Þakklát og spennt yfir því að geta keppt í golfi: „Hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir“ Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 20:00 Valdís Þóra Jónsdóttir ætti að vera að keppa á Spáni en verður þess í stað ein níu kvenna sem keppa í blíðviðrinu í Mosfellsbæ um helgina. Haraldur Franklín Magnús ætlaði að flytja til Spánar en verður einn þrjátíu karla á mótinu í Mosó. SAMSETT MYND/STÖÐ 2 SPORT Bestu kylfingar Íslands eru þakklátir og spenntir yfir því að geta byrjað að keppa í golfi að nýju á morgun þegar ÍSAM-mótið hefst í Mosfellsbæ. Flestir væru þeir að spila á mótum erlendis þessa dagana ef að kórónuveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við kylfingana í Sportpakkanum í dag, þar á meðal Valdísi Þóru Jónsdóttur og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem enn gætu verið að freista þess að komast á Ólympíuleika í sumar ef íþróttalíf hefði ekki verið stöðvað og leikunum frestað um eitt ár. „Ég spilaði hérna í gær og völlurinn er í flottu standi, og það er gaman að sjá að það eru allar með. Þetta verður skemmtileg helgi,“ segir Valdís Þóra, sem hefði átt að vera á Spáni núna og í Frakklandi í síðustu viku, og ætlaði sér að vera erlendis fram í júní. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að koma til Íslands að keppa aftur eftir að hafa verið svona lengi í burtu. Ég er ekki búin að keppa á Íslandi síðan árið 2016 á Íslandsmótinu,“ segir Ólafía sem ætlaði sér að vera að berjast um keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni um þetta leyti. „Ég er bara spenntur að fara aftur að keppa í golfi og pínu þakklátur fyrir að það sé að fara í gang hér á Íslandi því það er ekki að gerast úti í heimi. Ég hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir svo að við sjáum hvernig þetta fer,“ sagði Haraldur Franklín Magnús, og Axel Bóasson tók undir það. „Ég er búinn að vera að vinna og ekki búinn að ná að æfa nægilega mikið, en búinn að taka tvo hringi og hlakka til að mæta á morgun og taka 36 holur með þessum krökkum,“ sagði Axel. Klippa: Bestu kylfingar landsins mætast á golfmóti í Mosfellsbæ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Golf Sportpakkinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Bestu kylfingar Íslands eru þakklátir og spenntir yfir því að geta byrjað að keppa í golfi að nýju á morgun þegar ÍSAM-mótið hefst í Mosfellsbæ. Flestir væru þeir að spila á mótum erlendis þessa dagana ef að kórónuveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við kylfingana í Sportpakkanum í dag, þar á meðal Valdísi Þóru Jónsdóttur og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem enn gætu verið að freista þess að komast á Ólympíuleika í sumar ef íþróttalíf hefði ekki verið stöðvað og leikunum frestað um eitt ár. „Ég spilaði hérna í gær og völlurinn er í flottu standi, og það er gaman að sjá að það eru allar með. Þetta verður skemmtileg helgi,“ segir Valdís Þóra, sem hefði átt að vera á Spáni núna og í Frakklandi í síðustu viku, og ætlaði sér að vera erlendis fram í júní. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að koma til Íslands að keppa aftur eftir að hafa verið svona lengi í burtu. Ég er ekki búin að keppa á Íslandi síðan árið 2016 á Íslandsmótinu,“ segir Ólafía sem ætlaði sér að vera að berjast um keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni um þetta leyti. „Ég er bara spenntur að fara aftur að keppa í golfi og pínu þakklátur fyrir að það sé að fara í gang hér á Íslandi því það er ekki að gerast úti í heimi. Ég hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir svo að við sjáum hvernig þetta fer,“ sagði Haraldur Franklín Magnús, og Axel Bóasson tók undir það. „Ég er búinn að vera að vinna og ekki búinn að ná að æfa nægilega mikið, en búinn að taka tvo hringi og hlakka til að mæta á morgun og taka 36 holur með þessum krökkum,“ sagði Axel. Klippa: Bestu kylfingar landsins mætast á golfmóti í Mosfellsbæ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Sportpakkinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira