Fór langt í viðræðum við tvö önnur félög: „Mjög spenntur fyrir því að fara á Selfoss“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 19:00 Guðmundur Hólmar Helgason er enn staddur í Austurríki en flytur á Selfoss í sumar. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Ég mun fara beint á Kaffi Krús. Síðan er það sundlaugin og ein góð pylsa,“ sagði handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason léttur í bragði í Sportinu í dag þar sem tilkynnt var um heimkomu hans úr atvinnumennsku og samning við Selfoss. Guðmundur Hólmar er frá Akureyri en hefur leikið sem atvinnumaður í Frakklandi og Austurríki síðustu ár auk þess að hafa farið með íslenska landsliðinu á Evrópumótið 2016. Um áramót ákvað hann og fjölskylda hans að tímabært væri að halda heim til Íslands og þrátt fyrir áhuga fleiri félaga urðu ríkjandi Íslandsmeistarar Selfoss fyrir valinu. Þar mun Guðmundur leika undir stjórn annars Akureyrings, Halldórs Jóhanns Sigfússonar, sem tekinn er við liðinu: „Það er ein af ástæðunum fyrir því að við ákváðum að fara á Selfoss. Dóri hringdi í mig og útskýrði sína hugmyndafræði og hvað hann sæi fyrir sér varðandi mig og þetta lið, og stemninguna í kringum liðið í bænum. Það heillaði mig mikið og ég er mjög spenntur fyrir því að fara á Selfoss og spila fyrir Dóra,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Ætla má að KA og Þór hafi verið meðal þeirra félaga sem freistuðu þess að fá Guðmund í sínar raðir áður en hann valdi Selfoss en Guðmundur vildi ekki gefa upp hvaða önnur félög hann hefði rætt við. „Ég ætla ekki að ljúga neinu um það að þetta var alveg erfitt val. Hausverkur. Það voru nú ekki öll liðin að hafa samband við mig en við vorum í sambandi við nokkur lið og fórum sérstaklega ansi langt í viðræðum við tvö önnur félög. Síðan er það þannig að við erum að koma heim út af ákveðnum ástæðum. Konan til að hún geti sinnt sinni vinnu og ég til að fara í þetta nám sem ég hef hugsað mér. Þau lið, einungis kannski af þessum ástæðum, urðu því eftir á,“ sagði Guðmundur sem hyggur á meistaranám í lögfræði. Klippa: Sportið í dag - Guðmundur Hólmar um komuna á Selfoss Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Olís-deild karla Íslenski handboltinn UMF Selfoss Tengdar fréttir Velunnarar Selfoss söfnuðu fyrir Guðmundi Hólmari Guðmundur Hólmar Helgason gengur í raðir Selfoss frá West Wien í Austurríki. 16. apríl 2020 15:31 Guðmundur leikið sinn síðasta leik í Austurríki Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður West Wien, í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið þar sem handknattleikssambands Austurríkis hefur blásið allar keppnir á sínum vegum af. 3. apríl 2020 20:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
„Ég mun fara beint á Kaffi Krús. Síðan er það sundlaugin og ein góð pylsa,“ sagði handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason léttur í bragði í Sportinu í dag þar sem tilkynnt var um heimkomu hans úr atvinnumennsku og samning við Selfoss. Guðmundur Hólmar er frá Akureyri en hefur leikið sem atvinnumaður í Frakklandi og Austurríki síðustu ár auk þess að hafa farið með íslenska landsliðinu á Evrópumótið 2016. Um áramót ákvað hann og fjölskylda hans að tímabært væri að halda heim til Íslands og þrátt fyrir áhuga fleiri félaga urðu ríkjandi Íslandsmeistarar Selfoss fyrir valinu. Þar mun Guðmundur leika undir stjórn annars Akureyrings, Halldórs Jóhanns Sigfússonar, sem tekinn er við liðinu: „Það er ein af ástæðunum fyrir því að við ákváðum að fara á Selfoss. Dóri hringdi í mig og útskýrði sína hugmyndafræði og hvað hann sæi fyrir sér varðandi mig og þetta lið, og stemninguna í kringum liðið í bænum. Það heillaði mig mikið og ég er mjög spenntur fyrir því að fara á Selfoss og spila fyrir Dóra,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Ætla má að KA og Þór hafi verið meðal þeirra félaga sem freistuðu þess að fá Guðmund í sínar raðir áður en hann valdi Selfoss en Guðmundur vildi ekki gefa upp hvaða önnur félög hann hefði rætt við. „Ég ætla ekki að ljúga neinu um það að þetta var alveg erfitt val. Hausverkur. Það voru nú ekki öll liðin að hafa samband við mig en við vorum í sambandi við nokkur lið og fórum sérstaklega ansi langt í viðræðum við tvö önnur félög. Síðan er það þannig að við erum að koma heim út af ákveðnum ástæðum. Konan til að hún geti sinnt sinni vinnu og ég til að fara í þetta nám sem ég hef hugsað mér. Þau lið, einungis kannski af þessum ástæðum, urðu því eftir á,“ sagði Guðmundur sem hyggur á meistaranám í lögfræði. Klippa: Sportið í dag - Guðmundur Hólmar um komuna á Selfoss Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Olís-deild karla Íslenski handboltinn UMF Selfoss Tengdar fréttir Velunnarar Selfoss söfnuðu fyrir Guðmundi Hólmari Guðmundur Hólmar Helgason gengur í raðir Selfoss frá West Wien í Austurríki. 16. apríl 2020 15:31 Guðmundur leikið sinn síðasta leik í Austurríki Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður West Wien, í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið þar sem handknattleikssambands Austurríkis hefur blásið allar keppnir á sínum vegum af. 3. apríl 2020 20:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Velunnarar Selfoss söfnuðu fyrir Guðmundi Hólmari Guðmundur Hólmar Helgason gengur í raðir Selfoss frá West Wien í Austurríki. 16. apríl 2020 15:31
Guðmundur leikið sinn síðasta leik í Austurríki Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður West Wien, í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið þar sem handknattleikssambands Austurríkis hefur blásið allar keppnir á sínum vegum af. 3. apríl 2020 20:00