Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. maí 2020 09:00 Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi segir að í kreppu felist líka tækifæri. Vísir/Vilhelm „Kreppur skapa tækifæri. Stundum þarf heimsfaraldur til að byrja á einhverju nýju,“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi um samning sem undirritaður var í gær við Dale Carnegie í Póllandi. Hann byggir á nýju samstarfi þar sem pólskumælandi íbúum hérlendis verður boðið upp á Live Online þjálfun. Jón segir hugmyndina svo sem ekki nýja af nálinni því af og til í gegnum árin, hafi komið upp hugmynd að vera með námskeiðin á pólsku. „Vegna ferðakostnaðar hefur þetta alltaf reynst of kostnaðarsamt en nú þegar við erum byrjuð að bjóða upp á Live Online námskeið á netinu hverfa öll landamæri.“ Að sögn Jóns hefur margt breyst síðustu vikurnar, þar sem fjarvinna, netverslun og margt fleira hefur stóraukist. Það sem fólk taldi sig ekki geta fyrir stuttu síðan er í dag orðið raunhæft. Að sögn Jóns er námskeiðinu ætlað að ýta undir jákvæðni fólks. „Eðlilega hefur svona ástand áhrif á viðhorf margra og óttinn og óvissan getur haft þau áhrif að fólk skríður inn í skelina og missir frumkvæði og framleiðni minnkar í kjölfarið,“ segir Jón og bætir við „Þessi vinnustofa byggir á streitureglum Dale Carnegie og hvað við getum gert til að efla eigin viðhorf. Við þurfum að taka stjórn á aðstæðum og gera það sem við getum.“ Jón segir að námskeið á netinu séu einföld í framkvæmd og ódýrari en ella. Hann segir tíu aðila frá einu fyrirtæki nú þegar skráð á fyrsta námskeiðið en það hefst þann 27.maí næstkomandi. Við undirbúning á þessu hafi hins vegar komið í ljós að sumir pólskumælandi íbúar á Íslandi hafa ekki aðgang að tölvum. Úr því var leyst með því að fá tölvustofu í menntaskóla að láni. „Það er svo frábært að finna að á Íslandi hjálpast allir að til að láta hlutina ganga og allir eru til í að hugsa út fyrir boxið,“ segir Jón. Aðspurður um það hvort hann telji pólskumælandi þjálfunina geta leitt til frekari þjónustu fyrir aðra innflytjendur á Íslandi segir Jón að svo gæti vel farið því allt efni hjá Dale Carnegie er til á 30 tungumálum. „Nú er tækifæri til að nýtja tæknina og nota tímann þegar margir eru í skertu starfshlutfalli og sækja sér endurmenntun á hvaða tungumáli sem er,“ segir Jón. Þess má geta að í mars síðastliðnum hóf Vísir að birta fréttir fyrir pólskumælandi íbúa, sjá nánar hér. Góðu ráðin Innflytjendamál Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
„Kreppur skapa tækifæri. Stundum þarf heimsfaraldur til að byrja á einhverju nýju,“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi um samning sem undirritaður var í gær við Dale Carnegie í Póllandi. Hann byggir á nýju samstarfi þar sem pólskumælandi íbúum hérlendis verður boðið upp á Live Online þjálfun. Jón segir hugmyndina svo sem ekki nýja af nálinni því af og til í gegnum árin, hafi komið upp hugmynd að vera með námskeiðin á pólsku. „Vegna ferðakostnaðar hefur þetta alltaf reynst of kostnaðarsamt en nú þegar við erum byrjuð að bjóða upp á Live Online námskeið á netinu hverfa öll landamæri.“ Að sögn Jóns hefur margt breyst síðustu vikurnar, þar sem fjarvinna, netverslun og margt fleira hefur stóraukist. Það sem fólk taldi sig ekki geta fyrir stuttu síðan er í dag orðið raunhæft. Að sögn Jóns er námskeiðinu ætlað að ýta undir jákvæðni fólks. „Eðlilega hefur svona ástand áhrif á viðhorf margra og óttinn og óvissan getur haft þau áhrif að fólk skríður inn í skelina og missir frumkvæði og framleiðni minnkar í kjölfarið,“ segir Jón og bætir við „Þessi vinnustofa byggir á streitureglum Dale Carnegie og hvað við getum gert til að efla eigin viðhorf. Við þurfum að taka stjórn á aðstæðum og gera það sem við getum.“ Jón segir að námskeið á netinu séu einföld í framkvæmd og ódýrari en ella. Hann segir tíu aðila frá einu fyrirtæki nú þegar skráð á fyrsta námskeiðið en það hefst þann 27.maí næstkomandi. Við undirbúning á þessu hafi hins vegar komið í ljós að sumir pólskumælandi íbúar á Íslandi hafa ekki aðgang að tölvum. Úr því var leyst með því að fá tölvustofu í menntaskóla að láni. „Það er svo frábært að finna að á Íslandi hjálpast allir að til að láta hlutina ganga og allir eru til í að hugsa út fyrir boxið,“ segir Jón. Aðspurður um það hvort hann telji pólskumælandi þjálfunina geta leitt til frekari þjónustu fyrir aðra innflytjendur á Íslandi segir Jón að svo gæti vel farið því allt efni hjá Dale Carnegie er til á 30 tungumálum. „Nú er tækifæri til að nýtja tæknina og nota tímann þegar margir eru í skertu starfshlutfalli og sækja sér endurmenntun á hvaða tungumáli sem er,“ segir Jón. Þess má geta að í mars síðastliðnum hóf Vísir að birta fréttir fyrir pólskumælandi íbúa, sjá nánar hér.
Góðu ráðin Innflytjendamál Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira