Góð ráð fyrir verkefnalistann og forgangsröðun verkefna Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. apríl 2020 09:00 Gunnar Jónatansson framkvæmdastjóri og aðalþjálfari IBT á Íslandi segir algeng mistök fólks þegar það gerir verkefnalista vera þau að of mörg verkefni eru sett á listann. „Gerð verkefnalista er ekki átaksverkefni heldur leið til að halda sig að verki og eins er verkefnalisti mjög góð leið til að losa um verkefnaálag og áhyggur af því að gleyma að gera einhver tiltekin verk,“ segir Gunnar Jónatansson framkvæmdastjóri og aðalþjálfari IBT á Íslandi. „Þegar mikið gengur á í kollinum þá er það mjög streitulosandi að skrifa iður hvað þurfi að gera í þeim málum sem við hugsum um,“ segir Gunnar og bætir við „Það hafa margir sérfræðingar látið ljós sitt skína um hvaða aðferð er best að viðhalda og vinna með verkefnalista. Mín persónulega reynsla er sú að það er ekki til nein ein rétt leið. Venjur og reynsla manna er misjöfn og allir finna sína leið á endanum ef þeir hafa þolinmæði til.“ Gunnar hefur próf í verkefnastjórnun frá HÍ og markþjálfun frá Evolvia og IBT Learning & Development. Hann segir fólk almennt sífellt vera að leita leiða til að gera meira. „Það les greinar eins og þessa, gúgglar eftir góðum ráðum, ræðir málin á starfsmannafundum og manna á milli,“ segir Gunnar og bendir á að krafan er sífellt háværari um færra fólk og meira framlag hjá hverjum og einum. En hvernig getum við gert góðan verkefnalista fyrir daginn? Gunnar segir algengustu mistökin sem fólk gerir með verkefnalistann einkum vera tvenn: „Í fyrsta lagi að skrá of mörg verkefni niður og í framhaldi af þeim vanda að vera feimin við að henda af listanum því sem ekki stendur til að gera í nánustu framtíð eða jafnvel aldrei,“ segir Gunnar. Að sögn Gunnars er skýringin á því að listinn verður of oft of langur sú að alls konar hugmyndir vakna oft hjá manni sjálfum eða samstarfsmönnum, sem gerir það að verkum að á endanum eru alls kyns aðgerðir komnar á verkefnalistann. Fyrsta ráðið er að læra að segja NEI við ákveðnum verkefnum. Gunnar segir að eflaust sé ekki auðvelt að segja nei við yfirmann sinn eða samstarfsfélaga. Hins vegar sé það svo að enginn kemst yfir allt. „Við erum öll með fulla dagskrá nú þegar og ef eitthvað bætist við þá dregur það úr öðrum aðgerðum. Málið er að öll vinna tekur tíma og öll vinna fer fram í tíma,“ segir Gunnar. Það næsta er síðan að spyrja sjálfan sig: Hvað bý ég til, hvert er mitt framlag, hvað þarf að gera? Svörin við þessum spurningum mynda lista. Þegar listinn kemst síðan til framkvæmda segir Gunnar mikilvægt að vinna ekki að fleiri en tveimur forgangsmálum á sama tíma. Þegar þeim er lokið, á að ákveða hver ný forgangsverkefni eru. En hvernig á að forgangsraða? Gunnar tekur dæmi um verkefnalista þar sem búið er að skrifa niður tíu verkefni. Til að ákveða á hverju á að byrja er gott að styðjast við Pareito lögmálið, sem oft er kallað 80/20 reglan. „Þetta er reglan um hið litla sem skilar miklu. Að 80% af söluhagnaði komi frá 20% viðskiptavina. Að 80% af truflunum sé frá 20% af samstarfsfólki,“ segir Gunnar. Í samhengi við verkefnalistann þýðir þetta að tvö af þeim tíu verkefnum sem eru á listanum, muni skila 80% af ávinningi vinnudagsins. Að sögn Gunnars er ekki alltaf augljóst hvaða tvö verkefni það eru. Ein öflugasta starfsþróun sem hver getur sinnt í sínu starfi er leitin að þessu svari. Hvað tiltölulega fáu verkefni skila þér og þínu fyrirtæki mestum ávinningi með þínu framlagi. Sá sem það veit, er mjög mikils virði í sínu starfi, segir Gunnar að lokum. Góðu ráðin Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Norwegian flýgur milli Keflavíkur og Alicante Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Sjá meira
„Gerð verkefnalista er ekki átaksverkefni heldur leið til að halda sig að verki og eins er verkefnalisti mjög góð leið til að losa um verkefnaálag og áhyggur af því að gleyma að gera einhver tiltekin verk,“ segir Gunnar Jónatansson framkvæmdastjóri og aðalþjálfari IBT á Íslandi. „Þegar mikið gengur á í kollinum þá er það mjög streitulosandi að skrifa iður hvað þurfi að gera í þeim málum sem við hugsum um,“ segir Gunnar og bætir við „Það hafa margir sérfræðingar látið ljós sitt skína um hvaða aðferð er best að viðhalda og vinna með verkefnalista. Mín persónulega reynsla er sú að það er ekki til nein ein rétt leið. Venjur og reynsla manna er misjöfn og allir finna sína leið á endanum ef þeir hafa þolinmæði til.“ Gunnar hefur próf í verkefnastjórnun frá HÍ og markþjálfun frá Evolvia og IBT Learning & Development. Hann segir fólk almennt sífellt vera að leita leiða til að gera meira. „Það les greinar eins og þessa, gúgglar eftir góðum ráðum, ræðir málin á starfsmannafundum og manna á milli,“ segir Gunnar og bendir á að krafan er sífellt háværari um færra fólk og meira framlag hjá hverjum og einum. En hvernig getum við gert góðan verkefnalista fyrir daginn? Gunnar segir algengustu mistökin sem fólk gerir með verkefnalistann einkum vera tvenn: „Í fyrsta lagi að skrá of mörg verkefni niður og í framhaldi af þeim vanda að vera feimin við að henda af listanum því sem ekki stendur til að gera í nánustu framtíð eða jafnvel aldrei,“ segir Gunnar. Að sögn Gunnars er skýringin á því að listinn verður of oft of langur sú að alls konar hugmyndir vakna oft hjá manni sjálfum eða samstarfsmönnum, sem gerir það að verkum að á endanum eru alls kyns aðgerðir komnar á verkefnalistann. Fyrsta ráðið er að læra að segja NEI við ákveðnum verkefnum. Gunnar segir að eflaust sé ekki auðvelt að segja nei við yfirmann sinn eða samstarfsfélaga. Hins vegar sé það svo að enginn kemst yfir allt. „Við erum öll með fulla dagskrá nú þegar og ef eitthvað bætist við þá dregur það úr öðrum aðgerðum. Málið er að öll vinna tekur tíma og öll vinna fer fram í tíma,“ segir Gunnar. Það næsta er síðan að spyrja sjálfan sig: Hvað bý ég til, hvert er mitt framlag, hvað þarf að gera? Svörin við þessum spurningum mynda lista. Þegar listinn kemst síðan til framkvæmda segir Gunnar mikilvægt að vinna ekki að fleiri en tveimur forgangsmálum á sama tíma. Þegar þeim er lokið, á að ákveða hver ný forgangsverkefni eru. En hvernig á að forgangsraða? Gunnar tekur dæmi um verkefnalista þar sem búið er að skrifa niður tíu verkefni. Til að ákveða á hverju á að byrja er gott að styðjast við Pareito lögmálið, sem oft er kallað 80/20 reglan. „Þetta er reglan um hið litla sem skilar miklu. Að 80% af söluhagnaði komi frá 20% viðskiptavina. Að 80% af truflunum sé frá 20% af samstarfsfólki,“ segir Gunnar. Í samhengi við verkefnalistann þýðir þetta að tvö af þeim tíu verkefnum sem eru á listanum, muni skila 80% af ávinningi vinnudagsins. Að sögn Gunnars er ekki alltaf augljóst hvaða tvö verkefni það eru. Ein öflugasta starfsþróun sem hver getur sinnt í sínu starfi er leitin að þessu svari. Hvað tiltölulega fáu verkefni skila þér og þínu fyrirtæki mestum ávinningi með þínu framlagi. Sá sem það veit, er mjög mikils virði í sínu starfi, segir Gunnar að lokum.
Góðu ráðin Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Norwegian flýgur milli Keflavíkur og Alicante Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Sjá meira