Hörður þreyttur á ónafngreindum heimildarmönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2020 12:26 Hörður Arnarson flytur ræðu á aðalfundi Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar skýtur fast á heimildarmenn Morgunblaðsins vegna frétta af hugleiðingum Rio Tinto þess efnis að fyrirtækið íhugi að loka álverinu í Straumsvík og stefna Landsvirkjun. Morgunblaðið greindi frá því í morgun og vísaði í heimildarmenn sína að Rio Tinto leitaði allra leiða til að stemma stigu við taprekstri og væri að undirbúa málaferli gegn Landsvirkjun með það fyrir augum að losna undan stórum hluta þeirrar kaupskyldu á rafmagni sem fyrirtækið er undir. Landsvirkjun og Rio Tinto eiga í viðræðum um þá kröfu Rio Tinto að raforkusamningur vegna álversins verði endurskoðaður. Landsvirkjun hefur óskað eftir því að trúnaði verði létt af samningnum við Rio Tinto til að tryggja gagnsæi í viðræðum en Rio Tinto hafi ekki orðið við því. Fullyrðingar sem aldrei hafi heyrst í viðræðum „Í Morgunblaðinu í dag fara ónafngreindir heimildarmenn blaðsins fram með fullyrðingar sem aldrei hafa komið fram í viðræðum fyrirtækjanna – og fulltrúar Rio Tinto í þeim viðræðum geta staðfest - þ.e. að Rio Tinto íhugi nú að leggja niður starfsemi í Straumsvík í tvö ár og sé jafnframt að íhuga málaferli gegn Landvirkjun, til að fá raforkusamningi hnekkt,“ segir Hörður. Þá sé því jafnframt haldið fram, að nýundirritaðir kjarasamningar Rio Tinto við starfsmenn séu háðir því skilyrði að nýir raforkusamningar náist fyrir júnílok. „Það sætir auðvitað furðu, ef rétt er, að alþjóðlega risafyrirtækið Rio Tinto hafi skilyrt kjarasamninga við starfsmenn sína á Íslandi aðgerðum fyrirtækis í eigu íslensku þjóðarinnar, sem hefur ekkert með þá kjarasamninga að gera.“ Hörður segir heimildarmönnum Morgunblaðsins tíðrætt um erfiða afkomu Rio Tinto. Minnir á arðgreiðslur „Það blasir auðvitað við að staða fyrirtækja almennt er ákaflega erfið um þessar mundir. Í fréttum af erfiðleikum Rio Tinto og taprekstri undanfarinna ára í Straumsvík er því hins vegar sjaldan haldið á lofti að álverið hér greiddi móðurfélagi sínu 130 milljónir dollara í arð árið 2017. Á þeim tíma var sú arðgreiðsla hærri en samanlagðar skattgreiðslur og allur arður Landsvirkjunar frá upphafi til eiganda síns, íslensku þjóðarinnar.“ 130 milljónir dollara svara til um átján milljarða íslenskra króna í dag. Frumlegasta fullyrðing heimildarmanna Morgunblaðsins sé hins vegar sú, að álverið í Straumsvík ætli í mál þar sem orkan til álversins sé ekki frá vatnsaflsvirkjunum, eins og um hafi verið samið. „Samkvæmt raforkureikningum sé orkan í raun frá kola- og kjarnorkuverum og því um vörusvik að ræða gagnvart Rio Tinto. Þarna beita heimildarmennirnir því ómerkilega bragði að ýta undir algengan misskilning um eðli svokallaðra upprunavottorða, sem Landsvirkjun selur og skapa fyrirtækinu og þar með íslensku þjóðinni auknar tekjur af auðlind sinni.“ Landsvirkjun Orkumál Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar skýtur fast á heimildarmenn Morgunblaðsins vegna frétta af hugleiðingum Rio Tinto þess efnis að fyrirtækið íhugi að loka álverinu í Straumsvík og stefna Landsvirkjun. Morgunblaðið greindi frá því í morgun og vísaði í heimildarmenn sína að Rio Tinto leitaði allra leiða til að stemma stigu við taprekstri og væri að undirbúa málaferli gegn Landsvirkjun með það fyrir augum að losna undan stórum hluta þeirrar kaupskyldu á rafmagni sem fyrirtækið er undir. Landsvirkjun og Rio Tinto eiga í viðræðum um þá kröfu Rio Tinto að raforkusamningur vegna álversins verði endurskoðaður. Landsvirkjun hefur óskað eftir því að trúnaði verði létt af samningnum við Rio Tinto til að tryggja gagnsæi í viðræðum en Rio Tinto hafi ekki orðið við því. Fullyrðingar sem aldrei hafi heyrst í viðræðum „Í Morgunblaðinu í dag fara ónafngreindir heimildarmenn blaðsins fram með fullyrðingar sem aldrei hafa komið fram í viðræðum fyrirtækjanna – og fulltrúar Rio Tinto í þeim viðræðum geta staðfest - þ.e. að Rio Tinto íhugi nú að leggja niður starfsemi í Straumsvík í tvö ár og sé jafnframt að íhuga málaferli gegn Landvirkjun, til að fá raforkusamningi hnekkt,“ segir Hörður. Þá sé því jafnframt haldið fram, að nýundirritaðir kjarasamningar Rio Tinto við starfsmenn séu háðir því skilyrði að nýir raforkusamningar náist fyrir júnílok. „Það sætir auðvitað furðu, ef rétt er, að alþjóðlega risafyrirtækið Rio Tinto hafi skilyrt kjarasamninga við starfsmenn sína á Íslandi aðgerðum fyrirtækis í eigu íslensku þjóðarinnar, sem hefur ekkert með þá kjarasamninga að gera.“ Hörður segir heimildarmönnum Morgunblaðsins tíðrætt um erfiða afkomu Rio Tinto. Minnir á arðgreiðslur „Það blasir auðvitað við að staða fyrirtækja almennt er ákaflega erfið um þessar mundir. Í fréttum af erfiðleikum Rio Tinto og taprekstri undanfarinna ára í Straumsvík er því hins vegar sjaldan haldið á lofti að álverið hér greiddi móðurfélagi sínu 130 milljónir dollara í arð árið 2017. Á þeim tíma var sú arðgreiðsla hærri en samanlagðar skattgreiðslur og allur arður Landsvirkjunar frá upphafi til eiganda síns, íslensku þjóðarinnar.“ 130 milljónir dollara svara til um átján milljarða íslenskra króna í dag. Frumlegasta fullyrðing heimildarmanna Morgunblaðsins sé hins vegar sú, að álverið í Straumsvík ætli í mál þar sem orkan til álversins sé ekki frá vatnsaflsvirkjunum, eins og um hafi verið samið. „Samkvæmt raforkureikningum sé orkan í raun frá kola- og kjarnorkuverum og því um vörusvik að ræða gagnvart Rio Tinto. Þarna beita heimildarmennirnir því ómerkilega bragði að ýta undir algengan misskilning um eðli svokallaðra upprunavottorða, sem Landsvirkjun selur og skapa fyrirtækinu og þar með íslensku þjóðinni auknar tekjur af auðlind sinni.“
Landsvirkjun Orkumál Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira