Lækningar voru nátengdar göldrum Ari Brynjólfsson skrifar 30. október 2019 08:00 Ólína Kjerúlf er meðal fyrirlesara á málþinginu um helgina. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Lækningar voru í upphafi mjög nátengdar trúarbrögðum og galdraiðju,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og einn fyrirlesara á málþingi Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Málþingið fjallar um galdra og lækningar og fer fram í Þjóðminjasafninu næstkomandi laugardag. Hefst málþingið kl. 10.30. Íslandssagan greinir frá fjölmörgum galdramönnum sem reyndu að lækna sjúka með galdri og aðra sem komu sjúkdómum í fólk með fjölkynngi. Fyrstu læknarnir voru særingamenn sem börðust við sjúkdóma með alls kyns tákn og látbragð að vopni. „Það vill svo vel til að ég er að gefa út bók, Lífgrös og leyndir dómar, sem fjallar um lækningar, töfra og trú í sögulegu ljósi. Þar greini ég frá þróun lækninganna, gömlum húslækningum og aðferðum sem sumar þykja undarlegar í dag en aðrar hafa staðist tímans tönn. Í raun varð ekki aðskilnaður milli galdra og lækninga fyrr en komið var fram á 18. öld,“ segir Ólína. „Það er svo auðvelt fyrir okkur í dag að horfa til baka með fordómafullu augnaráði og hnussa yfir þekkingu fólks á 17. öld. Öll sú læknisþekking sem við eigum er samt runnin frá þessum gömlu fræðum.“ Fleiri fyrirlesarar verða á málþinginu, þar á meðal Stephen A. Mitchell, prófessor í norrænum fræðum við Harvard-háskóla og Óttar Guðmundsson geðlæknir. Þá munu þrjár klassískar seiðkonur kyrja galdraþulur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Lækningar voru í upphafi mjög nátengdar trúarbrögðum og galdraiðju,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og einn fyrirlesara á málþingi Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Málþingið fjallar um galdra og lækningar og fer fram í Þjóðminjasafninu næstkomandi laugardag. Hefst málþingið kl. 10.30. Íslandssagan greinir frá fjölmörgum galdramönnum sem reyndu að lækna sjúka með galdri og aðra sem komu sjúkdómum í fólk með fjölkynngi. Fyrstu læknarnir voru særingamenn sem börðust við sjúkdóma með alls kyns tákn og látbragð að vopni. „Það vill svo vel til að ég er að gefa út bók, Lífgrös og leyndir dómar, sem fjallar um lækningar, töfra og trú í sögulegu ljósi. Þar greini ég frá þróun lækninganna, gömlum húslækningum og aðferðum sem sumar þykja undarlegar í dag en aðrar hafa staðist tímans tönn. Í raun varð ekki aðskilnaður milli galdra og lækninga fyrr en komið var fram á 18. öld,“ segir Ólína. „Það er svo auðvelt fyrir okkur í dag að horfa til baka með fordómafullu augnaráði og hnussa yfir þekkingu fólks á 17. öld. Öll sú læknisþekking sem við eigum er samt runnin frá þessum gömlu fræðum.“ Fleiri fyrirlesarar verða á málþinginu, þar á meðal Stephen A. Mitchell, prófessor í norrænum fræðum við Harvard-háskóla og Óttar Guðmundsson geðlæknir. Þá munu þrjár klassískar seiðkonur kyrja galdraþulur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira