Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu fá ekki greidd nein laun í Pepsi Max deildinni næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 16:45 Leikmenn Gróttu fagna sigri í Inkasso deildinni síðasta haust. Mynd/S2 Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Gróttu, ætlar ekki að breyta þeim gildum sem skiluðu Gróttu óvænt sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Ágúst tók við liði Gróttu í haust af Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem hafði á tveimur farið með liðið upp úr C-deild og upp í Pepsi Max deild karla. Grótta vann Inkasso deildina síðasta sumar en enginn leikmaður liðsins fékk þá greidd laun. Það mun ekki breytast í deild þeirra bestu. Guðjón Guðmundsson, heimsótti Ágúst Gylfason út á Seltjarnarnes og ræddi við hann um nýja starfið og næsta sumar.Mikil jákvæðni og stemmning „Þetta er bara skemmtilegt verkefni. Allt Seltjarnarnesið þarf að taka sig saman og sýna styrk félagsins. Þannig förum við inn í mótið. Það er mikil jákvæðni og stemmning hérna á nesinu sem við þurfum að nýta okkur,“ sagði Ágúst Gylfason. „Ég er búinn að vera með liðið í um það bil mánuð og maður sér hvað leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig á æfingum og annað. Við ætlum að halda okkar gildum sem hafa verið hérna hjá Gróttu síðustu tvö ár sem er að spila á heimamönnum og á ungum leikmönnum sem eru í liðunum hérna í kring,“ sagði Ágúst. „Það hefur virkað það vel að liðið hefur komist upp um tvær deildir síðustu tvö ár. Við ætlum að halda þeim gildum áfram í úrvalsdeild. Það verður engin breyting þar á og við erum hvergi bangnir,“ sagði Ágúst.Sækja í unga leikmenn í nágrenninu „Þetta verður ævintýri og það er bara um að gera fyrir ykkur fjölmiðlamenn að fylgjast vel með okkur og því sem við ætlum að gera. Ég er ennþá að læra á leikmannahópinn og allt Seltjarnarnesið. Leikmennirnir og aðrir eru að læra á mig. Það tekur smá tíma að aðlagast,“ sagði Ágúst. Ágúst segir samt að það sé alveg klárt að hann muni fá nýja leikmenn inn í leikmannahópinn fyrir næsta sumar. „Við þurfum alveg fjóra til fimm leikmenn en það verður á okkar forsendum. Við sækjumst eftir ungum leikmönnum í liðunum hér í kring og við vonumst til að þeir séu tilbúnir að vera með okkur í verkefni,“ sagði Ágúst. „Ég er búinn að þjálfa bæði Fjölni og Breiðablik en þetta er svolítið öðruvísi verkefni. Ég er mjög spenntur að takast á við þetta,“ sagði Ágúst. Það má sjá allt innslagið og viðtal Gaupa við Ágúst hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu verða ekki á launum í Pepsi Max deildinni næsta sumar Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Gróttu, ætlar ekki að breyta þeim gildum sem skiluðu Gróttu óvænt sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Ágúst tók við liði Gróttu í haust af Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem hafði á tveimur farið með liðið upp úr C-deild og upp í Pepsi Max deild karla. Grótta vann Inkasso deildina síðasta sumar en enginn leikmaður liðsins fékk þá greidd laun. Það mun ekki breytast í deild þeirra bestu. Guðjón Guðmundsson, heimsótti Ágúst Gylfason út á Seltjarnarnes og ræddi við hann um nýja starfið og næsta sumar.Mikil jákvæðni og stemmning „Þetta er bara skemmtilegt verkefni. Allt Seltjarnarnesið þarf að taka sig saman og sýna styrk félagsins. Þannig förum við inn í mótið. Það er mikil jákvæðni og stemmning hérna á nesinu sem við þurfum að nýta okkur,“ sagði Ágúst Gylfason. „Ég er búinn að vera með liðið í um það bil mánuð og maður sér hvað leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig á æfingum og annað. Við ætlum að halda okkar gildum sem hafa verið hérna hjá Gróttu síðustu tvö ár sem er að spila á heimamönnum og á ungum leikmönnum sem eru í liðunum hérna í kring,“ sagði Ágúst. „Það hefur virkað það vel að liðið hefur komist upp um tvær deildir síðustu tvö ár. Við ætlum að halda þeim gildum áfram í úrvalsdeild. Það verður engin breyting þar á og við erum hvergi bangnir,“ sagði Ágúst.Sækja í unga leikmenn í nágrenninu „Þetta verður ævintýri og það er bara um að gera fyrir ykkur fjölmiðlamenn að fylgjast vel með okkur og því sem við ætlum að gera. Ég er ennþá að læra á leikmannahópinn og allt Seltjarnarnesið. Leikmennirnir og aðrir eru að læra á mig. Það tekur smá tíma að aðlagast,“ sagði Ágúst. Ágúst segir samt að það sé alveg klárt að hann muni fá nýja leikmenn inn í leikmannahópinn fyrir næsta sumar. „Við þurfum alveg fjóra til fimm leikmenn en það verður á okkar forsendum. Við sækjumst eftir ungum leikmönnum í liðunum hér í kring og við vonumst til að þeir séu tilbúnir að vera með okkur í verkefni,“ sagði Ágúst. „Ég er búinn að þjálfa bæði Fjölni og Breiðablik en þetta er svolítið öðruvísi verkefni. Ég er mjög spenntur að takast á við þetta,“ sagði Ágúst. Það má sjá allt innslagið og viðtal Gaupa við Ágúst hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu verða ekki á launum í Pepsi Max deildinni næsta sumar
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira