Lagið Á túr yfir jólin vekur athygli Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2019 15:30 Katla Vigdís fer á kostum í myndbandinu bæði með leik og söng. Unga tónlistarkonan Katla Vigdís Vernharðsdóttir, sem þekktust er fyrir hljómsveitina Between Mountains, endurgerði texta við hið þekkta jólalag Svona eru jólin í byrjun desember. Í meðförum Kötlu Vigdísar heitir það Á túr yfir jólin og hefur það vakið mikla athygli á YouTube. Vídjóráð Menntaskólans á Ísafirði framleiddi lagið og myndbandið og með Kötlu Vigdís syngja þær Karólína Sif og Ástrós Helga. Viðfangsefnið vakti athygli Rauða krossins, en vandamálin sem sungið er um eru enn stærri í Malaví. Víða í Malaví, einu fátækasta landi Afríku, hafa sárafátækar stúlkur lítið sem ekkert aðgengi að dömubindum og verður það oft til þess að þær treysta sér ekki til að fara í skólann þá daga sem blæðingarnar eru hvað mestar. Þær missa því allt að viku úr skóla í hverjum mánuði. Blæðingar eru afskaplega skammarlegt umræðuefni í Malaví og því eiga stúlkur oft mjög erfitt með að tjá sig um þessa hluti. Rauði krossinn vinnur ötullega að túrheilbrigði í Malaví og vinnur með skólabörnum í, bæði stúlkum og drengjum, að því að draga úr skömminni og auka fræðslu. „Við gefum skólastúlkum pakka með þremur fjölnota dömubindum og kennum þeim einnig að sauma sér margnota dömubindi, sem þær geta svo gefið systrum sínum, mæðrum, vinkonum, já eða selt til að þéna pening,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. Hægt er að kaupa fjölnota dömubindi til styrktar stúlkum í Malaví í vefverslun Rauða krossins. Hér er hægt að sjá myndbandið við lagið sjálft. Hér að neðan má sjá myndbandið frá Rauða krossinum Tónlist Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Unga tónlistarkonan Katla Vigdís Vernharðsdóttir, sem þekktust er fyrir hljómsveitina Between Mountains, endurgerði texta við hið þekkta jólalag Svona eru jólin í byrjun desember. Í meðförum Kötlu Vigdísar heitir það Á túr yfir jólin og hefur það vakið mikla athygli á YouTube. Vídjóráð Menntaskólans á Ísafirði framleiddi lagið og myndbandið og með Kötlu Vigdís syngja þær Karólína Sif og Ástrós Helga. Viðfangsefnið vakti athygli Rauða krossins, en vandamálin sem sungið er um eru enn stærri í Malaví. Víða í Malaví, einu fátækasta landi Afríku, hafa sárafátækar stúlkur lítið sem ekkert aðgengi að dömubindum og verður það oft til þess að þær treysta sér ekki til að fara í skólann þá daga sem blæðingarnar eru hvað mestar. Þær missa því allt að viku úr skóla í hverjum mánuði. Blæðingar eru afskaplega skammarlegt umræðuefni í Malaví og því eiga stúlkur oft mjög erfitt með að tjá sig um þessa hluti. Rauði krossinn vinnur ötullega að túrheilbrigði í Malaví og vinnur með skólabörnum í, bæði stúlkum og drengjum, að því að draga úr skömminni og auka fræðslu. „Við gefum skólastúlkum pakka með þremur fjölnota dömubindum og kennum þeim einnig að sauma sér margnota dömubindi, sem þær geta svo gefið systrum sínum, mæðrum, vinkonum, já eða selt til að þéna pening,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. Hægt er að kaupa fjölnota dömubindi til styrktar stúlkum í Malaví í vefverslun Rauða krossins. Hér er hægt að sjá myndbandið við lagið sjálft. Hér að neðan má sjá myndbandið frá Rauða krossinum
Tónlist Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira