30 dagar í Pepsi Max: 62 ár síðan að efsta deildin byrjaði síðast í júní Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 12:00 Albert Guðmundsson, fyrsti atvinnumaður Íslendinga í knattspyrnu, spilaði opnunarleikirnn þegar Íslandsmótið í knattspyrnu hófst síðan í júnímánuði. Getty/S&G/PA Images Það gerðist síðast á sjötta áratug síðustu aldar að Íslandsmótið í knattspyrnu hófst eftir 1. júní. Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 30 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í dag ætlum við að skoða það hvenær Íslandsmótið í knattspyrnu var síðast sett í júnímánuði líkt og það er gert í ár vegna COVID-19. Days without football: 5 8 When a 17-year-old Pele helped Brazil win their first-ever World Cup trophy back in 1958 pic.twitter.com/2GjY3NBLaX— B/R Football (@brfootball) May 9, 2020 Þegar Íslandsmótið var sett á gamla Melavellinum 19. júní 1958 þá hafði Pele ekki enn skorað mark á heimsmeistaramóti, John F. Kennedy var enn bara öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, framtíðar Bítlarnir John Lennon, Paul McCartney og George Harrison voru enn í hljómsveitinni Quarrymen, Ásgeir Ásgeirsson var forseti Íslands og Albert Guðmundsson var enn að spila í íslensku deildinni. Íslandsmótið 1958 var síðasta tímabilið þar sem var leikin bara einföld umferð en frá og með sumrinu 1959 léku liðin heima og að heiman. Fyrsti leikurinn sumarið 1958 var á milli Skagamanna og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar en Albert Guðmundsson var þarna kominn heim úr atvinnumennsku og var spilandi þjálfari hjá ÍBH. Þórður Þórðarson, faðir Ólafs og Teits, var í skotskónum í þessum leik og skoraði öll þrjú mörkin í 3-1 sigri ÍA-liðsins. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Það gerðist síðast á sjötta áratug síðustu aldar að Íslandsmótið í knattspyrnu hófst eftir 1. júní. Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 30 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í dag ætlum við að skoða það hvenær Íslandsmótið í knattspyrnu var síðast sett í júnímánuði líkt og það er gert í ár vegna COVID-19. Days without football: 5 8 When a 17-year-old Pele helped Brazil win their first-ever World Cup trophy back in 1958 pic.twitter.com/2GjY3NBLaX— B/R Football (@brfootball) May 9, 2020 Þegar Íslandsmótið var sett á gamla Melavellinum 19. júní 1958 þá hafði Pele ekki enn skorað mark á heimsmeistaramóti, John F. Kennedy var enn bara öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, framtíðar Bítlarnir John Lennon, Paul McCartney og George Harrison voru enn í hljómsveitinni Quarrymen, Ásgeir Ásgeirsson var forseti Íslands og Albert Guðmundsson var enn að spila í íslensku deildinni. Íslandsmótið 1958 var síðasta tímabilið þar sem var leikin bara einföld umferð en frá og með sumrinu 1959 léku liðin heima og að heiman. Fyrsti leikurinn sumarið 1958 var á milli Skagamanna og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar en Albert Guðmundsson var þarna kominn heim úr atvinnumennsku og var spilandi þjálfari hjá ÍBH. Þórður Þórðarson, faðir Ólafs og Teits, var í skotskónum í þessum leik og skoraði öll þrjú mörkin í 3-1 sigri ÍA-liðsins.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira