Rúnar fékk skýrsluna um Motherwell á kaffifilter Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 22:00 Rúnar Páll Sigmundsson rifjaði upp ótrúlegt tímabil Stjörnumanna árið 2014 með Gumma Ben í gær. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp Íslandsmeistaraárið 2014 með Gumma Ben í Sportinu í kvöld. Stjörnumenn náðu einnig afar langt í Evrópukeppni það ár. Stjörnumenn slógu Bangor City frá Wales út með tveimur 4-0 sigrum í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þeir unnu svo Motherwell frá Skotlandi og Lech Poznan frá Póllandi, áður en þeir voru slegnir út í síðustu umferð fyrir sjálfa riðlakeppnina, af stórliði Inter Mílanó. Rúnar fór með Brynjari Birni Gunnarssyni, þáverandi aðstoðarþjálfara Stjörnunnar, til að sjá Bangor spila og safna upplýsingum fyrir einvígi liðanna. Bangor reyndist engin fyrirstaða en daginn eftir útileikinn æfðu Stjörnumenn á æfingasvæði Wolves, í gegnum sambönd Brynjars Björns úr enska boltanum. Rúnar fól svo danska markmannsþjálfaranum Henrik Bödker að safna upplýsingum um næsta andstæðing, Motherwell, í Skotlandi. „Ég á nú kannski ekki að segja þessa sögu en ég get alveg stiklað á stóru varðandi hana. Henrik varð eftir til að sjá Motherwell spila og fór til Glasgow. Hann kom með helvíti góða skýrslu til baka, við getum orðað það þannig. Við slógum þá alla vega út,“ sagði Rúnar Páll léttur í bragði. Ætla má að Bödker hafi þurft að sinna fleiri erindum í ferðinni en skýrslan var alla vega ekki óþarflega löng: „Þetta var bara lítill kaffifilter sem hann hafði skrifað byrjunarliðið á. Það var alveg nóg fyrir okkur,“ sagði Rúnar og brosti. Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar Páll rifjaði Evrópuævintýrið upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Evrópudeild UEFA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp Íslandsmeistaraárið 2014 með Gumma Ben í Sportinu í kvöld. Stjörnumenn náðu einnig afar langt í Evrópukeppni það ár. Stjörnumenn slógu Bangor City frá Wales út með tveimur 4-0 sigrum í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þeir unnu svo Motherwell frá Skotlandi og Lech Poznan frá Póllandi, áður en þeir voru slegnir út í síðustu umferð fyrir sjálfa riðlakeppnina, af stórliði Inter Mílanó. Rúnar fór með Brynjari Birni Gunnarssyni, þáverandi aðstoðarþjálfara Stjörnunnar, til að sjá Bangor spila og safna upplýsingum fyrir einvígi liðanna. Bangor reyndist engin fyrirstaða en daginn eftir útileikinn æfðu Stjörnumenn á æfingasvæði Wolves, í gegnum sambönd Brynjars Björns úr enska boltanum. Rúnar fól svo danska markmannsþjálfaranum Henrik Bödker að safna upplýsingum um næsta andstæðing, Motherwell, í Skotlandi. „Ég á nú kannski ekki að segja þessa sögu en ég get alveg stiklað á stóru varðandi hana. Henrik varð eftir til að sjá Motherwell spila og fór til Glasgow. Hann kom með helvíti góða skýrslu til baka, við getum orðað það þannig. Við slógum þá alla vega út,“ sagði Rúnar Páll léttur í bragði. Ætla má að Bödker hafi þurft að sinna fleiri erindum í ferðinni en skýrslan var alla vega ekki óþarflega löng: „Þetta var bara lítill kaffifilter sem hann hafði skrifað byrjunarliðið á. Það var alveg nóg fyrir okkur,“ sagði Rúnar og brosti. Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar Páll rifjaði Evrópuævintýrið upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Evrópudeild UEFA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira