Menning

Tekur þátt í rússneskri tónlistarkeppni

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar
Ásta Dóra Finnsdóttir píanóleikari.
Ásta Dóra Finnsdóttir píanóleikari. Fréttablaðið/Þórsteinn
Ásta Dóra Finnsdóttir, 12 ára píanóleikari, tekur þátt í einni stærstu tónlistarkeppni Rússlands sem er að hluta til sjónvarpað um allt Rússland og einnig á netinu. Ásta Dóra komst í gegnum forvalið og er einn af sextán keppendum sem keppa á píanó. Þetta er í annað sinn sem Ásta Dóra tekur þátt í þessari keppni. Í fyrra lenti hún í 4.-6. sæti.

Í Rússlandi er keppt í þremur umferðum, fyrsta umferð verður 2. desember. Helmingur keppenda kemst í aðra umferð sem er þann 3. desember. Einvörðungu þrír komast svo í 3. umferð sem er haldin þann 9. desember.

Ásta Dóra er nemandi við MÍT (Menntaskóli í tónlist) og er kennari hennar Peter Máté. Hún er einnig nemandi við Barratt Due í Ósló, Noregi, og er kennari hennar þar Marina Pliassova frá Rússlandi. Hún hefur núna farið rúmlega tuttugu sinnum til Óslóar til að sækja einkatíma, masterklassa og fyrirlestra. Hún hefur á þessu ári einnig farið til Danmerkur, Finnlands og Grikklands til að sækja masterklassa og einnig til að koma fram á tónleikum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×