Velunnarar Selfoss söfnuðu fyrir Guðmundi Hólmari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2020 15:31 Guðmundur Hólmar er á heimleið eftir fjögur ár í atvinnumennsku. vísir/getty Handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason er á leið til Íslandsmeistara Selfoss frá austurríska liðinu West Wien. Þetta kom fram í Sportinu í dag. Þar greindi Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, frá því að velunnarar handboltans á Selfossi hefðu hjálpað til við að landa Guðmundi. „Okkar velunnarar og stuðningsmenn hafa horft á stöðuna hjá okkur. Þeir vita að við þurfum að styrkja liðið því við erum að missa besta leikmann deildarinnar. Hópur einstaklinga og lítilla fyrirtækja komu mjög sterk inn og styrktu okkur í þessu,“ sagði Þórir en sem kunnugt er missir Selfoss Hauk Þrastarson til Kielce í sumar. Það skarð þurfti því að fylla. „Þessir aðilar sem hér um ræðir brugðust mjög snöggt við, komu að máli við okkur og vildu styrkja okkur. Þeir gerðu þetta mögulegt og við eigum þeim skuld að gjalda.“ Þórir segir að Selfoss muni áfram byggja á uppöldum strákum. Hann útilokar þó ekki að Selfyssingar muni bæta við sig leikmönnum. Klippa: Sportið í dag - Hjálpuðu til við að landa Guðmundi Hólmari Guðmundur hóf ferilinn með Akureyri en gekk í raðir Vals 2013. Hann varð bikarmeistari með Hlíðarendaliðinu 2016. Eftir það tímabil fór hann til Cesson-Rennes í Frakklandi þar sem hann lék um tveggja ára skeið. Guðmundur var svo tvö ár hjá West Wien. Guðmundur, sem er 27 ára, lék með íslenska landsliðinu á EM 2016 og HM 2017. Hann hefur leikið 25 landsleiki. Halldór Sigfússon tekur við Selfossi í sumar og er nú búinn að fá sinn fyrsta leikmann. Selfyssingar voru í 5. sæti Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sportið í dag Árborg UMF Selfoss Tengdar fréttir Tímabilið í Austurríki flautað af og Guðmundur Hólmar líklega á heimleið Keppni í austurríska handboltanum hefur verið hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Guðmundur Hólmar Helgason hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir WestWien. Hann segir líklegra en ekki að hann leiki í Olís-deildinni á næsta tímabili. 1. apríl 2020 14:00 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason er á leið til Íslandsmeistara Selfoss frá austurríska liðinu West Wien. Þetta kom fram í Sportinu í dag. Þar greindi Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, frá því að velunnarar handboltans á Selfossi hefðu hjálpað til við að landa Guðmundi. „Okkar velunnarar og stuðningsmenn hafa horft á stöðuna hjá okkur. Þeir vita að við þurfum að styrkja liðið því við erum að missa besta leikmann deildarinnar. Hópur einstaklinga og lítilla fyrirtækja komu mjög sterk inn og styrktu okkur í þessu,“ sagði Þórir en sem kunnugt er missir Selfoss Hauk Þrastarson til Kielce í sumar. Það skarð þurfti því að fylla. „Þessir aðilar sem hér um ræðir brugðust mjög snöggt við, komu að máli við okkur og vildu styrkja okkur. Þeir gerðu þetta mögulegt og við eigum þeim skuld að gjalda.“ Þórir segir að Selfoss muni áfram byggja á uppöldum strákum. Hann útilokar þó ekki að Selfyssingar muni bæta við sig leikmönnum. Klippa: Sportið í dag - Hjálpuðu til við að landa Guðmundi Hólmari Guðmundur hóf ferilinn með Akureyri en gekk í raðir Vals 2013. Hann varð bikarmeistari með Hlíðarendaliðinu 2016. Eftir það tímabil fór hann til Cesson-Rennes í Frakklandi þar sem hann lék um tveggja ára skeið. Guðmundur var svo tvö ár hjá West Wien. Guðmundur, sem er 27 ára, lék með íslenska landsliðinu á EM 2016 og HM 2017. Hann hefur leikið 25 landsleiki. Halldór Sigfússon tekur við Selfossi í sumar og er nú búinn að fá sinn fyrsta leikmann. Selfyssingar voru í 5. sæti Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sportið í dag Árborg UMF Selfoss Tengdar fréttir Tímabilið í Austurríki flautað af og Guðmundur Hólmar líklega á heimleið Keppni í austurríska handboltanum hefur verið hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Guðmundur Hólmar Helgason hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir WestWien. Hann segir líklegra en ekki að hann leiki í Olís-deildinni á næsta tímabili. 1. apríl 2020 14:00 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Tímabilið í Austurríki flautað af og Guðmundur Hólmar líklega á heimleið Keppni í austurríska handboltanum hefur verið hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Guðmundur Hólmar Helgason hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir WestWien. Hann segir líklegra en ekki að hann leiki í Olís-deildinni á næsta tímabili. 1. apríl 2020 14:00