Leikmynd úr endurnýttum hlutum í Þjóðleikhúsinu Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2019 12:30 Búið að koma fyrir gámi við Sorpu í Ánanaustum. Þjóðleikhúsið í samstarfi við Sorpu og Stólpa Gáma stendur fyrir söfnun á nytjahlutum um helgina á endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum í Reykjavík. „Tilgangur söfnunarinnar er að búa til leikmynd úr þeim hlutum sem safnast fyrir leiksýninguna Engillinn sem frumsýnd verður í desember. Sérstökum söfnunargámi verður komið fyrir í Sorpu Ánanaustum og fær hann að standa þar yfir helgina. Gámurinn verður svo opnaður með viðhöfn í leikhúsinu þann 7. nóvember á afmælisdegi Þorvaldar Þorsteinssonar en sýningin byggir á verkum hans, myndlist, textum, leikritum og gjörningum, “ segir Atli Þór Albertsson markaðsstjóri leikhússins. Atli segir að áhorfendur geti keypt það sem þeim líst vel á. „Það verður spennandi að sjá hvað skilar sér í gáminn og líklega er spennustigið hæst hjá leikmyndahöfundi sýningarinnar og listrænum stjórnendum því þau eiga það vandasama verkefni fyrir höndum að láta þetta ganga upp sem leikmynd fyrir sýninguna. Þegar sýningar hefjast munu áhorfendur svo geta keypt það sem þau girnast úr leikmyndinni og fengið það afhent eftir að sýningum lýkur. Þannig öðlast hlutirnir framhaldslíf eftir að þeir hafa lokið hlutverki sínu hjá okkur. Það sem ekki selst á sýningum verður sett í sölu í verslun Sorpu, Góða hirðinum. Öll innkoma af þessari sölu rennur svo í góðgerðarmálefni en það verður hlutverk Kvenfélagasamband Íslands að ráðstafa því.“Kökubasar á hverri sýningu Hlutverk Kvenfélagasambandsins er stærra því á hverri sýningu verður alvöru kökubasar á sviðinu sem félagskonur í hinum ýmsu kvenfélögum innan sambandsins stýra. Gestir geta því farið heim að sýningu lokinni með kræsingar í farteskinu. Ágóðinn af þessu rennur líka beint í góðgerðarmál. Rithöfundurinn, myndlistarmaðurinn og kennarinn Þorvaldur Þorsteinsson (1960-2013) sem féll frá langt fyrir aldur fram, en skildi eftir sig fjölda verka sem notið höfðu mikillar hylli, meðal annars örleikrit, leikrit í fullri lengd og handrit fyrir sjónvarp og útvarp. Í leiksýningunni Englinum er arfleifð Þorvaldar heiðruð. Í umfjöllun um verkið á heimasíðu Þjóðleikhússins er Englinum lýst sem hversdagslega súrrealískri sýningu sem kemur á óvart. Menning Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Þjóðleikhúsið í samstarfi við Sorpu og Stólpa Gáma stendur fyrir söfnun á nytjahlutum um helgina á endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum í Reykjavík. „Tilgangur söfnunarinnar er að búa til leikmynd úr þeim hlutum sem safnast fyrir leiksýninguna Engillinn sem frumsýnd verður í desember. Sérstökum söfnunargámi verður komið fyrir í Sorpu Ánanaustum og fær hann að standa þar yfir helgina. Gámurinn verður svo opnaður með viðhöfn í leikhúsinu þann 7. nóvember á afmælisdegi Þorvaldar Þorsteinssonar en sýningin byggir á verkum hans, myndlist, textum, leikritum og gjörningum, “ segir Atli Þór Albertsson markaðsstjóri leikhússins. Atli segir að áhorfendur geti keypt það sem þeim líst vel á. „Það verður spennandi að sjá hvað skilar sér í gáminn og líklega er spennustigið hæst hjá leikmyndahöfundi sýningarinnar og listrænum stjórnendum því þau eiga það vandasama verkefni fyrir höndum að láta þetta ganga upp sem leikmynd fyrir sýninguna. Þegar sýningar hefjast munu áhorfendur svo geta keypt það sem þau girnast úr leikmyndinni og fengið það afhent eftir að sýningum lýkur. Þannig öðlast hlutirnir framhaldslíf eftir að þeir hafa lokið hlutverki sínu hjá okkur. Það sem ekki selst á sýningum verður sett í sölu í verslun Sorpu, Góða hirðinum. Öll innkoma af þessari sölu rennur svo í góðgerðarmálefni en það verður hlutverk Kvenfélagasamband Íslands að ráðstafa því.“Kökubasar á hverri sýningu Hlutverk Kvenfélagasambandsins er stærra því á hverri sýningu verður alvöru kökubasar á sviðinu sem félagskonur í hinum ýmsu kvenfélögum innan sambandsins stýra. Gestir geta því farið heim að sýningu lokinni með kræsingar í farteskinu. Ágóðinn af þessu rennur líka beint í góðgerðarmál. Rithöfundurinn, myndlistarmaðurinn og kennarinn Þorvaldur Þorsteinsson (1960-2013) sem féll frá langt fyrir aldur fram, en skildi eftir sig fjölda verka sem notið höfðu mikillar hylli, meðal annars örleikrit, leikrit í fullri lengd og handrit fyrir sjónvarp og útvarp. Í leiksýningunni Englinum er arfleifð Þorvaldar heiðruð. Í umfjöllun um verkið á heimasíðu Þjóðleikhússins er Englinum lýst sem hversdagslega súrrealískri sýningu sem kemur á óvart.
Menning Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira