Valdi Alexander ekki í draumalið Íslands frá aldamótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2020 12:00 Alexander sneri aftur í íslenska landsliðið fyrir EM 2020 og var einn besti leikmaður þess á mótinu. vísir/epa Danski handboltamaðurinn og handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen birti í morgun draumalið íslenska landsliðsins frá aldamótum. Undanfarna daga hefur Boysen sett sama draumalið ýmissa liða og tók núna það íslenska fyrir. Nokkra athygli vakti að Alexander Petersson hlaut ekki náð fyrir augum Boysens. Hann valdi Ólaf Stefánsson í stöðu hægri skyttu og Arnór Þór Gunnarsson í hægra hornið. Aðspurður af hverju Alexander væri ekki í liðinu sagðist Boysen líta á hann sem skyttu og að hans mati væri Arnór betri hornamaður. Alexander hefur lengst af ferilsins spilað sem skytta en leysti stöðu hornamanns í sókn meðan Ólafur lék með landsliðinu. Alexander og Ólafur, ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, mynduðu hægri væng íslenska liðsins sem vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM tveimur árum síðar. Guðjón Valur Sigurðsson er að sjálfsögðu í vinstra horninu í úrvalsliði Boysens, Aron Pálmarsson er vinstri skytta, Snorri Steinn Guðjónsson á miðjunni, Róbert Gunnarsson á línunni, Björgvin Páll Gústavsson í markinu og Sverre Jakobsson varnarmaður. Þjálfari er Guðmundur Guðmundsson. My Icelandic national dream team since 2000.Impact, level, years & achievements are taken into consideration.Players like Petersson, Geirsson, Atlason, Hallgrímsson, Dagur & Sigfus Sigurðsson, Hrafnkelsson, Jóhannesson, Ólafsson & Karason are left out.Your thoughts? pic.twitter.com/sfA1ZU6zme— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 15, 2020 Boysen nefndi einnig eftirtalda leikmenn sem voru nálægt því að komast í liðið: Alexander, Loga Geirsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn, Dag Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson, Guðmund Hrafnkelsson, Patrek Jóhannesson, Þóri Ólafsson og Rúnar Kárason. Boysen leikur með Elverum í Noregi þar sem hann var samherji Sigvalda Guðjónssonar sem leikur með Kielce í Póllandi á næsta ári. Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Danski handboltamaðurinn og handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen birti í morgun draumalið íslenska landsliðsins frá aldamótum. Undanfarna daga hefur Boysen sett sama draumalið ýmissa liða og tók núna það íslenska fyrir. Nokkra athygli vakti að Alexander Petersson hlaut ekki náð fyrir augum Boysens. Hann valdi Ólaf Stefánsson í stöðu hægri skyttu og Arnór Þór Gunnarsson í hægra hornið. Aðspurður af hverju Alexander væri ekki í liðinu sagðist Boysen líta á hann sem skyttu og að hans mati væri Arnór betri hornamaður. Alexander hefur lengst af ferilsins spilað sem skytta en leysti stöðu hornamanns í sókn meðan Ólafur lék með landsliðinu. Alexander og Ólafur, ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, mynduðu hægri væng íslenska liðsins sem vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM tveimur árum síðar. Guðjón Valur Sigurðsson er að sjálfsögðu í vinstra horninu í úrvalsliði Boysens, Aron Pálmarsson er vinstri skytta, Snorri Steinn Guðjónsson á miðjunni, Róbert Gunnarsson á línunni, Björgvin Páll Gústavsson í markinu og Sverre Jakobsson varnarmaður. Þjálfari er Guðmundur Guðmundsson. My Icelandic national dream team since 2000.Impact, level, years & achievements are taken into consideration.Players like Petersson, Geirsson, Atlason, Hallgrímsson, Dagur & Sigfus Sigurðsson, Hrafnkelsson, Jóhannesson, Ólafsson & Karason are left out.Your thoughts? pic.twitter.com/sfA1ZU6zme— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 15, 2020 Boysen nefndi einnig eftirtalda leikmenn sem voru nálægt því að komast í liðið: Alexander, Loga Geirsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn, Dag Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson, Guðmund Hrafnkelsson, Patrek Jóhannesson, Þóri Ólafsson og Rúnar Kárason. Boysen leikur með Elverum í Noregi þar sem hann var samherji Sigvalda Guðjónssonar sem leikur með Kielce í Póllandi á næsta ári.
Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira