Sportpakkinn: „Fannst Margrét Lára mjög pirrandi fyrst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2019 15:45 Hallbera og Margrét Lára léku saman hjá Val á blómaskeiði félagsins í kvennafótbolta. Hallbera Gísladóttir segir að Margrét Lára Viðarsdóttir sé gríðarlega mikill leiðtogi og með ódrepandi keppnisskap. Hallbera og Margrét Lára léku saman í Val og íslenska landsliðinu. Í gær var greint frá því að Margrét Lára hefði lagt skóna á hilluna eftir glæsilegan feril. „Það er óhætt að segja að hún sé einn mesti leiðtogi sem ég hef spilað með, kannski hún og Katrín Jónsdóttir,“ sagði Hallbera við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Hún viðurkennir að hún hafi fengist að kynnast því á eigin skinni hversu mikil keppnismanneskja Margrét Lára er. „Hún hefur líka sett geysilega miklar kröfur á aðra í kringum sig. Ég kynntist því þegar ég kom fyrst í Val. Ég var ekki komin upp á planið sem hún vildi hafa leikmennina á. Mér fannst hún mjög pirrandi fyrst. Hún var endalaust að nöldra í mér,“ sagði Hallbera. Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára og Hallbera í borðtennis á EM 2013.vísir/óskaró„Svo veit maður að hún er það góð að hún vill hafa hlutina í lagi. Ég tel mig hafa komist upp á allavega hluta af hennar plani. Það er gríðarlega gott að hafa hana sem liðsfélaga.“ Þrátt fyrir farsælan feril lenti Margrét Lára í miklu mótlæti á köflum og glímdi við erfið meiðsli. „Hún hefur lent í ýmsu. Ég held að það séu ekki margir sem myndu leika þetta eftir,“ sagði Hallbera. En hvernig brást Margrét Lára þegar liðin hennar töpuðu? „Eins og allir keppnismenn var hún hundfúl. Þegar hún var yngri var hún aðeins erfiðari í skapinu. En það er bara gaman að fylgjast með henni, hvernig hún hefur þróast sem manneskja og keppnismaður,“ sagði Hallbera. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkin: Kröfuhörð keppnismanneskja og mikill leiðtogi Pepsi Max-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Skoraði í síðasta deildarleiknum og síðasta landsleiknum Viðeigandi endir á ferli markadrottningarinnar úr Vestmannaeyjum. 26. nóvember 2019 19:00 „Betri liðsfélaga, leiðtoga, vin og fyrirmynd er erfitt að finna“ Fjölmargir skrifuðu kveðju til Margrétar Láru Viðarsdóttur á samfélagsmiðlum í gær. 27. nóvember 2019 11:00 Margrét Lára leggur skóna á hilluna Markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi hefur lagt skóna á hilluna. 26. nóvember 2019 14:19 Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55 „Fyrir mér er þetta eins og eitthvað ótrúlega fallegt rómantískt ævintýri“ Markahæsta knattspyrnukona Íslands frá upphafi, Margrét Lára Viðarsdóttir, hefur lagt skóna á hilluna. Hún segir þetta hafa verið erfiða ákvörðin en segist kveðja stolt 26. nóvember 2019 20:51 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Hallbera Gísladóttir segir að Margrét Lára Viðarsdóttir sé gríðarlega mikill leiðtogi og með ódrepandi keppnisskap. Hallbera og Margrét Lára léku saman í Val og íslenska landsliðinu. Í gær var greint frá því að Margrét Lára hefði lagt skóna á hilluna eftir glæsilegan feril. „Það er óhætt að segja að hún sé einn mesti leiðtogi sem ég hef spilað með, kannski hún og Katrín Jónsdóttir,“ sagði Hallbera við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Hún viðurkennir að hún hafi fengist að kynnast því á eigin skinni hversu mikil keppnismanneskja Margrét Lára er. „Hún hefur líka sett geysilega miklar kröfur á aðra í kringum sig. Ég kynntist því þegar ég kom fyrst í Val. Ég var ekki komin upp á planið sem hún vildi hafa leikmennina á. Mér fannst hún mjög pirrandi fyrst. Hún var endalaust að nöldra í mér,“ sagði Hallbera. Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára og Hallbera í borðtennis á EM 2013.vísir/óskaró„Svo veit maður að hún er það góð að hún vill hafa hlutina í lagi. Ég tel mig hafa komist upp á allavega hluta af hennar plani. Það er gríðarlega gott að hafa hana sem liðsfélaga.“ Þrátt fyrir farsælan feril lenti Margrét Lára í miklu mótlæti á köflum og glímdi við erfið meiðsli. „Hún hefur lent í ýmsu. Ég held að það séu ekki margir sem myndu leika þetta eftir,“ sagði Hallbera. En hvernig brást Margrét Lára þegar liðin hennar töpuðu? „Eins og allir keppnismenn var hún hundfúl. Þegar hún var yngri var hún aðeins erfiðari í skapinu. En það er bara gaman að fylgjast með henni, hvernig hún hefur þróast sem manneskja og keppnismaður,“ sagði Hallbera. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkin: Kröfuhörð keppnismanneskja og mikill leiðtogi
Pepsi Max-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Skoraði í síðasta deildarleiknum og síðasta landsleiknum Viðeigandi endir á ferli markadrottningarinnar úr Vestmannaeyjum. 26. nóvember 2019 19:00 „Betri liðsfélaga, leiðtoga, vin og fyrirmynd er erfitt að finna“ Fjölmargir skrifuðu kveðju til Margrétar Láru Viðarsdóttur á samfélagsmiðlum í gær. 27. nóvember 2019 11:00 Margrét Lára leggur skóna á hilluna Markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi hefur lagt skóna á hilluna. 26. nóvember 2019 14:19 Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55 „Fyrir mér er þetta eins og eitthvað ótrúlega fallegt rómantískt ævintýri“ Markahæsta knattspyrnukona Íslands frá upphafi, Margrét Lára Viðarsdóttir, hefur lagt skóna á hilluna. Hún segir þetta hafa verið erfiða ákvörðin en segist kveðja stolt 26. nóvember 2019 20:51 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Skoraði í síðasta deildarleiknum og síðasta landsleiknum Viðeigandi endir á ferli markadrottningarinnar úr Vestmannaeyjum. 26. nóvember 2019 19:00
„Betri liðsfélaga, leiðtoga, vin og fyrirmynd er erfitt að finna“ Fjölmargir skrifuðu kveðju til Margrétar Láru Viðarsdóttur á samfélagsmiðlum í gær. 27. nóvember 2019 11:00
Margrét Lára leggur skóna á hilluna Markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi hefur lagt skóna á hilluna. 26. nóvember 2019 14:19
Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55
„Fyrir mér er þetta eins og eitthvað ótrúlega fallegt rómantískt ævintýri“ Markahæsta knattspyrnukona Íslands frá upphafi, Margrét Lára Viðarsdóttir, hefur lagt skóna á hilluna. Hún segir þetta hafa verið erfiða ákvörðin en segist kveðja stolt 26. nóvember 2019 20:51