Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 21:00 Guðmundur B. Ólason er formaður HSÍ. vísir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir að ákvörðunin hafi auðvitað verið erfið en hann segir að eftir tilkynningar síðustu daga hafi verið ljóst að það væri erfitt að klára yfirstandandi tímabil. „Þetta er ákvörðun sem við erum búin að bíða með að taka þangað til að við vorum komin með alveg fullnægjandi upplýsingar. Það var eiginlega alveg ljóst að við hefðum ekki getað klárað mótið miðað við þær upplýsingar sem við fengum um samkomubannið og jafnframt að það yrði afnumið á lengri tíma,“ sagði Guðmundur í Seinni bylgjunni. „Þá lá eiginlega alveg fyrir að þessi tveggja metra reglan sem gerir mönnum ekki kleift að æfa, að hún yrði ekki afnumin fyrr en hugsanlega um miðjan eða seinni hlutann af maí. Þetta er ályktun sem við drögum af þessum upplýsingum sem við höfum fengið og þá var ljóst að við gátum ekki klárað mótið.“ Hann segir að þetta snúist ekki bara um hvenær menn geta byrjað að spila heldur þurfi menn nokkrar vikur til þess að koma sér í gang og forða leikmönnum frá meiðslum. „Þetta snýst líka um það, sem fólk gerir sér ekki grein fyrir, að áður en við gætum spilað þá hefðu liðin þurft að æfa í tvær til þrjár vikur til þess að komast í form og koma í veg fyrir meiðslahættu. Þegar þetta er skoðað í heild sinni, að við gætum ekki byrjað að æfa fyrr en um miðjan eða seinni part maí, þá erum við komin svo langt fram í júní að þá koma önnur vandamál upp.“ Einhverjir hafa sett spurningarmerki við ákvörðun HSÍ, afhverju hún þurfi að koma núna en einhverjir vildu bíða enn frekar með að taka ákvörðunina. „Það er einfaldlega útaf því að fjórða maí þá byrjar þetta að afnumast í hlutum, vonum við. Þá byrja menn ekki á tveggja metra reglunin - heldur stækka hópinn og gera hann að 50 manna eða 100 manna hópum til að koma atvinnulífinu í gang. Ég hugsa að það verði í algjörum forgangi og tveggja metra reglan er líklega sú síðasta sem menn munu afnuma.“ „Auðvitað gætum við hugsanlega beðið lengur en það er alveg ljóst að miðað við þessar tímasetningar þá hefðum við þurft að spila mótið fram í júní. Þá erum við komin með önnur vandamál eins og félagaskiptaglugginn er 1. júní og menn eru byrjaðir að skipta um lið. Það eru alls konar flækjur inn í það og svo koma enn fleiri þegar landsliðið kemur inn. Þyrftum við þá að gera hlé - svo þetta var niðurstaðan og tókum lýðræðislega umræðu inn í hreyfingunni. Menn voru byrjaðir að kalla eftir því að það kæmi ákvörðun og þess vegna var þetta niðurstaðan.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Formaður HSÍ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Íslenski handboltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir að ákvörðunin hafi auðvitað verið erfið en hann segir að eftir tilkynningar síðustu daga hafi verið ljóst að það væri erfitt að klára yfirstandandi tímabil. „Þetta er ákvörðun sem við erum búin að bíða með að taka þangað til að við vorum komin með alveg fullnægjandi upplýsingar. Það var eiginlega alveg ljóst að við hefðum ekki getað klárað mótið miðað við þær upplýsingar sem við fengum um samkomubannið og jafnframt að það yrði afnumið á lengri tíma,“ sagði Guðmundur í Seinni bylgjunni. „Þá lá eiginlega alveg fyrir að þessi tveggja metra reglan sem gerir mönnum ekki kleift að æfa, að hún yrði ekki afnumin fyrr en hugsanlega um miðjan eða seinni hlutann af maí. Þetta er ályktun sem við drögum af þessum upplýsingum sem við höfum fengið og þá var ljóst að við gátum ekki klárað mótið.“ Hann segir að þetta snúist ekki bara um hvenær menn geta byrjað að spila heldur þurfi menn nokkrar vikur til þess að koma sér í gang og forða leikmönnum frá meiðslum. „Þetta snýst líka um það, sem fólk gerir sér ekki grein fyrir, að áður en við gætum spilað þá hefðu liðin þurft að æfa í tvær til þrjár vikur til þess að komast í form og koma í veg fyrir meiðslahættu. Þegar þetta er skoðað í heild sinni, að við gætum ekki byrjað að æfa fyrr en um miðjan eða seinni part maí, þá erum við komin svo langt fram í júní að þá koma önnur vandamál upp.“ Einhverjir hafa sett spurningarmerki við ákvörðun HSÍ, afhverju hún þurfi að koma núna en einhverjir vildu bíða enn frekar með að taka ákvörðunina. „Það er einfaldlega útaf því að fjórða maí þá byrjar þetta að afnumast í hlutum, vonum við. Þá byrja menn ekki á tveggja metra reglunin - heldur stækka hópinn og gera hann að 50 manna eða 100 manna hópum til að koma atvinnulífinu í gang. Ég hugsa að það verði í algjörum forgangi og tveggja metra reglan er líklega sú síðasta sem menn munu afnuma.“ „Auðvitað gætum við hugsanlega beðið lengur en það er alveg ljóst að miðað við þessar tímasetningar þá hefðum við þurft að spila mótið fram í júní. Þá erum við komin með önnur vandamál eins og félagaskiptaglugginn er 1. júní og menn eru byrjaðir að skipta um lið. Það eru alls konar flækjur inn í það og svo koma enn fleiri þegar landsliðið kemur inn. Þyrftum við þá að gera hlé - svo þetta var niðurstaðan og tókum lýðræðislega umræðu inn í hreyfingunni. Menn voru byrjaðir að kalla eftir því að það kæmi ákvörðun og þess vegna var þetta niðurstaðan.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Formaður HSÍ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Íslenski handboltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira