Móðurmál: „Upplifi mig á tímum sem gísl í eigin líkama“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. desember 2019 20:00 Karitas Harpa segir mikilvægt að opna umræðuna um meðgönguþunglyndi. Vísir Karitas Harpa Davíðsdóttir er söngkona og var einnig með útvarpsþátt á Rás 2. Kærastinn hennar heitir Aron Leví Beck og eignuðust þau nýlega sitt fyrsta barn saman en fyrir átti Karitas son úr fyrra sambandi. Karitas segir að það setji sinn svip á fæðingarorlofið að RÚV ákvað að hún myndi ekki koma aftur til vinnu þangað eftir að því líkur.„Þar sem ég var verktaki hafði verið ákveðið að gera samning, þegar ég sagði frá þunguninni, til 1. maí þar sem ég var sett þann ellefta. Það var alltaf talað þannig að nýr samningur yrði svo gerður eftir orlof en svo var síðan ákveðið ekki og mér leið bara ömurlega. Ég hóf orlof og lagði sem sagt upp með að byrja vinnu að einhverju leiti eftir þrjá mánuði í orlofi. Mér hafði gengið erfiðlega að fá nákvæma dagsetningu en ekkert sem benti samt til þess að það væri ekki á plani. Síðan leið tíminn og mér gefið óljós svör í fjóra mánuði sem mér þótti sennilega sárast. Hefði mér bara verið sýnd virðing og verið sagt frá byrjun að ég hefði ekki starf um haustið hefði ég auðvitað farið strax í að leita starfs í stað þess að bíða svars og upplifa áfall án útskýringa með þriggja mánaða barn.“ Karitas Harpa þurfti því að breyta fæðingarorlofinu sínu eftir að fá þessar fréttir. Hún segir að hún verði í 50 % orlofi út árið og svo taki óvissan við. Draumastarf Karitasar er geta lifað og hrærst í tónlist og framkomu. „Það að vinna hjá fjölmiðli, miðla annarra manna tónlist til fólks og koma fram í sjónvarpinu var eitthvað sem mig hafði dreymt um í mörg ár og elskaði ég það starf svo vonandi get ég fundið eitthvað á þeirri hillu aftur.“ Mynd/Úr einkasafni Nafn? Karitas Harpa DavíðsdóttirAldur?28 ára Barn númer? TvöHvernig komstu að því að þú værir ófrísk? „Í bæði skiptin hef ég vitað það áður en hægt var að staðfesta það með pissuprófi, einhver sérstök tilfinning og seyðingur í gangi í leginu.“Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? „Ég var rosalega þreytt, hefði getað sofað allan sólarhringinn. Ég slapp við uppköst en ógleðin lét á sér kræla ef ég passaði ekki að borða reglulega, þyngist til að mynda alltaf mest fyrstu þrjá mánuðina.“Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? „Ætli það hafi ekki komið mér mest á óvart hvað meðgöngur gætu verið misjafnar og hvað ég fann fyrir því líkamlega að vera orðin fimm árum eldri en síðast“ Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? „Kosturinn við að hafa áður gengið með barn er svoldið reynslan og vitneskjan um það sem koma skyldi. Mér þótti talsvert erfiðara að sættast við aukna þyngd, slit og lúið bak á fyrri meðgöngu en nú bara passaði ég að vera í þægilegum fötum, sem pössuðu, nota meðgöngubeltið þegar ég fann bakið þreytast og var ekki eins heltekin af vigtinni, naut þess á margan hátt betur.“ Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? „Heilbrigðisþjónustan í heildina finnst mér halda vel utan um mæður, mikilvægt er að vera hreinskilinn og opinn við þau í mæðravernd því það eru til allskonar upplýsingar, námskeið og önnur úrræði fyrir konur í hinum ýmsu aðstæðum í boði. Ég hef reyndar á báðum meðgöngum hitt einhvernvegin á það að flakka mikið milli ljósmæðra sem hefur sína kosti og galla.“ Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? „Ég varð mikið fyrir salt og savory fyrstu þrjá mánuðina, þykkar samlokur og vel mettandi matur jú og súpur, ég vildi súpur í öll mál. Þegar lengra leið á fékk ég massíft æði fyrir mango, fékk mér svona tvö til þrjú heil mangó á dag helst, það sem gerðist líka var að ég missti mikinn áhuga á eins og sælgæti og súkkulaði sem er mér mjög ólíkt svona dagsdaglega.“ Mynd/Úr einkasafni Fannst ykkur erfitt að velja nafn? „Nei, það gekk eiginlega lygilega vel. Við vorum komin með nöfn á tvær stúlkur og einn dreng fyrir 20 vikna sónar svo stefnan er næst sett á tvíburastúlkur.“Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? „Mér finnst oft á tíðum alveg ofboðslega erfitt andlega að vera ólétt, finnst þetta langur tími, upplifi mig á tímum sem gísl í eigin líkama og hormónin rugla vel í mér.“Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? „Ég elska þegar bumban en orðin vel sýnileg, mér finnst fátt fallegra en formið á óléttri konu eins að finna hreyfingarnar það er svo undursamleg tilfinning, sérstaklega áður en rifbeinin verða fyrir barðinu.“Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? „Í raun ekki beint, það var spítalataskan og svo ræddum við heilmikið saman um ferlið, þar sem þetta var mitt annað skipti en Arons fyrsta, þá bara ræddum við mjög opið aðstæðurnar sem við værum að fara í og hvernig best væri að vera andlega undirbúinn. Hann var algjör klettur, eins og hann hefði bara ekki gert annað.“ Hvernig var fæðingin? „Ég var að malla í gang í svona viku. Ég gekk viku framyfir sem voru mér eiginlega tvær auka vikur þar sem minn eldri kom viku fyrir tímann. Í þessa viku var ég að fá reglulega verki á kvöldin sem duttu þó alltaf niður og ég var alveg viss um að hann væri bara að „trolla“ mig að eilífu. Fimmtudagskvöldið 16. maí stefndi allt í það sama og ég sofnaði í sófanum frammi mjög svekkt og viss um að þetta yrði enn ein nóttin og enn ekkert barn en vaknaði síðan klukkan fjögur með þokkalega sterka verki á fjögurra og hálfs mínútna fresti. Um það bil tveimur klukkustundum síðar vorum við komin niður á fæðingadeild í skoðun og ég þá komin sex í útvíkkun og fylgt inn á stofu þar sem klukkustund síðar var ég komin í átta í útvíkkun. Ég átti minn eldri dreng á Selfossi þar sem ekkert inngrip er í boði og hafði einhvernvegin séð fyrir mér að gera eins núna en eftir rúma klukkustund af orðið sárum verkjum hafði útvíkkunin ekki breyst og ég orðin heldur uppgefin svo ég sárbað um mænudeyfinguna sem ég sá svo sannarlega ekki eftir, ég hefði ekki trúað því hve miklu það breytti. Allt í einu var ég farin að spjalla við viðstadda um Eurovision sem var framundan og meira að segja hlæjandi, útvíkkunin kláraðist þá á örskotsstundu þar sem ég loks náði að slaka á bæði milli og í hríðum og drengurinn kom út á nokkrum rembingum fæddur rétt fyrir tíu um morguninn. Það sem er mér minnistæðast var að eftir fæðingu eldri sonar míns var ég á því að þetta myndi ég aldrei gera aftur, en eftir mænudeyfinguna núna hefði ég alveg skoðað aðra fæðingu strax.“Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? „Mér þykir sú tilfinning í raun ólýsandi með orðum. Eftirvæntingin og biðin hefur verið svo löng að það tekur smá tíma að átta sig á því að þetta sé komið, biðin sé á enda og ég held á þessu litla hjálparvana barni sem bjó inni í mér í níu mánuði.“ Hvað kom mest á óvart við að fæða barn? „Tilfinningin þegar barnið fæðist, það er svo mikill léttir fyrir líkamann þegar allt gusast út og svo magnað að finna síðan líkamann fara úr þessu hríða, rembings ástandi yfir í ró þegar það dettur allt niður.“ Mynd/Úr einkasafni Fengu þið að vita kynið? „Við fengum að vita kynið já, það sem kom mér aðeins á óvart við það, var að fram að 20 viku hafði þessi meðganga verið svo ólík fyrri þ.e.a.s. mín líðan, hreyfingarnar og stemningin í skrokknum en svo þegar ljósmóðirin var að skoða mig með sónarnum og sagði allt í einu „viljið þið vita?“ leit ég á skjáinn og sá strax þennan fína typpaling.“ Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? „Ég er ofboðslega ánægð með það hve mikið hefur verið um að opna hinar ýmsu umræður varðandi þetta ferli undanfarin ár og instagram reikningurinn Kviknar, hefur verið þar mjög framalega en það sem mér þætti kannski mega bæta er umræðan um meðgönguþunglyndi. Það er talað um fæðingarþunglyndið sem getur átt sér stað í kjölfar fæðingar, en það er fullt af konum sem finnst bara mjög erfitt andlega að vera óléttar og fara mjög langt niður og það getur verið ofboðslega flókin og erfið tilfinning því vissulega er maður hamingjusamur og glaður og spenntur fyrir nýjum einstakling en síðan er maður líka mjög langt niðri og fær einskonar samviskubit yfir því að geta ekki bara verið glaður og þakklátur. Æ, þetta er alveg heil umræða allavega sem mér þætti mega opna betur.“ Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? „Já og nei, ég held það fari svolítið eftir því í hvaða umhverfi maður er. Ég hef alveg fundið fyrir svoleiðis pressu sumstaðar frá, þá sennilega helst á samfélagsmiðlum og hinum ýmsu facebook hópum. Sem betur fer finn ég ekkert svoleiðis frá minum allra nánustu og ákvað að velja vandlega í hvernig nethópum ég væri og hvernig miðlum ég fylgdi og hef því ekki fundið eins sterkt fyrir henni og ég kannski gæti Mynd/Úr einkasafni Hver var þín reynsla af brjóstagjöf? „Gekk bara vel með báða strákana, sá eldri var í tíu mánuði en sá yngri ákvað það bara svolítið sjálfur að hætta sex mánaða. Þegar ég segi vel, þá hef ég samt alltaf þurft að hafa mikið fyrir henni, passa að sofa, drekka og borða alveg aðeins meira en nóg og það þarf oft lítið til að hafa áhrif á magnið svo ég ákvað að taka þá pressu af mér að pressa brjóstagjöfinni áfram þegar áhugi hans minnkaði, hann tekur pela og farinn að borða og allir voða hamingjusamir.“Hvernig tók eldri bróðirinn nýja barninu? „Alveg ofboðslega vel, hann sér ekki sólina fyrir litla bróður sínum. Þetta eru auðvitað miklar breytingar sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barns en hann hefur ekki tekið neitt svoleiðis út á þeim litla, sjáum hvernig hann tekur í það þegar sá litli fer að geta elt hann og tekið dótið hans en það hjálpar eflaust að sá litli er hugfanginn af stóra bróður, það er bara enginn í heiminum eins fyndinn og hann.“Finnst þér það hafa breytt sambandinu ykkar að eignast barn saman? „Við vorum reyndar alveg tiltölulega nýbyrjuð saman þegar ég verð ólétt þannig á tímabili hafði hann þekkt mig lengur ólétta en ekki – elsku kallinn, svo ég get ekki sagt það hafi endilega breytt rosalega miklu en það hefur vissulega verið verkefni að kynnast betur undir þessum kringumstæðum og ganga fljótt í ábyrgðarstörf saman í stað þess að hafa kannski mánuði og ár til að deita og dúllast.“ Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? „Gefið ykkur séns, það fer enginn út í þetta kunnandi allt, þú munt gera mistök og klikka á einhverju en það verður allt í lagi. Reyndu að forðast það að bera þig og barnið þitt saman við aðrar mæður og börn. Eins að velja ráðleggingar vel, þú þekkir barnið þitt best.“Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram? „Bara njóta hvers tímabils fyrir sig, missa sig ekki í „það verður svo gaman þegar barnið getur þetta eða hitt“ því þá er auðvelt að missa af.“ Móðurmál Viðtal Tengdar fréttir Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp „Finnst mikilvægt að konur séu meðvitaðar um að ef þeim líður ekki vel að þá er það allt í lagi og það er mjög mikilvægt að þora að tala um það og fá aðstoð“ segir Sylvía Lovetank myndlistarmaður. 25. október 2019 11:45 Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York "Einu sinni kom ég heim úr Costco með heila 40 manna fermingartertu með svona hvítu sykurkremi bara af því að mig langaði svo í hana.” Segir Rós Kristjánsdóttir gullsmíðanemi sem eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun árs með kærasta sínum Þorsteini B. Friðrikssyni framkvæmdarstjóra Tea Time games. 28. september 2019 13:15 Móðurmál: Mikilvægt að bera sig og barnið ekki saman við aðra Andrea Röfn Jónasdóttir segir að fótboltalífið sé alls ekki sá glamúr sem margir halda að það sé. Hún býr ásamt unnusta sínum Arnóri Ingva Traustasyni og Aþenu Röfn dóttur þeirra í Svíþjóð. 28. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál „Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Bíómyndabónorð við gosið sem heppnaðist fullkomlega Makamál Lét tónlistardrauminn loksins rætast eftir fertugt Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Karitas Harpa Davíðsdóttir er söngkona og var einnig með útvarpsþátt á Rás 2. Kærastinn hennar heitir Aron Leví Beck og eignuðust þau nýlega sitt fyrsta barn saman en fyrir átti Karitas son úr fyrra sambandi. Karitas segir að það setji sinn svip á fæðingarorlofið að RÚV ákvað að hún myndi ekki koma aftur til vinnu þangað eftir að því líkur.„Þar sem ég var verktaki hafði verið ákveðið að gera samning, þegar ég sagði frá þunguninni, til 1. maí þar sem ég var sett þann ellefta. Það var alltaf talað þannig að nýr samningur yrði svo gerður eftir orlof en svo var síðan ákveðið ekki og mér leið bara ömurlega. Ég hóf orlof og lagði sem sagt upp með að byrja vinnu að einhverju leiti eftir þrjá mánuði í orlofi. Mér hafði gengið erfiðlega að fá nákvæma dagsetningu en ekkert sem benti samt til þess að það væri ekki á plani. Síðan leið tíminn og mér gefið óljós svör í fjóra mánuði sem mér þótti sennilega sárast. Hefði mér bara verið sýnd virðing og verið sagt frá byrjun að ég hefði ekki starf um haustið hefði ég auðvitað farið strax í að leita starfs í stað þess að bíða svars og upplifa áfall án útskýringa með þriggja mánaða barn.“ Karitas Harpa þurfti því að breyta fæðingarorlofinu sínu eftir að fá þessar fréttir. Hún segir að hún verði í 50 % orlofi út árið og svo taki óvissan við. Draumastarf Karitasar er geta lifað og hrærst í tónlist og framkomu. „Það að vinna hjá fjölmiðli, miðla annarra manna tónlist til fólks og koma fram í sjónvarpinu var eitthvað sem mig hafði dreymt um í mörg ár og elskaði ég það starf svo vonandi get ég fundið eitthvað á þeirri hillu aftur.“ Mynd/Úr einkasafni Nafn? Karitas Harpa DavíðsdóttirAldur?28 ára Barn númer? TvöHvernig komstu að því að þú værir ófrísk? „Í bæði skiptin hef ég vitað það áður en hægt var að staðfesta það með pissuprófi, einhver sérstök tilfinning og seyðingur í gangi í leginu.“Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? „Ég var rosalega þreytt, hefði getað sofað allan sólarhringinn. Ég slapp við uppköst en ógleðin lét á sér kræla ef ég passaði ekki að borða reglulega, þyngist til að mynda alltaf mest fyrstu þrjá mánuðina.“Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? „Ætli það hafi ekki komið mér mest á óvart hvað meðgöngur gætu verið misjafnar og hvað ég fann fyrir því líkamlega að vera orðin fimm árum eldri en síðast“ Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? „Kosturinn við að hafa áður gengið með barn er svoldið reynslan og vitneskjan um það sem koma skyldi. Mér þótti talsvert erfiðara að sættast við aukna þyngd, slit og lúið bak á fyrri meðgöngu en nú bara passaði ég að vera í þægilegum fötum, sem pössuðu, nota meðgöngubeltið þegar ég fann bakið þreytast og var ekki eins heltekin af vigtinni, naut þess á margan hátt betur.“ Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? „Heilbrigðisþjónustan í heildina finnst mér halda vel utan um mæður, mikilvægt er að vera hreinskilinn og opinn við þau í mæðravernd því það eru til allskonar upplýsingar, námskeið og önnur úrræði fyrir konur í hinum ýmsu aðstæðum í boði. Ég hef reyndar á báðum meðgöngum hitt einhvernvegin á það að flakka mikið milli ljósmæðra sem hefur sína kosti og galla.“ Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? „Ég varð mikið fyrir salt og savory fyrstu þrjá mánuðina, þykkar samlokur og vel mettandi matur jú og súpur, ég vildi súpur í öll mál. Þegar lengra leið á fékk ég massíft æði fyrir mango, fékk mér svona tvö til þrjú heil mangó á dag helst, það sem gerðist líka var að ég missti mikinn áhuga á eins og sælgæti og súkkulaði sem er mér mjög ólíkt svona dagsdaglega.“ Mynd/Úr einkasafni Fannst ykkur erfitt að velja nafn? „Nei, það gekk eiginlega lygilega vel. Við vorum komin með nöfn á tvær stúlkur og einn dreng fyrir 20 vikna sónar svo stefnan er næst sett á tvíburastúlkur.“Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? „Mér finnst oft á tíðum alveg ofboðslega erfitt andlega að vera ólétt, finnst þetta langur tími, upplifi mig á tímum sem gísl í eigin líkama og hormónin rugla vel í mér.“Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? „Ég elska þegar bumban en orðin vel sýnileg, mér finnst fátt fallegra en formið á óléttri konu eins að finna hreyfingarnar það er svo undursamleg tilfinning, sérstaklega áður en rifbeinin verða fyrir barðinu.“Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? „Í raun ekki beint, það var spítalataskan og svo ræddum við heilmikið saman um ferlið, þar sem þetta var mitt annað skipti en Arons fyrsta, þá bara ræddum við mjög opið aðstæðurnar sem við værum að fara í og hvernig best væri að vera andlega undirbúinn. Hann var algjör klettur, eins og hann hefði bara ekki gert annað.“ Hvernig var fæðingin? „Ég var að malla í gang í svona viku. Ég gekk viku framyfir sem voru mér eiginlega tvær auka vikur þar sem minn eldri kom viku fyrir tímann. Í þessa viku var ég að fá reglulega verki á kvöldin sem duttu þó alltaf niður og ég var alveg viss um að hann væri bara að „trolla“ mig að eilífu. Fimmtudagskvöldið 16. maí stefndi allt í það sama og ég sofnaði í sófanum frammi mjög svekkt og viss um að þetta yrði enn ein nóttin og enn ekkert barn en vaknaði síðan klukkan fjögur með þokkalega sterka verki á fjögurra og hálfs mínútna fresti. Um það bil tveimur klukkustundum síðar vorum við komin niður á fæðingadeild í skoðun og ég þá komin sex í útvíkkun og fylgt inn á stofu þar sem klukkustund síðar var ég komin í átta í útvíkkun. Ég átti minn eldri dreng á Selfossi þar sem ekkert inngrip er í boði og hafði einhvernvegin séð fyrir mér að gera eins núna en eftir rúma klukkustund af orðið sárum verkjum hafði útvíkkunin ekki breyst og ég orðin heldur uppgefin svo ég sárbað um mænudeyfinguna sem ég sá svo sannarlega ekki eftir, ég hefði ekki trúað því hve miklu það breytti. Allt í einu var ég farin að spjalla við viðstadda um Eurovision sem var framundan og meira að segja hlæjandi, útvíkkunin kláraðist þá á örskotsstundu þar sem ég loks náði að slaka á bæði milli og í hríðum og drengurinn kom út á nokkrum rembingum fæddur rétt fyrir tíu um morguninn. Það sem er mér minnistæðast var að eftir fæðingu eldri sonar míns var ég á því að þetta myndi ég aldrei gera aftur, en eftir mænudeyfinguna núna hefði ég alveg skoðað aðra fæðingu strax.“Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? „Mér þykir sú tilfinning í raun ólýsandi með orðum. Eftirvæntingin og biðin hefur verið svo löng að það tekur smá tíma að átta sig á því að þetta sé komið, biðin sé á enda og ég held á þessu litla hjálparvana barni sem bjó inni í mér í níu mánuði.“ Hvað kom mest á óvart við að fæða barn? „Tilfinningin þegar barnið fæðist, það er svo mikill léttir fyrir líkamann þegar allt gusast út og svo magnað að finna síðan líkamann fara úr þessu hríða, rembings ástandi yfir í ró þegar það dettur allt niður.“ Mynd/Úr einkasafni Fengu þið að vita kynið? „Við fengum að vita kynið já, það sem kom mér aðeins á óvart við það, var að fram að 20 viku hafði þessi meðganga verið svo ólík fyrri þ.e.a.s. mín líðan, hreyfingarnar og stemningin í skrokknum en svo þegar ljósmóðirin var að skoða mig með sónarnum og sagði allt í einu „viljið þið vita?“ leit ég á skjáinn og sá strax þennan fína typpaling.“ Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? „Ég er ofboðslega ánægð með það hve mikið hefur verið um að opna hinar ýmsu umræður varðandi þetta ferli undanfarin ár og instagram reikningurinn Kviknar, hefur verið þar mjög framalega en það sem mér þætti kannski mega bæta er umræðan um meðgönguþunglyndi. Það er talað um fæðingarþunglyndið sem getur átt sér stað í kjölfar fæðingar, en það er fullt af konum sem finnst bara mjög erfitt andlega að vera óléttar og fara mjög langt niður og það getur verið ofboðslega flókin og erfið tilfinning því vissulega er maður hamingjusamur og glaður og spenntur fyrir nýjum einstakling en síðan er maður líka mjög langt niðri og fær einskonar samviskubit yfir því að geta ekki bara verið glaður og þakklátur. Æ, þetta er alveg heil umræða allavega sem mér þætti mega opna betur.“ Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? „Já og nei, ég held það fari svolítið eftir því í hvaða umhverfi maður er. Ég hef alveg fundið fyrir svoleiðis pressu sumstaðar frá, þá sennilega helst á samfélagsmiðlum og hinum ýmsu facebook hópum. Sem betur fer finn ég ekkert svoleiðis frá minum allra nánustu og ákvað að velja vandlega í hvernig nethópum ég væri og hvernig miðlum ég fylgdi og hef því ekki fundið eins sterkt fyrir henni og ég kannski gæti Mynd/Úr einkasafni Hver var þín reynsla af brjóstagjöf? „Gekk bara vel með báða strákana, sá eldri var í tíu mánuði en sá yngri ákvað það bara svolítið sjálfur að hætta sex mánaða. Þegar ég segi vel, þá hef ég samt alltaf þurft að hafa mikið fyrir henni, passa að sofa, drekka og borða alveg aðeins meira en nóg og það þarf oft lítið til að hafa áhrif á magnið svo ég ákvað að taka þá pressu af mér að pressa brjóstagjöfinni áfram þegar áhugi hans minnkaði, hann tekur pela og farinn að borða og allir voða hamingjusamir.“Hvernig tók eldri bróðirinn nýja barninu? „Alveg ofboðslega vel, hann sér ekki sólina fyrir litla bróður sínum. Þetta eru auðvitað miklar breytingar sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barns en hann hefur ekki tekið neitt svoleiðis út á þeim litla, sjáum hvernig hann tekur í það þegar sá litli fer að geta elt hann og tekið dótið hans en það hjálpar eflaust að sá litli er hugfanginn af stóra bróður, það er bara enginn í heiminum eins fyndinn og hann.“Finnst þér það hafa breytt sambandinu ykkar að eignast barn saman? „Við vorum reyndar alveg tiltölulega nýbyrjuð saman þegar ég verð ólétt þannig á tímabili hafði hann þekkt mig lengur ólétta en ekki – elsku kallinn, svo ég get ekki sagt það hafi endilega breytt rosalega miklu en það hefur vissulega verið verkefni að kynnast betur undir þessum kringumstæðum og ganga fljótt í ábyrgðarstörf saman í stað þess að hafa kannski mánuði og ár til að deita og dúllast.“ Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? „Gefið ykkur séns, það fer enginn út í þetta kunnandi allt, þú munt gera mistök og klikka á einhverju en það verður allt í lagi. Reyndu að forðast það að bera þig og barnið þitt saman við aðrar mæður og börn. Eins að velja ráðleggingar vel, þú þekkir barnið þitt best.“Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram? „Bara njóta hvers tímabils fyrir sig, missa sig ekki í „það verður svo gaman þegar barnið getur þetta eða hitt“ því þá er auðvelt að missa af.“
Móðurmál Viðtal Tengdar fréttir Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp „Finnst mikilvægt að konur séu meðvitaðar um að ef þeim líður ekki vel að þá er það allt í lagi og það er mjög mikilvægt að þora að tala um það og fá aðstoð“ segir Sylvía Lovetank myndlistarmaður. 25. október 2019 11:45 Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York "Einu sinni kom ég heim úr Costco með heila 40 manna fermingartertu með svona hvítu sykurkremi bara af því að mig langaði svo í hana.” Segir Rós Kristjánsdóttir gullsmíðanemi sem eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun árs með kærasta sínum Þorsteini B. Friðrikssyni framkvæmdarstjóra Tea Time games. 28. september 2019 13:15 Móðurmál: Mikilvægt að bera sig og barnið ekki saman við aðra Andrea Röfn Jónasdóttir segir að fótboltalífið sé alls ekki sá glamúr sem margir halda að það sé. Hún býr ásamt unnusta sínum Arnóri Ingva Traustasyni og Aþenu Röfn dóttur þeirra í Svíþjóð. 28. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál „Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Bíómyndabónorð við gosið sem heppnaðist fullkomlega Makamál Lét tónlistardrauminn loksins rætast eftir fertugt Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp „Finnst mikilvægt að konur séu meðvitaðar um að ef þeim líður ekki vel að þá er það allt í lagi og það er mjög mikilvægt að þora að tala um það og fá aðstoð“ segir Sylvía Lovetank myndlistarmaður. 25. október 2019 11:45
Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York "Einu sinni kom ég heim úr Costco með heila 40 manna fermingartertu með svona hvítu sykurkremi bara af því að mig langaði svo í hana.” Segir Rós Kristjánsdóttir gullsmíðanemi sem eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun árs með kærasta sínum Þorsteini B. Friðrikssyni framkvæmdarstjóra Tea Time games. 28. september 2019 13:15
Móðurmál: Mikilvægt að bera sig og barnið ekki saman við aðra Andrea Röfn Jónasdóttir segir að fótboltalífið sé alls ekki sá glamúr sem margir halda að það sé. Hún býr ásamt unnusta sínum Arnóri Ingva Traustasyni og Aþenu Röfn dóttur þeirra í Svíþjóð. 28. nóvember 2019 20:00