Ferill Margrétar Láru gerður upp: „Fallegur endir á fallegri sögu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2019 13:30 Margrét Lára faðmar systur sína, Elísu, eftir 5-1 sigur Vals á Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna. Með sigrinum tryggði Valur sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 2010. vísir/daníel Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, lagði skóna á hilluna í haust. Hún varð Íslandsmeistari í Val og skoraði 15 mörk í Pepsi Max-deild kvenna. Rætt var við Margréti Láru í annál um íslenska kvennaknattspyrnu 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Fyrir tímabilið sagðist Margrét Lára ekki hafa verið búin að ákveða að hætta í haust. „Kannski ekki alveg fyrir sumarið. En hvernig það þróaðist, að við ættum rosalega góðan möguleika á að verða Íslandsmeistarar og hvar ég var persónulega. Ég var að skora mörk og var leikmaður sem skipti máli fyrir mitt lið,“ sagði Margrét Lára í samtali við Helenu Ólafsdóttur í annálnum. „Það hefur alltaf skipt mig máli, að vera leikmaður sem hefur sitt að segja fyrir liðið. Mér fannst ég vera á ofboðslega góðum stað hvað það varðar og hef alltaf dreymt að loka ferlinum á þann hátt, helst með titli.“ Margrét Lára í sínum síðasta leik á ferlinum, 0-6 sigri Íslands á Lettlandi í undankeppni EM 2021. „Ég held að kveðjustundin hefði ekki getað verið betri. Síðasti leikurinn var með landsliðinu og ég skoraði með minni síðustu snertingu. Það var eins og rómantískt ævintýri. Mér fannst þetta fallegur endir á fallegri sögu,“ sagði Margrét Lára. Samherjar, mótherjar, þjálfarar og sérfræðingar tjáðu sig einnig um Margréti Láru í annálnum. Pétur Pétursson, sem þjálfaði Margréti Láru síðustu tvö tímabilin hennar, segir að afrek hennar verði seint toppuð. „Sjálfsagt er einhver sem mun koma en miðað við það sem búin að gera á ég bágt með að trúa að það verði gert aftur,“ sagði Pétur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Margrét Lára um ferilinn EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, lagði skóna á hilluna í haust. Hún varð Íslandsmeistari í Val og skoraði 15 mörk í Pepsi Max-deild kvenna. Rætt var við Margréti Láru í annál um íslenska kvennaknattspyrnu 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Fyrir tímabilið sagðist Margrét Lára ekki hafa verið búin að ákveða að hætta í haust. „Kannski ekki alveg fyrir sumarið. En hvernig það þróaðist, að við ættum rosalega góðan möguleika á að verða Íslandsmeistarar og hvar ég var persónulega. Ég var að skora mörk og var leikmaður sem skipti máli fyrir mitt lið,“ sagði Margrét Lára í samtali við Helenu Ólafsdóttur í annálnum. „Það hefur alltaf skipt mig máli, að vera leikmaður sem hefur sitt að segja fyrir liðið. Mér fannst ég vera á ofboðslega góðum stað hvað það varðar og hef alltaf dreymt að loka ferlinum á þann hátt, helst með titli.“ Margrét Lára í sínum síðasta leik á ferlinum, 0-6 sigri Íslands á Lettlandi í undankeppni EM 2021. „Ég held að kveðjustundin hefði ekki getað verið betri. Síðasti leikurinn var með landsliðinu og ég skoraði með minni síðustu snertingu. Það var eins og rómantískt ævintýri. Mér fannst þetta fallegur endir á fallegri sögu,“ sagði Margrét Lára. Samherjar, mótherjar, þjálfarar og sérfræðingar tjáðu sig einnig um Margréti Láru í annálnum. Pétur Pétursson, sem þjálfaði Margréti Láru síðustu tvö tímabilin hennar, segir að afrek hennar verði seint toppuð. „Sjálfsagt er einhver sem mun koma en miðað við það sem búin að gera á ég bágt með að trúa að það verði gert aftur,“ sagði Pétur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Margrét Lára um ferilinn
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55