Fortnite setur YouTube-stjörnu í lífstíðarbann vegna svindls Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2019 08:58 FaZe Jarvis er miður sín. YouTube-stjarna, með rúmlega tvær milljónir fylgjenda, hefur verið settur í lífstíðarbann hjá tölvuleiknum Fortnite eftir að upp komst að hann hafði svindlað í leiknum. FaZe Jarvis, sem er hluti rafíþróttahópsins FaZe Clan, notaðist við svokallaða „aimbots“ í leik sem hann streymdi beint á YouTube-rás sinni. Tölvuleikjafyrirtækið Epic Games setti hann í lífstíðarbann um leið og upp komst um málið en í reglum leiksins segir að notendur geti við settir í lífstíðarbann fyrir svindl. Jarvis er jafnframt meinað að sækja viðburði tengdnum Fortnite, auk þess að skapa efni tengdu leiknum. Fortnite Battle Royale er skotleikur þar sem leikmenn keppast um að drepa aðra og vera síðasti maður á lífi á eyju, en „aimbots“ eru tól sem sjálfkrafa miða skotvopnin á andstæðing og gera þannig notandanum auðveldara fyrir að drepa. Hinn sautján ára Jarvis hefur birt myndband á YouTube-rás sinni þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni. Segist hann ekki hafa dottið það í hug að gjörðir sínar gætu leitt til lífstíðarbanns. „Þetta voru risastór mistök og ég var hafði rangt við.“ Jarvis leggur áherslu á að hann hafi ekki notast við tólin í keppnum. Rafíþróttir Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
YouTube-stjarna, með rúmlega tvær milljónir fylgjenda, hefur verið settur í lífstíðarbann hjá tölvuleiknum Fortnite eftir að upp komst að hann hafði svindlað í leiknum. FaZe Jarvis, sem er hluti rafíþróttahópsins FaZe Clan, notaðist við svokallaða „aimbots“ í leik sem hann streymdi beint á YouTube-rás sinni. Tölvuleikjafyrirtækið Epic Games setti hann í lífstíðarbann um leið og upp komst um málið en í reglum leiksins segir að notendur geti við settir í lífstíðarbann fyrir svindl. Jarvis er jafnframt meinað að sækja viðburði tengdnum Fortnite, auk þess að skapa efni tengdu leiknum. Fortnite Battle Royale er skotleikur þar sem leikmenn keppast um að drepa aðra og vera síðasti maður á lífi á eyju, en „aimbots“ eru tól sem sjálfkrafa miða skotvopnin á andstæðing og gera þannig notandanum auðveldara fyrir að drepa. Hinn sautján ára Jarvis hefur birt myndband á YouTube-rás sinni þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni. Segist hann ekki hafa dottið það í hug að gjörðir sínar gætu leitt til lífstíðarbanns. „Þetta voru risastór mistök og ég var hafði rangt við.“ Jarvis leggur áherslu á að hann hafi ekki notast við tólin í keppnum.
Rafíþróttir Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira