Kraumslistinn 2019 birtur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 3. desember 2019 14:30 Verðlaunahafar ársins 2018: Auður, Bagdad Brothers, Elli Grill, GDRN, Kælan Mikla og ROHT. Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna 2019 voru tilkynntar nú í morgun. 25 íslenskar hljómplötur sem skarað hafa fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika eru valdar úr rúmlega 350 plötum sem dómnefnd hefur farið yfir og hlustað á. Sex plötur af listanum munu svo hljóta Kraumsverðlaunin sjálf sem afhent verða síðar í desember. Mikillar fjölbreytni gætir á listanum í ár, en á honum má finna svartmálm, teknó, tilraunajazz, hipphopp og allt þar á milli. Alls hafa 56 listamenn hlotið Kraumsverðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008, og ríflega 200 hafa verið tilnefndir og þannig komist á Kraumslista. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Arnar Eggert Thoroddsen, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Óli Dóri, Tanya Lind, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. Listann í heild sinni má sjá hér að neðan. Andavald - Undir skyggðarhaldi Ásta Pjetursdóttir - Sykurbað Berglind María Tómasdóttir - Herberging Between Mountains - Between Mountains Bjarki - Happy Earthday Countess Malaise – Hystería Felix Leifur – Brot Grísalappalísa – Týnda rásin Gróa - Í glimmerheimi Gugusar - Martröð Hildur Guðnadóttir - Chernobyl Hist og - Days of Tundra Hlökk - Hulduhljóð Hush - Pandemonial Winds k.óla - Allt verður alltílæ kef LAVÍK – Blautt heitt langt vont sumar Korter í flog – Anna & Bernhard Blume (drepa alla fasista) Kristín Anna - I Must Be the Devil Milena Glowacka - Radiance Myrra Rós - Thought Spun sideproject - sandinista release party / ætla fara godmode Skoffín - Skoffín bjargar heiminum Stormy Daniels - Agi styrkur einbeiting harka úthald hafa gaman Sunna Margrét - Art of History Tumi Árnason / Magnús Trygvason Eliassen - Allt er ómælið Í greininni má heyra hljóðdæmi eftir nokkra af listamönnunum sem tilnefndir eru. Þar á meðal er smáskífan Forever Love með fyrrum múm-meðlimnum Kristínu Önnu, sem kom út á plötunni I Must Be the Devil í ár. Platan er gefin út af Bel-Air Glamour Records, plötufyrirtæki í umsjá Ragnars Kjartanssonar og Ingibjargar Sigurjónsdóttur. Þar að auki má heyra lag með tryllingsteknóverkefninu sideproject, sem ber titilinn Evil Madness, og hlýtur að vera eins konar óður til íslensku raftónlistarsveitarinnar sem innihélt m.a. Jóhann Jóhannsson og Stilluppsteypu-félaga. Lagið Finna fyrir þér með K.óla kom út á plötunni Allt verður alltílæ í sumar, en það mátti einnig heyra í kvikmyndinni geysivinsælu Lof mér að falla. Útgáfurnar hjá k.óla og sideproject eru báðar á vegum listahópsins post-dreifingar, en alls eru fimm útgáfur á listanum tengdar hópnum. Plötur með Gróu, Korteri í flog og Skoffíni eru einnig á vegum post-dreifingar. Hér að neðan má svo heyra eitt af Brotum Felix Leifs úr Brota-hrinu hans sem gefin er út af Lagaffe Tales. Tónlist Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna 2019 voru tilkynntar nú í morgun. 25 íslenskar hljómplötur sem skarað hafa fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika eru valdar úr rúmlega 350 plötum sem dómnefnd hefur farið yfir og hlustað á. Sex plötur af listanum munu svo hljóta Kraumsverðlaunin sjálf sem afhent verða síðar í desember. Mikillar fjölbreytni gætir á listanum í ár, en á honum má finna svartmálm, teknó, tilraunajazz, hipphopp og allt þar á milli. Alls hafa 56 listamenn hlotið Kraumsverðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008, og ríflega 200 hafa verið tilnefndir og þannig komist á Kraumslista. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Arnar Eggert Thoroddsen, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Óli Dóri, Tanya Lind, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. Listann í heild sinni má sjá hér að neðan. Andavald - Undir skyggðarhaldi Ásta Pjetursdóttir - Sykurbað Berglind María Tómasdóttir - Herberging Between Mountains - Between Mountains Bjarki - Happy Earthday Countess Malaise – Hystería Felix Leifur – Brot Grísalappalísa – Týnda rásin Gróa - Í glimmerheimi Gugusar - Martröð Hildur Guðnadóttir - Chernobyl Hist og - Days of Tundra Hlökk - Hulduhljóð Hush - Pandemonial Winds k.óla - Allt verður alltílæ kef LAVÍK – Blautt heitt langt vont sumar Korter í flog – Anna & Bernhard Blume (drepa alla fasista) Kristín Anna - I Must Be the Devil Milena Glowacka - Radiance Myrra Rós - Thought Spun sideproject - sandinista release party / ætla fara godmode Skoffín - Skoffín bjargar heiminum Stormy Daniels - Agi styrkur einbeiting harka úthald hafa gaman Sunna Margrét - Art of History Tumi Árnason / Magnús Trygvason Eliassen - Allt er ómælið Í greininni má heyra hljóðdæmi eftir nokkra af listamönnunum sem tilnefndir eru. Þar á meðal er smáskífan Forever Love með fyrrum múm-meðlimnum Kristínu Önnu, sem kom út á plötunni I Must Be the Devil í ár. Platan er gefin út af Bel-Air Glamour Records, plötufyrirtæki í umsjá Ragnars Kjartanssonar og Ingibjargar Sigurjónsdóttur. Þar að auki má heyra lag með tryllingsteknóverkefninu sideproject, sem ber titilinn Evil Madness, og hlýtur að vera eins konar óður til íslensku raftónlistarsveitarinnar sem innihélt m.a. Jóhann Jóhannsson og Stilluppsteypu-félaga. Lagið Finna fyrir þér með K.óla kom út á plötunni Allt verður alltílæ í sumar, en það mátti einnig heyra í kvikmyndinni geysivinsælu Lof mér að falla. Útgáfurnar hjá k.óla og sideproject eru báðar á vegum listahópsins post-dreifingar, en alls eru fimm útgáfur á listanum tengdar hópnum. Plötur með Gróu, Korteri í flog og Skoffíni eru einnig á vegum post-dreifingar. Hér að neðan má svo heyra eitt af Brotum Felix Leifs úr Brota-hrinu hans sem gefin er út af Lagaffe Tales.
Tónlist Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira