Ljónin höfðu betur geng Kiel en Löwen hefur farið brösuglega af stað. Uwe Gensheimer skoraði sigurmarkið er um 50 sekúndur voru eftir af leiknum.
Gísli meiddist hins vegar á 53. mínútu og var leiddur af velli með tár á kinn en hann virtist skella illa í gólfinu.
„Það mikilvægasta er: Góðan bata, Gísli!“ skrifaði félagið á Twitter-síðu sína eftir tapið í kvöld.
Ein richtig gebrauchter Abend. Das wichtigste: Gute Besserung, Gisli! #WirSindKiel#NurMitEuchpic.twitter.com/czO3J0c4Sb
— THW Kiel (@thw_handball) November 7, 2019
Gísli hefur verið mikið meiddur frá því að hann gekk í raðir þýska stórliðsins síðasta sumar og vonandi að meiðslin séu ekki alvarleg.
Rúnar Kárason, leikmaður Ribe-Esbjerg í Danmörku, segir á Twitter-síðu sinni að lýsendurnar í danska sjónvarpinu hafi ekki litist á blikuna.
Gísli Þorgeir með flotta innkomu á móti RNL sem endar með honum úr olnbogalið samkvæmt dönsku lýsendunum.. hræðilegt ef rétt er
— Rúnar Kárason (@runarkarason) November 7, 2019
Kiel er í öðru sæti deildarinnar eftir tapið í kvöld, með jafn mörg stig og Löwen, sem er í fimmta sætinu.