Byggir á persónulegum sögum í verkum sínum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 7. nóvember 2019 06:30 Vera Naskrecka við nokkur verka sinna á sýningunni. Fréttablaðið/Valli „Verkin á sýningunni eru ljósmyndir og hljóðupptökur af fólki hér í bænum. Pólsku fólki í samfélaginu hér sem ég þekkti ekkert en hef nú orðið svo heppin að kynnast. Hér býr nefnilega ótrúlega mikið af áhugaverðu og hlýju pólsku fólki sem er að gera áhugaverða hluti,“ segir listakonan Vena Naskrecka. Hún heldur listsýningu á Pólskri menningarhátíð sem fram fer á Nesvöllum í Reykjanesbæ á laugardag. Á hátíðinni er áhersla lögð á persónulegar sögur bæjarbúa af pólskum uppruna. Boðið verður upp á tónlistaratriði, pólskan götumatarmarkað og Polonez-dans, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég hitti fólkið, það sagði mér sínar sögur og ég tók af því myndir. Allir tóku mér ótrúlega vel og það var frábært að heyra sögur þeirra,“ segir Vena. „Áður en þau sögðu mér sögurnar spjölluðum við saman þannig að þau kynntust mér og ég þeim, það varð til þess að samskiptin urðu opnari,“ bætir hún við. „Sýningargestir setja á sig heyrnartól og hlusta á viðmælendur mína segja sögur sínar og myndirnar sem ég tók af þeim verða til sýnis. Með því að gera þetta svona en ekki sem hefðbundið vídeóverk fæst meiri nánd á milli sýningargesta og söguhetjunnar,“ segir hún. „Sumar sögurnar eru á pólsku og aðrar á íslensku. Þær eru svo allar þýddar yfir á pólsku eða íslensku eftir því sem við á svo allir geti lesið þær. En sama hvort tungumálið sýningargestir skilja hvet ég alla til þess að setja á sig heyrnartólin og hlusta. Það er svo margt sem leynist í frásögnum okkar. Hljómfallið í röddinni og tilfinningin getur aukið upplifunina,“ útskýrir Vena. Hún segir sögurnar jafn margar og ólíkar og söguhetjurnar en að ýmislegt hafi þær þó átt sameiginlegt. „Við töluðum um alls konar hluti, til dæmis upplifun Pólverja af því að búa á Íslandi. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að læra íslensku og að Íslendingar hefðu tekið þeim vel,“ segir hún. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í fyrra við mikinn fögnuð bæjarbúa en um 16 prósent íbúa í Reykjanesbæ eru af pólskum uppruna. Vena telur mikilvægt að slíkir viðburðir séu haldnir í öllum samfélögum og séu kjörin leið til að þjappa saman og auka tengsl fólks af ólíkum uppruna. „Sama hvort við erum frá Póllandi eða Íslandi þá búum við öll nálægt hvert öðru, börnin okkar ganga í sömu skólana og við erum með svipaðar upplifanir, og ef við erum meðvituð um fólkið í kringum okkur og sögur þess líður okkur betur,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Menning Reykjanesbær Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
„Verkin á sýningunni eru ljósmyndir og hljóðupptökur af fólki hér í bænum. Pólsku fólki í samfélaginu hér sem ég þekkti ekkert en hef nú orðið svo heppin að kynnast. Hér býr nefnilega ótrúlega mikið af áhugaverðu og hlýju pólsku fólki sem er að gera áhugaverða hluti,“ segir listakonan Vena Naskrecka. Hún heldur listsýningu á Pólskri menningarhátíð sem fram fer á Nesvöllum í Reykjanesbæ á laugardag. Á hátíðinni er áhersla lögð á persónulegar sögur bæjarbúa af pólskum uppruna. Boðið verður upp á tónlistaratriði, pólskan götumatarmarkað og Polonez-dans, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég hitti fólkið, það sagði mér sínar sögur og ég tók af því myndir. Allir tóku mér ótrúlega vel og það var frábært að heyra sögur þeirra,“ segir Vena. „Áður en þau sögðu mér sögurnar spjölluðum við saman þannig að þau kynntust mér og ég þeim, það varð til þess að samskiptin urðu opnari,“ bætir hún við. „Sýningargestir setja á sig heyrnartól og hlusta á viðmælendur mína segja sögur sínar og myndirnar sem ég tók af þeim verða til sýnis. Með því að gera þetta svona en ekki sem hefðbundið vídeóverk fæst meiri nánd á milli sýningargesta og söguhetjunnar,“ segir hún. „Sumar sögurnar eru á pólsku og aðrar á íslensku. Þær eru svo allar þýddar yfir á pólsku eða íslensku eftir því sem við á svo allir geti lesið þær. En sama hvort tungumálið sýningargestir skilja hvet ég alla til þess að setja á sig heyrnartólin og hlusta. Það er svo margt sem leynist í frásögnum okkar. Hljómfallið í röddinni og tilfinningin getur aukið upplifunina,“ útskýrir Vena. Hún segir sögurnar jafn margar og ólíkar og söguhetjurnar en að ýmislegt hafi þær þó átt sameiginlegt. „Við töluðum um alls konar hluti, til dæmis upplifun Pólverja af því að búa á Íslandi. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að læra íslensku og að Íslendingar hefðu tekið þeim vel,“ segir hún. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í fyrra við mikinn fögnuð bæjarbúa en um 16 prósent íbúa í Reykjanesbæ eru af pólskum uppruna. Vena telur mikilvægt að slíkir viðburðir séu haldnir í öllum samfélögum og séu kjörin leið til að þjappa saman og auka tengsl fólks af ólíkum uppruna. „Sama hvort við erum frá Póllandi eða Íslandi þá búum við öll nálægt hvert öðru, börnin okkar ganga í sömu skólana og við erum með svipaðar upplifanir, og ef við erum meðvituð um fólkið í kringum okkur og sögur þess líður okkur betur,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Menning Reykjanesbær Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira