Nýting herbergja á hótelum á Austurlandi hafur aukist til muna á þessu ári, 2019. Alls var nýtingin 47,3 prósent á árinu en einungis 40 prósent í fyrra. Þetta er langhæsta herbergjanýting sem mælst hefur á Austurlandi. Sú mesta hafði áður mælst 40,4 prósent árið 2017.
Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans.
Austurland virðist skera sig úr því miðað við tölur Ferðamálastofu fyrir desember hefur herbergjanýting á landsvísu dregið saman á árinu.
Herbergjanýting nær nýjum hæðum á Austurlandi
