Ólíkar raddir Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 10:00 „Við erum báðar nýorðnar mæður og sú reynsla fléttast inn í ljóðin.“ Fréttablaðið/Anton Brink Melkorka Ólafsdóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir eru meðlimir í ljóðakollektívinu Svikaskáld og báðar senda frá sér ljóðabók fyrir þessi jól. Þetta eru fyrstu ljóðabækur þeirra í fullri lengd en Melkorka hefur áður gefið út lítil ljóðahefti og báðar hafa átt efni í bókum sem Svikaskáld hafa gefið út. Melkorka er flautuleikari og hefur starfað með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Björk. Ragnheiður Harpa er sviðslistakona og hefur fengist við leikhús, gjörninga og myndlist ásamt skrifum.Sameiginleg reynsla Bók Melkorku nefnist Hérna eru fjöllin blá. „Þetta er nokkurs konar þroskasaga sem fjallar um sammannlegar og kvenlegar sorgir; ástarsorg, nýja ást, draum um barn, missi og uppfyllingu draumsins. Eins og titill bókarinnar ber með sér gefur fjarlægðin og tíminn nýja sýn á upplifanir ljóðmælanda. Þetta er mjög persónuleg bók, skrifuð á nokkrum árum,“ segir hún. Sítrónur og náttmyrkur er titillinn á bók Ragnheiðar Hörpu. „Þetta er líka ákveðinn leiðangur í gegnum myrkur samskipta og tilfinninga en þar eru sítrónur vegvísir á leiftrin og fegurðina í kringum okkur. Leiftrin sem gera okkur kleift að átta okkur á heiminum á nýjan hátt,“ segir hún. „Við erum báðar nýorðnar mæður og sú reynsla fléttast inn í ljóðin, en mér finnst raddir okkar vera ólíkar,“ segir Melkorka. „Ljóð Ragnheiðar eru draumkennd og það er leikur, litróf og skuggaspil í verkum hennar. Ég kem úr tónlistinni og það endurspeglast kannski svolítið í ljóðunum mínum og þar eru líka mikil náttúruminni.“Gagnrýni og hvatning Þær segja að það sé ákaflega gefandi reynsla að vera hluti af Svikaskáldum, en skáldin í hópnum eru sex. „Þar er alltaf hægt er að sækja í yfirlestur og fá spurningar, gagnrýni og hvatningu. Svo fengum við Melkorka báðar ritstjóra og yfirlesara annars staðar frá,“ segir Ragnheiður Harpa og bætir við: „Það er afskaplega gefandi að fagna sigrum hverrar annarrar og sækja innblástur í það sem hinar eru að gera, lesa og hugsa. Við fáum mikla hvatningu og stuðning innan hópsins.“ Þær eru spurðar hvort þær ætli að halda sig við ljóðin í framtíðinni. „Ég hef lítið skrifað annað en ljóð. Mér finnst mjög gaman að þýða og væri til í að gera meira af því og skrifa jafnvel stuttar sögur,“ segir Melkorka. „Ég hef skrifað fyrir leikhús og gert smásögur en hið stutta og kjarnyrta ljóðaform heillar mig. Þegar ég var nýbúin að fæða son minn gat ég ekkert lesið annað en ljóð því ég hélt ekki athyglinni lengur en mínútu. Það að geta fangað stóran heim í fáum orðum er það sem dregur mig að ljóðinu,“ segir Ragnheiður Harpa. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Melkorka Ólafsdóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir eru meðlimir í ljóðakollektívinu Svikaskáld og báðar senda frá sér ljóðabók fyrir þessi jól. Þetta eru fyrstu ljóðabækur þeirra í fullri lengd en Melkorka hefur áður gefið út lítil ljóðahefti og báðar hafa átt efni í bókum sem Svikaskáld hafa gefið út. Melkorka er flautuleikari og hefur starfað með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Björk. Ragnheiður Harpa er sviðslistakona og hefur fengist við leikhús, gjörninga og myndlist ásamt skrifum.Sameiginleg reynsla Bók Melkorku nefnist Hérna eru fjöllin blá. „Þetta er nokkurs konar þroskasaga sem fjallar um sammannlegar og kvenlegar sorgir; ástarsorg, nýja ást, draum um barn, missi og uppfyllingu draumsins. Eins og titill bókarinnar ber með sér gefur fjarlægðin og tíminn nýja sýn á upplifanir ljóðmælanda. Þetta er mjög persónuleg bók, skrifuð á nokkrum árum,“ segir hún. Sítrónur og náttmyrkur er titillinn á bók Ragnheiðar Hörpu. „Þetta er líka ákveðinn leiðangur í gegnum myrkur samskipta og tilfinninga en þar eru sítrónur vegvísir á leiftrin og fegurðina í kringum okkur. Leiftrin sem gera okkur kleift að átta okkur á heiminum á nýjan hátt,“ segir hún. „Við erum báðar nýorðnar mæður og sú reynsla fléttast inn í ljóðin, en mér finnst raddir okkar vera ólíkar,“ segir Melkorka. „Ljóð Ragnheiðar eru draumkennd og það er leikur, litróf og skuggaspil í verkum hennar. Ég kem úr tónlistinni og það endurspeglast kannski svolítið í ljóðunum mínum og þar eru líka mikil náttúruminni.“Gagnrýni og hvatning Þær segja að það sé ákaflega gefandi reynsla að vera hluti af Svikaskáldum, en skáldin í hópnum eru sex. „Þar er alltaf hægt er að sækja í yfirlestur og fá spurningar, gagnrýni og hvatningu. Svo fengum við Melkorka báðar ritstjóra og yfirlesara annars staðar frá,“ segir Ragnheiður Harpa og bætir við: „Það er afskaplega gefandi að fagna sigrum hverrar annarrar og sækja innblástur í það sem hinar eru að gera, lesa og hugsa. Við fáum mikla hvatningu og stuðning innan hópsins.“ Þær eru spurðar hvort þær ætli að halda sig við ljóðin í framtíðinni. „Ég hef lítið skrifað annað en ljóð. Mér finnst mjög gaman að þýða og væri til í að gera meira af því og skrifa jafnvel stuttar sögur,“ segir Melkorka. „Ég hef skrifað fyrir leikhús og gert smásögur en hið stutta og kjarnyrta ljóðaform heillar mig. Þegar ég var nýbúin að fæða son minn gat ég ekkert lesið annað en ljóð því ég hélt ekki athyglinni lengur en mínútu. Það að geta fangað stóran heim í fáum orðum er það sem dregur mig að ljóðinu,“ segir Ragnheiður Harpa.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira