Þeir voru báðir í eldlínunni á sunnudaginn er Liverpool og City mættust en undir lok leiksins lenti þeim saman. James Milner þurfti að skilja þá að.
Daginn eftir voru þeir svo mættir í æfingarbúðir enska landsliðsins og þar lenti þeim saman.
Sterling var illa fyrir kallaður eftir tapið á sunnudaginn og er talinn hafa gengið í átt að hinum 22 ára gamla varnarmanni og sýnt af sér ögrandi hegðun.
Gomez er sagður hafa brugðist á réttan hátt við atvikinu og tekið skref til baka í stað þess að taka þátt í látunum. Nú hefur Gareth Southgate, þjálfari Englands, ákveðið að hann verði ekki í leikmannahópnum á fimmtudagskvöldið.
Raheem Sterling dropped by England for Euro 2020 qualifier against Montenegro as punishment for trying to reopen his Anfield row with Joe Gomez on international duty | @Matt_Law_DThttps://t.co/X4K158Ghx8
— Telegraph Football (@TeleFootball) November 11, 2019
Sterling fór síðar meir á Instagram og fjallaði um atvikið en hann segir að félagarnir hafi skilið í góðu. Þeir hafi rætt saman og ákveðið að halda áfram.
Hann segir að hann sé í íþróttum þar sem tilfinningar eru miklar og hann sé tilbúinn að viðurkenni það þegar tilfinningarnar bera hann ofurliði.
„Einbeitum okkur að leiknum á fimmtudaginn,“ skrifaði Sterling að endingu.
England forward Raheem Sterling will not play in their Euro 2020 qualifier on Thursday "as a result of a disturbance in a team area".
Here’s what he had to say on his official Instagram page
Full story https://t.co/IvBCvKS4sU#ManCity#MCFC#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/fply9BRCyW
— BBC Sport (@BBCSport) November 12, 2019