„Þarf að koma með góða söluræðu og heyra í Nökkva Fjalari“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2020 23:00 Arnar Daði Arnarsson kom Gróttu upp í efstu deild í fyrstu tilraun sem aðalþjálfari í meistaraflokksbolta. vísir/s2s Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu sem er komið upp í Olís-deild karla eftir ákvörðun HSÍ í gærkvöldi, segir að félagið sé nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í deildinni í að sækja sér leikmenn. Eftir að HSÍ ákvað að blása tímabilið af í gær fékk Grótta sæti í efstu deild enda var liðið í 2. sæti Grill 66-deildarinnar. Það er ljóst að Seltirningum bíður erfitt verkefni í að styrkja liðið fyrir baráttuna í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. „Ég segi það alltaf að ég þarf ekki leikmenn heldur ég bý þá bara til,“ sagði Arnar Daði í léttum tón við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Það vita það allir sem fylgjast með handbolta að það er mikið og stórt skref að fara úr Grill-deildinni og fara upp í Olís-deildina. Við keppum við FH í bikarnum og töpum með sautján mörkum. Það hefði getað verið stærri munur og einnig minni en þetta er stórt stökk.“ Einhver umræða var um að HSÍ hafi átt að bíða enn lengur með ákvörðun sína að blása tímabilið af en Arnar Daði segir að það hafi ekki verið góð ákvörðun að sínu mati. „Það var verið að tala um að bíða aðeins lengur með þessa ákvörðun og fyrir lið eins og Gróttu sem er að koma upp þá hefðum við ekkert getað beðið mikið lengur því við erum nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í að semja við leikmenn og ræða við leikmenn.“ „Strax í gærkvöldi fór ég að hringja í leikmenn eftir að ákvörðunin var tekinn og það eru kannski leikmenn sem er ekki búið að tilkynna að þeir séu búnir að semja við ný lið en þeir eru löngu búnir að semja við ný lið eða endursemja við sitt félag. Það verður erfitt að styrkja liðið en ég hef ágætis sambönd hér og þar og er á þeim aldri og ég þekki marga leikmenn. Ég þarf að koma með góða söluræðu og heyra í Nökkva Fjalari (innsk. blm. áhrifavaldur),“ sagði Arnar Daði. Klippa: Sportið í dag - Grótta í efstu deild Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sportið í dag Grótta Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu sem er komið upp í Olís-deild karla eftir ákvörðun HSÍ í gærkvöldi, segir að félagið sé nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í deildinni í að sækja sér leikmenn. Eftir að HSÍ ákvað að blása tímabilið af í gær fékk Grótta sæti í efstu deild enda var liðið í 2. sæti Grill 66-deildarinnar. Það er ljóst að Seltirningum bíður erfitt verkefni í að styrkja liðið fyrir baráttuna í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. „Ég segi það alltaf að ég þarf ekki leikmenn heldur ég bý þá bara til,“ sagði Arnar Daði í léttum tón við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Það vita það allir sem fylgjast með handbolta að það er mikið og stórt skref að fara úr Grill-deildinni og fara upp í Olís-deildina. Við keppum við FH í bikarnum og töpum með sautján mörkum. Það hefði getað verið stærri munur og einnig minni en þetta er stórt stökk.“ Einhver umræða var um að HSÍ hafi átt að bíða enn lengur með ákvörðun sína að blása tímabilið af en Arnar Daði segir að það hafi ekki verið góð ákvörðun að sínu mati. „Það var verið að tala um að bíða aðeins lengur með þessa ákvörðun og fyrir lið eins og Gróttu sem er að koma upp þá hefðum við ekkert getað beðið mikið lengur því við erum nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í að semja við leikmenn og ræða við leikmenn.“ „Strax í gærkvöldi fór ég að hringja í leikmenn eftir að ákvörðunin var tekinn og það eru kannski leikmenn sem er ekki búið að tilkynna að þeir séu búnir að semja við ný lið en þeir eru löngu búnir að semja við ný lið eða endursemja við sitt félag. Það verður erfitt að styrkja liðið en ég hef ágætis sambönd hér og þar og er á þeim aldri og ég þekki marga leikmenn. Ég þarf að koma með góða söluræðu og heyra í Nökkva Fjalari (innsk. blm. áhrifavaldur),“ sagði Arnar Daði. Klippa: Sportið í dag - Grótta í efstu deild Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sportið í dag Grótta Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira