Segir sögu revía á Íslandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 10:00 "Revíur segja mikla sögu um stjórnmál og tíðaranda,“ segir Una Margrét, útvarpskona og rithöfundur. Fréttablaðið/Hari Revía er leikrit sem gerir grín að samtíma sínum, yfirleitt með söngvum, þar eru jafnvel nafngreindir tilteknir menn, eða hermt eftir þeim. Slík leikrit hafa verið til frá því í fornöld,“ segir Una Margrét Jónsdóttir útvarpskona sem verður frummælandi á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í Neskirkju í kvöld klukkan 20.00. Beðin um smjörþefinn af boðskapnum kveðst hún byggja hann að nokkru leyti á nýútkominni bók sinni, Gullöld revíunnar. Una Margrét rekur sögu revíunnar á Íslandi aftur til ársins 1880, þegar sú fyrsta, Getjón, var sýnd á Ísafirði. „Í henni er aðallega hæðst að einum manni, Jóni Geiteying, og nafnið á greinilega að vísa til hans. Hann var vanur að uppnefna alla og var því tekinn fyrir. Um svipað leyti sýndu skólapiltar revíu í Reykjavík, sá sem samdi hana var Einar Hjörleifsson sem síðar varð þekktur undir nafninu Einar H. Kvaran. Árið 1895 samdi sjálfur Einar Benediktsson eina. Venjan var að revíur væru einungis gamanleikrit en revía Einars var alvarlegs eðlis líka, með sjálfstæðisbaráttuboðskap.“ Fyrsta revían sem varð verulega vinsæl á Íslandi hét Allt í grænum sjó en hún þótti svo ósvífin að hún var bönnuð eftir fyrstu sýningu, að sögn Unu Margrétar. „Það var einmitt Einar H. Kvaran sem krafðist þess. Hafði þó sjálfur samið revíu og þá munaði litlu að hann fengi á sig kæru,“ lýsir hún. „Blómaskeið íslenskrar revíu teljast vera tvö, frá 1923 til 1930 og 1938 til 1952. Þau tímabil eru kölluð Gullöld revíunnar,“ segir Una Margrét og telur upp þær vinsælustu. Á fyrra tímabilinu voru það Spánskar nætur og Haustrigningar og á seinna tímabilinu koma revíur eins og Fornar dyggðir, Hver maður sinn skammt, Nú er það svart, maður og Allt í lagi, lagsi.“ Auk frásagnar Unu munu hljóðritanir af gömlum revíusöngvum verða fluttar í Neskirkju. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Revía er leikrit sem gerir grín að samtíma sínum, yfirleitt með söngvum, þar eru jafnvel nafngreindir tilteknir menn, eða hermt eftir þeim. Slík leikrit hafa verið til frá því í fornöld,“ segir Una Margrét Jónsdóttir útvarpskona sem verður frummælandi á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í Neskirkju í kvöld klukkan 20.00. Beðin um smjörþefinn af boðskapnum kveðst hún byggja hann að nokkru leyti á nýútkominni bók sinni, Gullöld revíunnar. Una Margrét rekur sögu revíunnar á Íslandi aftur til ársins 1880, þegar sú fyrsta, Getjón, var sýnd á Ísafirði. „Í henni er aðallega hæðst að einum manni, Jóni Geiteying, og nafnið á greinilega að vísa til hans. Hann var vanur að uppnefna alla og var því tekinn fyrir. Um svipað leyti sýndu skólapiltar revíu í Reykjavík, sá sem samdi hana var Einar Hjörleifsson sem síðar varð þekktur undir nafninu Einar H. Kvaran. Árið 1895 samdi sjálfur Einar Benediktsson eina. Venjan var að revíur væru einungis gamanleikrit en revía Einars var alvarlegs eðlis líka, með sjálfstæðisbaráttuboðskap.“ Fyrsta revían sem varð verulega vinsæl á Íslandi hét Allt í grænum sjó en hún þótti svo ósvífin að hún var bönnuð eftir fyrstu sýningu, að sögn Unu Margrétar. „Það var einmitt Einar H. Kvaran sem krafðist þess. Hafði þó sjálfur samið revíu og þá munaði litlu að hann fengi á sig kæru,“ lýsir hún. „Blómaskeið íslenskrar revíu teljast vera tvö, frá 1923 til 1930 og 1938 til 1952. Þau tímabil eru kölluð Gullöld revíunnar,“ segir Una Margrét og telur upp þær vinsælustu. Á fyrra tímabilinu voru það Spánskar nætur og Haustrigningar og á seinna tímabilinu koma revíur eins og Fornar dyggðir, Hver maður sinn skammt, Nú er það svart, maður og Allt í lagi, lagsi.“ Auk frásagnar Unu munu hljóðritanir af gömlum revíusöngvum verða fluttar í Neskirkju.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira