Danski framherjinn Morten Beck Guldsmed leikur með FH á næsta tímabili.
Morten lék með FH seinni hluta síðasta tímabils og gerði góða hluti.
Hann skoraði átta mörk í átta leikjum í Pepsi Max-deildinni, þ.á.m. tvær þrennur. Þá skoraði Daninn eitt mark í tveimur leikjum í Mjólkurbikarnum.
Morten lék með KR sumarið 2016. Hann skoraði þá sex mörk í 21 deildarleik. Hann hefur alls skorað 15 mörk í 32 leikjum í deild og bikar hér á landi.
FH endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði fyrir Víkingi R. í úrslitum Mjólkurbikarsins.
Morten Beck tekur slaginn með FH næsta sumar

Tengdar fréttir

Helsingborg kaupir Brand Olsen af FH
Brandur Olsen spilar ekki með FH-ingum í Pepsi Max deildinni næsta sumar því hann er kominn til Svíþjóðar.