Kóp Boi bæjarlistamaður Kópavogs Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2020 14:30 Frá viðburðinum í Vatnsendaskóla fyrr í dag. Kópavogsbær Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör er bæjarlistamaður Kópavogs 2020, en tilkynnt var um valið í gamla skóla listamannsins, Vatnsendaskóla í Kópavogi, í dag á 65 ára afmæli Kópavogsbæjar að viðstöddum unglingum í 10. bekk skólans. Í tilkynningu frá bænum segir að Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs hafi kynnt tilnefninguna að viðstöddum Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs. Herra Hnetusmjör tekur við keflinu af Rögnu Fróðadóttur textílhönnuði og myndlistarmanni. „Herra Hnetusmjör hefur skapað sér sess sem einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar undanfarin ár. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, átt plötu ársins og verið valinn flytjandi ársins á Hlustendaverðlaununum árin 2019 og 2020. Herra Hnetusmjör hefur ekki farið leynt með stolt sitt af því að vera Kópavogsbúi og borið hróður bæjarins víða allt frá því að hann hóf að starfa sem tónlistarmaður árið 2014. Í textum hans er Kópavogur alltaf í forgrunni og hefur verið frá upphafi. Herra Hnetusmjör er einn stofnenda og liðsmaður fjöllistahópsins og útgáfunnar KBE (Kóp Bois Entertainment) sem gefið hefur út fjórar plötur og fjölmörg lög. Herra Hnetusmjör stýrði sjónvarpsþáttaröðinni Kling kling í Sjónvarpi Símans á síðasta ári og rekur skemmtistaðinn 203 í miðbæ Reykjavíkur, en staðurinn vísar til póstnúmersins í Kópavogi. Um þessar mundir nýtur Herra Hnetusmjör sín í föðurhlutverkinu ásamt því að vinna hörðum höndum að næstu plötu sem ætti að líta dagsins ljós fyrir árslok,“ segir í tilkynningunni. Haft eftir Herra Hnetusmjöri að það sé alveg geggjað að fá viðurkenninguna frá Kópavogsbæ eftir að hafa lagt alla þessa vinnu inn. Þetta sé þvílíkur heiður og hann sé gríðarlega þakklátur. „Ég ætla að skjóta tónlistarmyndband um allan Kópavog á stöðum sem hafa mótað mig. Mig langar líka að koma sem flestum Kópavogsbúum í myndbandið en ég mun fara nánar út í þetta verkefni þegar þar að kemur. Ég þakka kærlega fyrir stuðninginn frá Kópavogsbúum gegnum árin og þakka Kópavogsbæ fyrir viðurkenninguna,“ er haft eftir listamanninum. Kópavogur Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör er bæjarlistamaður Kópavogs 2020, en tilkynnt var um valið í gamla skóla listamannsins, Vatnsendaskóla í Kópavogi, í dag á 65 ára afmæli Kópavogsbæjar að viðstöddum unglingum í 10. bekk skólans. Í tilkynningu frá bænum segir að Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs hafi kynnt tilnefninguna að viðstöddum Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs. Herra Hnetusmjör tekur við keflinu af Rögnu Fróðadóttur textílhönnuði og myndlistarmanni. „Herra Hnetusmjör hefur skapað sér sess sem einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar undanfarin ár. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, átt plötu ársins og verið valinn flytjandi ársins á Hlustendaverðlaununum árin 2019 og 2020. Herra Hnetusmjör hefur ekki farið leynt með stolt sitt af því að vera Kópavogsbúi og borið hróður bæjarins víða allt frá því að hann hóf að starfa sem tónlistarmaður árið 2014. Í textum hans er Kópavogur alltaf í forgrunni og hefur verið frá upphafi. Herra Hnetusmjör er einn stofnenda og liðsmaður fjöllistahópsins og útgáfunnar KBE (Kóp Bois Entertainment) sem gefið hefur út fjórar plötur og fjölmörg lög. Herra Hnetusmjör stýrði sjónvarpsþáttaröðinni Kling kling í Sjónvarpi Símans á síðasta ári og rekur skemmtistaðinn 203 í miðbæ Reykjavíkur, en staðurinn vísar til póstnúmersins í Kópavogi. Um þessar mundir nýtur Herra Hnetusmjör sín í föðurhlutverkinu ásamt því að vinna hörðum höndum að næstu plötu sem ætti að líta dagsins ljós fyrir árslok,“ segir í tilkynningunni. Haft eftir Herra Hnetusmjöri að það sé alveg geggjað að fá viðurkenninguna frá Kópavogsbæ eftir að hafa lagt alla þessa vinnu inn. Þetta sé þvílíkur heiður og hann sé gríðarlega þakklátur. „Ég ætla að skjóta tónlistarmyndband um allan Kópavog á stöðum sem hafa mótað mig. Mig langar líka að koma sem flestum Kópavogsbúum í myndbandið en ég mun fara nánar út í þetta verkefni þegar þar að kemur. Ég þakka kærlega fyrir stuðninginn frá Kópavogsbúum gegnum árin og þakka Kópavogsbæ fyrir viðurkenninguna,“ er haft eftir listamanninum.
Kópavogur Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira