Sigurvegarar Kraumsverðlaunanna 2019 Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. desember 2019 17:15 Sigurvegararnir á verðlaunaafhendingunni í kvöld. kraumur Kraumsverðlaunin voru afhent á Bryggjunni Brugghúsi klukkan 17 í dag. Sex plötur voru valdar af Kraumslistanum, sem telur 25 plötur. Voru þær valdar úr rúmlega 350 íslenskum plötum sem dómnefnd rýndi í. Verðlaunin eru veitt íslenskum hljómplötum sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Eftirfarandi plötur hlutu Kraumsverðlaunin 2019: Between Mountains - Between Mountains Bjarki - Happy Earthday Gróa - Í glimmerheimi Hlökk - Hulduljóð K.óla - Allt verður alltílæ Sunna Margrét - Art of History Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Arnar Eggert Thoroddsen, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Óli Dóri, Tanya Lind, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. Umslög platnanna sem hlutu verðlaunin í ár. Athygli vekur að sigurplöturnar í ár eru allar eftir konur, að undanskildri plötu Bjarka. Vestfirska tvíeykið Between Mountains gaf út sína fyrstu plötu í ár, en þær hafa vakið verðskuldaða athygli síðan þær sigruðu Músíktilraunir árið 2017. Teknógúrkutröllið Bjarki er líklega fremstur meðal íslenskra jafningja en er þó miklu þekktari erlendis heldur en heima fyrir. Gáskafulla pönksveitin Gróa gaf út sína aðra plötu í ár þrátt fyrir að þær stöllur séu ekki enn skriðnar yfir tvítugt. Þær og k.óla eru hluti listahópsins post-dreifingar, en Allt verður alltílæ er einnig önnur plata k.óla, sem er listamannsnafn tónsmíðanemans Katrínar Helgu Ólafsdóttur. Hlökk er listahópur skipaður þeim Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Lilju Maríu Ásmundsdóttur and Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Hulduhljóð er myndræn plata úr þeirra smiðju. Sunna Margrét, sem var áður meðlimur Bloodgroup, gerir sveimandi en brotakennda raftónlist, og blandar henni iðulega við innsetningar og aðra myndræna framsetningu á tónleikum sínum. Hlusta má á vel valin lög af hverri plötu fyrir sig hér að neðan.Between Mountains - Between Mountains Bjarki - Happy Earthday Gróa - Í glimmerheimi Hlökk - Hulduhljóð K.óla - Allt verður alltílæ Sunna Margrét - Art of History Tónlist Tengdar fréttir Kraumslistinn 2019 birtur 25 íslenskar hljómplötur sem skarað hafa fram úr á árinu valdar úr rúmlega 350. 3. desember 2019 14:30 Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Sjá meira
Kraumsverðlaunin voru afhent á Bryggjunni Brugghúsi klukkan 17 í dag. Sex plötur voru valdar af Kraumslistanum, sem telur 25 plötur. Voru þær valdar úr rúmlega 350 íslenskum plötum sem dómnefnd rýndi í. Verðlaunin eru veitt íslenskum hljómplötum sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Eftirfarandi plötur hlutu Kraumsverðlaunin 2019: Between Mountains - Between Mountains Bjarki - Happy Earthday Gróa - Í glimmerheimi Hlökk - Hulduljóð K.óla - Allt verður alltílæ Sunna Margrét - Art of History Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Arnar Eggert Thoroddsen, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Óli Dóri, Tanya Lind, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. Umslög platnanna sem hlutu verðlaunin í ár. Athygli vekur að sigurplöturnar í ár eru allar eftir konur, að undanskildri plötu Bjarka. Vestfirska tvíeykið Between Mountains gaf út sína fyrstu plötu í ár, en þær hafa vakið verðskuldaða athygli síðan þær sigruðu Músíktilraunir árið 2017. Teknógúrkutröllið Bjarki er líklega fremstur meðal íslenskra jafningja en er þó miklu þekktari erlendis heldur en heima fyrir. Gáskafulla pönksveitin Gróa gaf út sína aðra plötu í ár þrátt fyrir að þær stöllur séu ekki enn skriðnar yfir tvítugt. Þær og k.óla eru hluti listahópsins post-dreifingar, en Allt verður alltílæ er einnig önnur plata k.óla, sem er listamannsnafn tónsmíðanemans Katrínar Helgu Ólafsdóttur. Hlökk er listahópur skipaður þeim Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Lilju Maríu Ásmundsdóttur and Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Hulduhljóð er myndræn plata úr þeirra smiðju. Sunna Margrét, sem var áður meðlimur Bloodgroup, gerir sveimandi en brotakennda raftónlist, og blandar henni iðulega við innsetningar og aðra myndræna framsetningu á tónleikum sínum. Hlusta má á vel valin lög af hverri plötu fyrir sig hér að neðan.Between Mountains - Between Mountains Bjarki - Happy Earthday Gróa - Í glimmerheimi Hlökk - Hulduhljóð K.óla - Allt verður alltílæ Sunna Margrét - Art of History
Tónlist Tengdar fréttir Kraumslistinn 2019 birtur 25 íslenskar hljómplötur sem skarað hafa fram úr á árinu valdar úr rúmlega 350. 3. desember 2019 14:30 Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Sjá meira
Kraumslistinn 2019 birtur 25 íslenskar hljómplötur sem skarað hafa fram úr á árinu valdar úr rúmlega 350. 3. desember 2019 14:30