Kylfusveinn Reeds rekinn úr Forsetabikarnum fyrir að hrinda áhorfanda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2019 11:00 Patrick Reed og kylfusveinninn Kessler Karain. vísir/getty Kylfusveinn Bandaríkjamannsins Patricks Reed hefur verið rekinn úr Forsetabikarnum í golfi fyrir að hrinda áhorfanda. Áhorfendur hafa verið duglegir við að láta Reed heyra það undanfarna þrjá daga. Hann er ekki vinsælasti maðurinn í golfheiminum eftir að hann fékk tveggja högga víti á sig á Hero World Challenge mótinu í síðustu viku fyrir að færa sand til að bæta stöðu sína. Kessler Karain, kylfusveinn og mágur Reeds, fékk nóg af hrópum og köllum áhorfenda í Melbourne í nótt og eftir þriðju umferðina hrinti hann áhorfanda. Í kjölfarið var hann rekinn úr mótinu. Í yfirlýsingu frá Karain sagði hann að hlutverk kylfusveins sé að verja kylfinginn sinn og að áhorfandanum hefði ekki orðið meint. Eina sem hefði gerst var að hann sullaði niður bjór. „Það er ekki til kylfusveinn sem skilur mig ekki,“ sagði Karain sem verður fjarri góðu gamni þegar Reed keppir í tvímenningi á lokadegi Forsetabikarsins í nótt. Þar mætir Reed C.T. Pan. í tvímenningnum í nótt. Reed hefur tapað öllum leikjum sínum í Forsetabikarnum til þessa. Heimsúrvalið er með tveggja vinninga forskot á bandaríska liðið fyrir lokadaginn. Bein útsending frá lokadegi Forsetabikarsins hefst klukkan 23:00 á Stöð 2 Golf. Golf Tengdar fréttir Heimsúrvalið með forystu fyrir lokaumferð Forsetabikarsins Aðeins einni umferð er ólokið í Forsetabikarnum í golfi. 14. desember 2019 09:22 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Kylfusveinn Bandaríkjamannsins Patricks Reed hefur verið rekinn úr Forsetabikarnum í golfi fyrir að hrinda áhorfanda. Áhorfendur hafa verið duglegir við að láta Reed heyra það undanfarna þrjá daga. Hann er ekki vinsælasti maðurinn í golfheiminum eftir að hann fékk tveggja högga víti á sig á Hero World Challenge mótinu í síðustu viku fyrir að færa sand til að bæta stöðu sína. Kessler Karain, kylfusveinn og mágur Reeds, fékk nóg af hrópum og köllum áhorfenda í Melbourne í nótt og eftir þriðju umferðina hrinti hann áhorfanda. Í kjölfarið var hann rekinn úr mótinu. Í yfirlýsingu frá Karain sagði hann að hlutverk kylfusveins sé að verja kylfinginn sinn og að áhorfandanum hefði ekki orðið meint. Eina sem hefði gerst var að hann sullaði niður bjór. „Það er ekki til kylfusveinn sem skilur mig ekki,“ sagði Karain sem verður fjarri góðu gamni þegar Reed keppir í tvímenningi á lokadegi Forsetabikarsins í nótt. Þar mætir Reed C.T. Pan. í tvímenningnum í nótt. Reed hefur tapað öllum leikjum sínum í Forsetabikarnum til þessa. Heimsúrvalið er með tveggja vinninga forskot á bandaríska liðið fyrir lokadaginn. Bein útsending frá lokadegi Forsetabikarsins hefst klukkan 23:00 á Stöð 2 Golf.
Golf Tengdar fréttir Heimsúrvalið með forystu fyrir lokaumferð Forsetabikarsins Aðeins einni umferð er ólokið í Forsetabikarnum í golfi. 14. desember 2019 09:22 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Heimsúrvalið með forystu fyrir lokaumferð Forsetabikarsins Aðeins einni umferð er ólokið í Forsetabikarnum í golfi. 14. desember 2019 09:22