Aron fastur inni í níu vikur: „Mjög ljúft að komast út að æfa“ Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 19:00 Aron Bjarnason er í sóttkví í Hlíðahverfinu en fer að losna úr henni og getur brátt byrjað að spila fótbolta. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það verður mjög ljúft að komast út að æfa,“ segir Aron Bjarnason sem eftir sjö vikur í útgöngubanni í Ungverjalandi og tvær vikur í sóttkví hér á landi getur byrjað að æfa með sínu nýja liði Val á mánudaginn. Þessi 24 ára gamli knattspyrnumaður kom til Vals að lán frá Újpest í Ungverjalandi, eftir að hafa farið frá Breiðabliki um mitt sumar í fyrra. Þjálfari Újpest virðist hafa misst trú á Aroni eftir því sem leið á tímabilið og hann virðist ekki sjá fyrir sér að spila meira fyrir hann, en Aron lék aðeins fimm deildarleiki í byrjunarliði í vetur. „Fyrir áramót var maður að koma sér inn í þetta. Ég fékk alveg tækifæri en náði kannski ekki að stimpla mig nægilega vel inn. Ég hefði kannski viljað fá örlítið meiri séns en svona er þetta. Eftir áramót tók þjálfarinn mig alveg út úr þessu. Það eru smávonbrigði en það þýðir ekki að spá meira í þessu,“ segir Aron í Sportinu í dag. „Ég fór og tók spjallið við þjálfarann eftir að hann tók mig út úr hóp í tvo leiki. Hann mat það bara þannig að hann hefði gefið mér nægilega mörg tækifæri og vildi treysta öðrum,“ segir Aron, sem fór því að líta í kringum sig. Valur sýndi mikinn áhuga en Breiðablik ekki „Ég ætlaði bara að skoða mína möguleika, hvort sem það yrði úti eða heima. Síðan skellur þetta [kórónuveirufaraldurinn] á og ég áttaði mig á að það væri ekki verið að sækjast eftir mér annars staðar en hér heima. Valur hafði líka mikinn áhuga og þá var þetta bara gefið,“ segir Aron. Hann lék frábærlega með Breiðabliki í fyrra en Blikar höfðu ekki samband við hann nú: „Ég fór ekkert í viðræður við þá, hvort sem að það var því þeir áttu erfitt með að sækja nýja leikmenn eða hvað,“ segir Aron og kveðst ekki svekktur yfir því að hafa ekki fengið símtal úr Kópavoginum: „Nei, svo sem ekki. Valsararnir heyrðu í mér um leið og þeir sáu að ég væri ekki að spila úti og höfðu mikinn áhuga. Breiðablik er með mjög góðan hóp, og ég var ekkert svekktur yfir þessu. Ég er bara mjög spenntur.“ Klippa: Sportið í dag - Aron um komuna til Vals Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Aron Bjarnason leikur með Val í sumar Vængmaðurinn knái Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. 2. maí 2020 19:16 „Þetta gæti pirrað leikmenn“ Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. 29. apríl 2020 23:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
„Það verður mjög ljúft að komast út að æfa,“ segir Aron Bjarnason sem eftir sjö vikur í útgöngubanni í Ungverjalandi og tvær vikur í sóttkví hér á landi getur byrjað að æfa með sínu nýja liði Val á mánudaginn. Þessi 24 ára gamli knattspyrnumaður kom til Vals að lán frá Újpest í Ungverjalandi, eftir að hafa farið frá Breiðabliki um mitt sumar í fyrra. Þjálfari Újpest virðist hafa misst trú á Aroni eftir því sem leið á tímabilið og hann virðist ekki sjá fyrir sér að spila meira fyrir hann, en Aron lék aðeins fimm deildarleiki í byrjunarliði í vetur. „Fyrir áramót var maður að koma sér inn í þetta. Ég fékk alveg tækifæri en náði kannski ekki að stimpla mig nægilega vel inn. Ég hefði kannski viljað fá örlítið meiri séns en svona er þetta. Eftir áramót tók þjálfarinn mig alveg út úr þessu. Það eru smávonbrigði en það þýðir ekki að spá meira í þessu,“ segir Aron í Sportinu í dag. „Ég fór og tók spjallið við þjálfarann eftir að hann tók mig út úr hóp í tvo leiki. Hann mat það bara þannig að hann hefði gefið mér nægilega mörg tækifæri og vildi treysta öðrum,“ segir Aron, sem fór því að líta í kringum sig. Valur sýndi mikinn áhuga en Breiðablik ekki „Ég ætlaði bara að skoða mína möguleika, hvort sem það yrði úti eða heima. Síðan skellur þetta [kórónuveirufaraldurinn] á og ég áttaði mig á að það væri ekki verið að sækjast eftir mér annars staðar en hér heima. Valur hafði líka mikinn áhuga og þá var þetta bara gefið,“ segir Aron. Hann lék frábærlega með Breiðabliki í fyrra en Blikar höfðu ekki samband við hann nú: „Ég fór ekkert í viðræður við þá, hvort sem að það var því þeir áttu erfitt með að sækja nýja leikmenn eða hvað,“ segir Aron og kveðst ekki svekktur yfir því að hafa ekki fengið símtal úr Kópavoginum: „Nei, svo sem ekki. Valsararnir heyrðu í mér um leið og þeir sáu að ég væri ekki að spila úti og höfðu mikinn áhuga. Breiðablik er með mjög góðan hóp, og ég var ekkert svekktur yfir þessu. Ég er bara mjög spenntur.“ Klippa: Sportið í dag - Aron um komuna til Vals Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Aron Bjarnason leikur með Val í sumar Vængmaðurinn knái Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. 2. maí 2020 19:16 „Þetta gæti pirrað leikmenn“ Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. 29. apríl 2020 23:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
Aron Bjarnason leikur með Val í sumar Vængmaðurinn knái Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. 2. maí 2020 19:16
„Þetta gæti pirrað leikmenn“ Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. 29. apríl 2020 23:00