Þau Nína Dögg Filippusdóttir og Hilmir Snær Guðnason fara með aðalhlutverk í sýningunni sem fjallar um fyrrverandi hjón sem hittast aftur við óvæntar aðstæður, tíu árum eftir skilnað. Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir leikritinu sem fer vel af stað, en uppselt er á fyrstu fjórtán sýningarnar.
Margir helstu menningarunnendur landsins létu sig því ekki vanta á frumsýninguna í Borgarleikhúsinu í kvöld til þess að sjá verkið lifna við á Litla sviðinu.





