þó við höfum gert hlutina eins í mörg ár þá þýðir það ekki að það megi ekki breyta þeim. Það er þróun í fótbolta eins og víða annars staðar. Það er eðlilegt að foreldrar barns í D-liði skilji ekki af hverju það er verið að setja aðrar reglur fyrir þeirra barn en önnur. Finnst það jafnvel misrétti. Það er ein leiðin að sjá þetta en ég sé þetta ekki þannig og því er betra að prófa hlutina.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira