Afbókaður samdægurs vegna veirunnar með tilbúinn mat ofan í 200 manns Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2020 11:59 Örn Garðarsson, veitingamaður. Aðsend Veitingamaður sem fengið hefur tvær afbókanir vegna kórónuveirunnar, aðra með nokkurra klukkustunda fyrirvara, segir það ekki sanngjarnt að veitingamenn þurfi að bera tjónið af slíkum afbókunum. Launakostnaður sé stærsti útgjaldaliðurinn sem fari forgörðum í slíkum tilfellum en nú færist æ í aukana að stórum mannamótum sé aflýst vegna veirunnar. Nú síðast á laugardag var ákveðið að fresta árshátíð Hafnarfjarðarbæjar sem til stóð að halda á laugardagskvöld vegna veirunnar og þar áður hefur íþróttamótum, háskóladögum, árshátíðum og ársfundum verið slegið á frest. Veirunni hefur í þessu samhengi verið lýst sem „stórbruna“ fyrir verktaka í skemmtanabransanum. Veislustjórar og skemmtikraftar, sem hafa lifibrauð af því að annast skemmtanir, hafa lýst yfir miklum áhyggjum af væntanlegu fjárhagstjóni. Höggið minna með meiri fyrirvara Fleiri hafa áhyggjur af slíku tjóni. Örn Garðarsson rekur Soho veisluþjónustu í Reykjanesbæ. Hann greindi frá því á Facebook í gær að hann hefði lent í tveimur afbókunum vegna kórónuveirunnar með stuttum fyrirvara – með tilheyrandi tapi. Örn rakti söguna í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það komu tvær afbókanir. Ein afbókunin kom á miðvikudaginn, fyrir teiti sem átti að vera á laugardaginn þannig að það er í sjálfu sér allt í lagi. Það var flokksþing hjá Samfylkingunni sem átti að halda í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Það voru sem sagt tilmæli frá ríkisstjórninni að ráðherrar og starfsmenn Alþingis ættu ekki að fara á fjöldasamkomur til að sýkjast ekki, það var skýringin sem ég fékk,“ sagði Örn. Hin afbókunin kom þó með öllu skemmri fyrirvara. Þar var um að ræða rúmlega 200 manna veislu hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar. „Síðan voru það starfsmenn Reykjavíkurborgar eða ráðhús Reykjavíkurborgar. Það fékk ég ekki fyrr en um ellefu, tólfleytið á laugardeginum. […] Þetta eru ekki nema sex tímar. Við erum staddir í Reykjanesbæ og þurfum að vera tilbúnir allavega tveimur tímum áður en veisluhöld eiga að byrja,“ sagði Örn. „Auðvitað erum við búin að vera að undirbúa það alla vikuna, gera klárt og gera það sem þarf að gera. Þannig að það er dálítið vont að fá þetta svona seint. Það hefði verið minna högg ef þetta hefði verið tveimur sólarhringum áður.“ Örn sagði að sér hefði verið gefin sú skýring á seinni afbókuninni að þar væri farið eftir tilmælum sóttvarnalæknis um að halda ekki stór mannamót. Engin slík tilmæli hafa þó verið gefin út af heilbrigðisyfirvöldum enn sem komið er. Landhelgisgæslan naut góðs af veislumatnum Örn situr nú uppi með talsvert tjón en hann kvaðst ekki viss um það hvort hann gæti sótt sér einhverjar bætur. Þá taldi hann það alls ekki sanngjarnt að veitingamaðurinn sæti uppi með tjónið í þessum aðstæðum. „Við erum búin að kalla út fullt af mannskap til að vinna. Og þetta er miklu meiri handavinna fyrir svona veislur en nokkurn tímann í mötuneytismat. Það er aðallega þessi launakostnaður sem fer svolítið illa með mann í þessu,“ sagði Örn. „Maður stendur svolítið á gati. Hvar stendur maður eiginlega?“ Í dag stendur þó til að Örn ræði við aðstandendur veislunnar hjá Reykjavíkurborg um mögulega lausn á málinu. „Við ætluðum að tala saman í dag, þeir sem pöntuðu þessa veislu, og við ætluðum að ræða málin. Þau spurðu einmitt hvað við gætum gert í þessu þegar hringt var.“ En hvað varð um allan matinn sem þarna fór forgörðum? „Ég er það heppinn að við erum að sinna Landhelgisgæslunni með loftvarnareftirlitið, sjáum um matinn þar, og þar er töluverður fjöldi af hermönnum sem þurfa mat á hverjum degi í tvær til þrjár máltíðir. Þannig að það var rosa flottur matur hjá þeim um helgina.“ Viðtalið við Örn má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Wuhan-veiran Veitingastaðir Tengdar fréttir Smitum fækkar hratt í Kína Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. 9. mars 2020 06:39 Þrjú ný smit úr Verónavélinni Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. 8. mars 2020 20:30 Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. 9. mars 2020 01:04 Hafnarfjörður róar foreldra og frestar árshátíð í samráði við almannavarnir Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð Hafnarfjarðarbæjar sem til stóð að halda í kvöld vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirhugað samkomuhald bæjarstarfsmanna hafði sætt nokkurri gagnrýni og þá einkum frá foreldrum langveikra barna sem nýta sér þjónustu sveitarfélagsins. 7. mars 2020 14:00 Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 07:39 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Veitingamaður sem fengið hefur tvær afbókanir vegna kórónuveirunnar, aðra með nokkurra klukkustunda fyrirvara, segir það ekki sanngjarnt að veitingamenn þurfi að bera tjónið af slíkum afbókunum. Launakostnaður sé stærsti útgjaldaliðurinn sem fari forgörðum í slíkum tilfellum en nú færist æ í aukana að stórum mannamótum sé aflýst vegna veirunnar. Nú síðast á laugardag var ákveðið að fresta árshátíð Hafnarfjarðarbæjar sem til stóð að halda á laugardagskvöld vegna veirunnar og þar áður hefur íþróttamótum, háskóladögum, árshátíðum og ársfundum verið slegið á frest. Veirunni hefur í þessu samhengi verið lýst sem „stórbruna“ fyrir verktaka í skemmtanabransanum. Veislustjórar og skemmtikraftar, sem hafa lifibrauð af því að annast skemmtanir, hafa lýst yfir miklum áhyggjum af væntanlegu fjárhagstjóni. Höggið minna með meiri fyrirvara Fleiri hafa áhyggjur af slíku tjóni. Örn Garðarsson rekur Soho veisluþjónustu í Reykjanesbæ. Hann greindi frá því á Facebook í gær að hann hefði lent í tveimur afbókunum vegna kórónuveirunnar með stuttum fyrirvara – með tilheyrandi tapi. Örn rakti söguna í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það komu tvær afbókanir. Ein afbókunin kom á miðvikudaginn, fyrir teiti sem átti að vera á laugardaginn þannig að það er í sjálfu sér allt í lagi. Það var flokksþing hjá Samfylkingunni sem átti að halda í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Það voru sem sagt tilmæli frá ríkisstjórninni að ráðherrar og starfsmenn Alþingis ættu ekki að fara á fjöldasamkomur til að sýkjast ekki, það var skýringin sem ég fékk,“ sagði Örn. Hin afbókunin kom þó með öllu skemmri fyrirvara. Þar var um að ræða rúmlega 200 manna veislu hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar. „Síðan voru það starfsmenn Reykjavíkurborgar eða ráðhús Reykjavíkurborgar. Það fékk ég ekki fyrr en um ellefu, tólfleytið á laugardeginum. […] Þetta eru ekki nema sex tímar. Við erum staddir í Reykjanesbæ og þurfum að vera tilbúnir allavega tveimur tímum áður en veisluhöld eiga að byrja,“ sagði Örn. „Auðvitað erum við búin að vera að undirbúa það alla vikuna, gera klárt og gera það sem þarf að gera. Þannig að það er dálítið vont að fá þetta svona seint. Það hefði verið minna högg ef þetta hefði verið tveimur sólarhringum áður.“ Örn sagði að sér hefði verið gefin sú skýring á seinni afbókuninni að þar væri farið eftir tilmælum sóttvarnalæknis um að halda ekki stór mannamót. Engin slík tilmæli hafa þó verið gefin út af heilbrigðisyfirvöldum enn sem komið er. Landhelgisgæslan naut góðs af veislumatnum Örn situr nú uppi með talsvert tjón en hann kvaðst ekki viss um það hvort hann gæti sótt sér einhverjar bætur. Þá taldi hann það alls ekki sanngjarnt að veitingamaðurinn sæti uppi með tjónið í þessum aðstæðum. „Við erum búin að kalla út fullt af mannskap til að vinna. Og þetta er miklu meiri handavinna fyrir svona veislur en nokkurn tímann í mötuneytismat. Það er aðallega þessi launakostnaður sem fer svolítið illa með mann í þessu,“ sagði Örn. „Maður stendur svolítið á gati. Hvar stendur maður eiginlega?“ Í dag stendur þó til að Örn ræði við aðstandendur veislunnar hjá Reykjavíkurborg um mögulega lausn á málinu. „Við ætluðum að tala saman í dag, þeir sem pöntuðu þessa veislu, og við ætluðum að ræða málin. Þau spurðu einmitt hvað við gætum gert í þessu þegar hringt var.“ En hvað varð um allan matinn sem þarna fór forgörðum? „Ég er það heppinn að við erum að sinna Landhelgisgæslunni með loftvarnareftirlitið, sjáum um matinn þar, og þar er töluverður fjöldi af hermönnum sem þurfa mat á hverjum degi í tvær til þrjár máltíðir. Þannig að það var rosa flottur matur hjá þeim um helgina.“ Viðtalið við Örn má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Wuhan-veiran Veitingastaðir Tengdar fréttir Smitum fækkar hratt í Kína Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. 9. mars 2020 06:39 Þrjú ný smit úr Verónavélinni Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. 8. mars 2020 20:30 Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. 9. mars 2020 01:04 Hafnarfjörður róar foreldra og frestar árshátíð í samráði við almannavarnir Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð Hafnarfjarðarbæjar sem til stóð að halda í kvöld vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirhugað samkomuhald bæjarstarfsmanna hafði sætt nokkurri gagnrýni og þá einkum frá foreldrum langveikra barna sem nýta sér þjónustu sveitarfélagsins. 7. mars 2020 14:00 Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 07:39 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Smitum fækkar hratt í Kína Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. 9. mars 2020 06:39
Þrjú ný smit úr Verónavélinni Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. 8. mars 2020 20:30
Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. 9. mars 2020 01:04
Hafnarfjörður róar foreldra og frestar árshátíð í samráði við almannavarnir Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð Hafnarfjarðarbæjar sem til stóð að halda í kvöld vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirhugað samkomuhald bæjarstarfsmanna hafði sætt nokkurri gagnrýni og þá einkum frá foreldrum langveikra barna sem nýta sér þjónustu sveitarfélagsins. 7. mars 2020 14:00
Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 07:39