Föðurland: Bundinn fyrir lífstíð, besti díll í heimi Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 14. maí 2020 20:00 Aðsend mynd Sverrir Bergmann söngvari og Kristín Eva Geirsdóttir, lögfræðingur, eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun febrúar. Makamál fengu að heyra í Sverri um nýja hlutverkið og reynsluna sem föður af meðgöngu og fæðingu. Sverrir segir Covid19 og ástandið í samfélaginu hvorki hafa haft mikil áhrif á meðgönguna né fæðinguna, sem betur fer. En orlofið segir hann þó ekki hafa verið hefðbundið. „Við höfum verið í sjálfskipaðri einangrun og í raun ekkert hitt almennilega af fólki fyrr en núna eftir 4. maí. Og vegna samkomubanns þá er ég ekkert að syngja fyrir fólk sem er jú atvinna mín.“ Þannig að núna reyni ég að nýta tímann í það að vera með konunni minni og nýfædda barninu mínu og að skapa ný lög og teikna myndir. Þá bíð ég spenntur eftir nýjum þætti af „The Last Dance“ á Netflix í hverri viku, spila tölvuleiki og óska þess að NBA fari nú að byrja bráðlega og að bóluefni fari að finnast fyrir þessari veiru. Aðsend mynd Nafn? Sverrir Bergmann Magnússon. Aldur? 39 ára (Fertugur 13.nóvember). Hvernig tilfinning var að komast að því að þú værir að verða faðir í fyrsta skipti? Það var stórkostleg tilfinning sem ég passaði mig þó að fagna ekki of mikið. Maður einhvern veginn býst alltaf við því versta og vonar það besta. Konan vildi endilega fá mig með sér út í göngutúr en ég hafði þá nýverið stútað á mér báðum hnjánum í körfubolta þannig að ég lagði ekki í það. Við fórum þó alla leið út á pall þar sem hún sýndi mér óléttuprufuna og við knúsuðumst og fögnuðum því að verða foreldrar. Í miðju knúseríinu kom nágranni minn vaggandi yfir, þá hafði hann nýverið slitið krossband og var eitthvað bara að spjalla, algerlega óafvitandi hvað var í gangi. Þannig að fréttin um að ég væri að verða faðir var meiðslablendin á margan veg. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni? Ég gerði allt sem ég gat gert. Ég tók þann pólinn í hæðina að gera allt sem í mínu valdi stóð til þess að láta konunni líða sem best andlega og líkamlega. Konan leggur í raun langmesta erfiðið á sig og því best að reyna að vera sem stuðningsaðili á allan mögulegan hátt. Aðsend mynd Mér var til dæmis bannað að fara í ræktina og koma mér í form á meðan að hún var að stækka og stækka. Ég settist því bara við hliðina á henni, helti kóki í glasið, setti poppskálina í kjöltuna og gerði mitt besta! Leitaðir þú eftir einhverri fræðslu á meðgöngunni? Nei, ekki mikið. Við vorum með góða ljósmóður sem var dugleg að fræða okkur um allt það sem við þurftum að vita þegar við þurftum. Það er svo mikið af allskyns upplýsingum sem auðvelt er að komast að í gegnum netið og því ber að vara sig. Þær geta bæði verið rangar og/eða kvíðavaldandi. Fannst þér þú ná að tengjast ófædda barninu? Ekki beint barninu sjálfu. En ég og konan tengdumst enn betur á þessum tíma. Þetta var okkar verkefni sem við ætluðum að klára saman. Upplifðir þú einhverja vanmáttartilfinningu á meðgöngunni? Já, ég upplifði vanmátt. Alveg helling. Ég endaði bara á því að sætta mig við að ég vissi ekki neitt og að það væri bara allt í lagi. Ég gerði bara það sem ég gat gert og var óhræddur að spyrja mig til um ef ég var óviss, sama hversu kjánaleg spurningin var. Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna? Við annars vegar buðum í kaffi og sýndum svo sónarmyndina og svo hringdum við í þá sem voru lengra í burtu með myndsímtali (Video Chat) og sýndum sónar mynd. Aðsend mynd Fenguð þið að vita kynið? Já, við fengum að vita kynið og héldum svona kynjaveislu þar sem kynið kom í ljós með því að skera köku sem góður vinur minn bakaði fyrir mig. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Nei, í raun ekki. Við fengum allar upplýsingar sem við þurftum frá ljósmóðurinni og vorum dugleg að spyrjast fyrir um þegar einhverjar spurningar vöknuðu. Var eitthvað sem þér fannst erfitt við meðgönguna sjálfa? Ekki þannig. Maður var vissulega með í maganum við tólf og tuttugu vikna skoðunina um að allt væri í lagi og öllum liði vel. En meðgangan fór konunni minni svo vel að ég þurfti litlar áhyggjur að hafa. Það var bara hlegið og étið mest allan tímann þó svo að hormónarnir hafi vissulega alveg látið vita af sér af og til. Hvað fannst þér skemmtilegast að upplifa á meðgöngunni sem maki? Að fylgjast með konunni minni stækka og dafna. Að vera sá sem hún treysti á. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Hvað er konan komin langt? Er allt tilbúið? Eruði búin að ákveða nafn? Og fleiri basic spurningar sem fólk spyr. Er eitthvað sem þér finnst vanta inn í umfjöllunina eða fræðslu fyrir verðandi feður? Það mættu vera einhverjir aðilar sem hægt væri að heyra í til að fá ráð eða bara spjalla við. Jafnvel þá bara að stofna svona pabbagrúppur á facebook eftir mánuðum eins og mömmurnar gera. Fóruð þið á fæðingarnámskeið? Neibb. Hvernig leið þér fyrir fæðinguna? Spenntur og kvíðinn, akkúrat rétta blandan fyrir komandi átök. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk í fæðingunni? Ég var stoðin. Ég var til staðar. Ég var með allt klárt ef hún þurfti eitthvað. Hvort sem það var Otrivin sprey í nebbann eða átján lítrar af Coke Zero. Þá var ég klár! Hvernig tilfinning var það að sjá barnið í fyrsta skipti? Ólýsanlegt í raun. Hrein gleði. Mikill léttir. Aðsend mynd Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar sem nýbakaður faðir? Þá hélt áfram þessi fasi að vita ekki neitt og reyna bara að gera sitt besta. Ég áttaði mig svo smátt og smátt, dag eftir dag, að ég væri orðinn pabbi. Tókstu þér fæðingarorlof? Já, strax eftir að barnið fæddist. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Það gekk mjög vel og kom í raun báðum á óvart. Hún var nefnd í höfuðið á ömmum sínum með smá dass af Bergmann. Ásta Bertha Bergmann. Aðsend mynd Hvað kom þér mest á óvart við það að verða faðir? Hvað allir aðrir feður opnuðu sig við mig. Allt í einu fékk ég að sjá nýja hlið á öllum mínum félögum og vinum sem áttu barn fyrir. Eins og ég hefði verið boðinn velkominn í pabbaklúbbinn. Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar? Bara enn meiri festa. Við erum orðin bundin fyrir lífstíð. Sem er besti díll í heimi fyrir mig, skítadíll fyrir hana, haha! Einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú hefur til verðandi feðra?Það er allt í lagi að vita ekki neitt. Aðsend mynd Makamál þakka Sverri kærlega fyrir spjallið og óska nýju fjölskyldunni innilega til hamingju með lífið og tilveruna. Föðurland Tengdar fréttir Einhleypan: Þórunn Antonía býr yfir mörgum leyndum hæfileikum Einhleypa vikunnar er engin önnur en söngkonan og sjarmatröllið Þórunn Antonía Magnúsdóttir. 13. maí 2020 20:00 Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Nýtt trend hefur skapast á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem fólk notar frumlegar og skemmtilegar leiðir til að koma „út úr skápnum“ og opinbera kynhneigð sína. 12. maí 2020 22:00 Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Hvernig ætli stefnumótalíf einhleypra Íslendinga sé á tímum COVID-19 og samkomubanns? Makamál heyrðu í nokkrum einhleypum einstaklingum og fengu að heyra hvað þau höfðu að segja um ástandið. 12. maí 2020 20:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál „Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“ Makamál Matarást: Hvað eldar Eva Laufey fyrir ástina? Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Sverrir Bergmann söngvari og Kristín Eva Geirsdóttir, lögfræðingur, eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun febrúar. Makamál fengu að heyra í Sverri um nýja hlutverkið og reynsluna sem föður af meðgöngu og fæðingu. Sverrir segir Covid19 og ástandið í samfélaginu hvorki hafa haft mikil áhrif á meðgönguna né fæðinguna, sem betur fer. En orlofið segir hann þó ekki hafa verið hefðbundið. „Við höfum verið í sjálfskipaðri einangrun og í raun ekkert hitt almennilega af fólki fyrr en núna eftir 4. maí. Og vegna samkomubanns þá er ég ekkert að syngja fyrir fólk sem er jú atvinna mín.“ Þannig að núna reyni ég að nýta tímann í það að vera með konunni minni og nýfædda barninu mínu og að skapa ný lög og teikna myndir. Þá bíð ég spenntur eftir nýjum þætti af „The Last Dance“ á Netflix í hverri viku, spila tölvuleiki og óska þess að NBA fari nú að byrja bráðlega og að bóluefni fari að finnast fyrir þessari veiru. Aðsend mynd Nafn? Sverrir Bergmann Magnússon. Aldur? 39 ára (Fertugur 13.nóvember). Hvernig tilfinning var að komast að því að þú værir að verða faðir í fyrsta skipti? Það var stórkostleg tilfinning sem ég passaði mig þó að fagna ekki of mikið. Maður einhvern veginn býst alltaf við því versta og vonar það besta. Konan vildi endilega fá mig með sér út í göngutúr en ég hafði þá nýverið stútað á mér báðum hnjánum í körfubolta þannig að ég lagði ekki í það. Við fórum þó alla leið út á pall þar sem hún sýndi mér óléttuprufuna og við knúsuðumst og fögnuðum því að verða foreldrar. Í miðju knúseríinu kom nágranni minn vaggandi yfir, þá hafði hann nýverið slitið krossband og var eitthvað bara að spjalla, algerlega óafvitandi hvað var í gangi. Þannig að fréttin um að ég væri að verða faðir var meiðslablendin á margan veg. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni? Ég gerði allt sem ég gat gert. Ég tók þann pólinn í hæðina að gera allt sem í mínu valdi stóð til þess að láta konunni líða sem best andlega og líkamlega. Konan leggur í raun langmesta erfiðið á sig og því best að reyna að vera sem stuðningsaðili á allan mögulegan hátt. Aðsend mynd Mér var til dæmis bannað að fara í ræktina og koma mér í form á meðan að hún var að stækka og stækka. Ég settist því bara við hliðina á henni, helti kóki í glasið, setti poppskálina í kjöltuna og gerði mitt besta! Leitaðir þú eftir einhverri fræðslu á meðgöngunni? Nei, ekki mikið. Við vorum með góða ljósmóður sem var dugleg að fræða okkur um allt það sem við þurftum að vita þegar við þurftum. Það er svo mikið af allskyns upplýsingum sem auðvelt er að komast að í gegnum netið og því ber að vara sig. Þær geta bæði verið rangar og/eða kvíðavaldandi. Fannst þér þú ná að tengjast ófædda barninu? Ekki beint barninu sjálfu. En ég og konan tengdumst enn betur á þessum tíma. Þetta var okkar verkefni sem við ætluðum að klára saman. Upplifðir þú einhverja vanmáttartilfinningu á meðgöngunni? Já, ég upplifði vanmátt. Alveg helling. Ég endaði bara á því að sætta mig við að ég vissi ekki neitt og að það væri bara allt í lagi. Ég gerði bara það sem ég gat gert og var óhræddur að spyrja mig til um ef ég var óviss, sama hversu kjánaleg spurningin var. Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna? Við annars vegar buðum í kaffi og sýndum svo sónarmyndina og svo hringdum við í þá sem voru lengra í burtu með myndsímtali (Video Chat) og sýndum sónar mynd. Aðsend mynd Fenguð þið að vita kynið? Já, við fengum að vita kynið og héldum svona kynjaveislu þar sem kynið kom í ljós með því að skera köku sem góður vinur minn bakaði fyrir mig. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Nei, í raun ekki. Við fengum allar upplýsingar sem við þurftum frá ljósmóðurinni og vorum dugleg að spyrjast fyrir um þegar einhverjar spurningar vöknuðu. Var eitthvað sem þér fannst erfitt við meðgönguna sjálfa? Ekki þannig. Maður var vissulega með í maganum við tólf og tuttugu vikna skoðunina um að allt væri í lagi og öllum liði vel. En meðgangan fór konunni minni svo vel að ég þurfti litlar áhyggjur að hafa. Það var bara hlegið og étið mest allan tímann þó svo að hormónarnir hafi vissulega alveg látið vita af sér af og til. Hvað fannst þér skemmtilegast að upplifa á meðgöngunni sem maki? Að fylgjast með konunni minni stækka og dafna. Að vera sá sem hún treysti á. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Hvað er konan komin langt? Er allt tilbúið? Eruði búin að ákveða nafn? Og fleiri basic spurningar sem fólk spyr. Er eitthvað sem þér finnst vanta inn í umfjöllunina eða fræðslu fyrir verðandi feður? Það mættu vera einhverjir aðilar sem hægt væri að heyra í til að fá ráð eða bara spjalla við. Jafnvel þá bara að stofna svona pabbagrúppur á facebook eftir mánuðum eins og mömmurnar gera. Fóruð þið á fæðingarnámskeið? Neibb. Hvernig leið þér fyrir fæðinguna? Spenntur og kvíðinn, akkúrat rétta blandan fyrir komandi átök. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk í fæðingunni? Ég var stoðin. Ég var til staðar. Ég var með allt klárt ef hún þurfti eitthvað. Hvort sem það var Otrivin sprey í nebbann eða átján lítrar af Coke Zero. Þá var ég klár! Hvernig tilfinning var það að sjá barnið í fyrsta skipti? Ólýsanlegt í raun. Hrein gleði. Mikill léttir. Aðsend mynd Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar sem nýbakaður faðir? Þá hélt áfram þessi fasi að vita ekki neitt og reyna bara að gera sitt besta. Ég áttaði mig svo smátt og smátt, dag eftir dag, að ég væri orðinn pabbi. Tókstu þér fæðingarorlof? Já, strax eftir að barnið fæddist. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Það gekk mjög vel og kom í raun báðum á óvart. Hún var nefnd í höfuðið á ömmum sínum með smá dass af Bergmann. Ásta Bertha Bergmann. Aðsend mynd Hvað kom þér mest á óvart við það að verða faðir? Hvað allir aðrir feður opnuðu sig við mig. Allt í einu fékk ég að sjá nýja hlið á öllum mínum félögum og vinum sem áttu barn fyrir. Eins og ég hefði verið boðinn velkominn í pabbaklúbbinn. Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar? Bara enn meiri festa. Við erum orðin bundin fyrir lífstíð. Sem er besti díll í heimi fyrir mig, skítadíll fyrir hana, haha! Einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú hefur til verðandi feðra?Það er allt í lagi að vita ekki neitt. Aðsend mynd Makamál þakka Sverri kærlega fyrir spjallið og óska nýju fjölskyldunni innilega til hamingju með lífið og tilveruna.
Föðurland Tengdar fréttir Einhleypan: Þórunn Antonía býr yfir mörgum leyndum hæfileikum Einhleypa vikunnar er engin önnur en söngkonan og sjarmatröllið Þórunn Antonía Magnúsdóttir. 13. maí 2020 20:00 Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Nýtt trend hefur skapast á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem fólk notar frumlegar og skemmtilegar leiðir til að koma „út úr skápnum“ og opinbera kynhneigð sína. 12. maí 2020 22:00 Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Hvernig ætli stefnumótalíf einhleypra Íslendinga sé á tímum COVID-19 og samkomubanns? Makamál heyrðu í nokkrum einhleypum einstaklingum og fengu að heyra hvað þau höfðu að segja um ástandið. 12. maí 2020 20:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál „Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“ Makamál Matarást: Hvað eldar Eva Laufey fyrir ástina? Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Einhleypan: Þórunn Antonía býr yfir mörgum leyndum hæfileikum Einhleypa vikunnar er engin önnur en söngkonan og sjarmatröllið Þórunn Antonía Magnúsdóttir. 13. maí 2020 20:00
Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Nýtt trend hefur skapast á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem fólk notar frumlegar og skemmtilegar leiðir til að koma „út úr skápnum“ og opinbera kynhneigð sína. 12. maí 2020 22:00
Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Hvernig ætli stefnumótalíf einhleypra Íslendinga sé á tímum COVID-19 og samkomubanns? Makamál heyrðu í nokkrum einhleypum einstaklingum og fengu að heyra hvað þau höfðu að segja um ástandið. 12. maí 2020 20:00