Twitter-síðan (Un)informed Handball Hour setti inn skemmtilega færslu á síðu sinna í gær þar sem þeir óskuðu eftir hjálp almennings.
Þar óskuðu þeir eftir hjálp við að velja besta lið áratugarins í alheims handboltanum og einnig átti að velja stjórann.
Rasmus Boyesen, er leikmaður Ribe-Esbjerg í Danmörku, en einnig er hann einn helsti handboltaspekingurinn í dag. Heldur hann úti líflegri Twitter-síðu um handbolta.
Þjálfari áratugarins að mati Rasmus var Akureyringurinn Alfreð Gíslason sem hætti með Kiel í sumar eftir ellefu tímabil.
This was a very difficult task! I’ve looked at the performances over the entire period rather than the top level. My team of the decade:
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 23, 2019
Thierry Omeyer
Uwe Gensheimer
Mikkel Hansen
Nikola Karabatic
Laszlo Nagy
Lasse Svan
Julen Aguinagalde
Gedeon Guardiola
Alfred Gislason https://t.co/k2VSPH5bpR
Alfreð tók við Kiel 2008 og lét af störfum í sumar. Undir hans stjórn varð Kiel sex sinnum þýskur meistari, sex sinnum bikarmeistari, vann Meistaradeild Evrópu tvisvar sinnum og EHF-bikarinn einu sinni.