Yfir tíu þúsund skammtar af veislumat beint í ruslið Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 9. mars 2020 16:00 Guðmundur Kr. Ragnarsson ber sig vel þótt hann hafi þurft að henda tíu þúsund skömmtum af veislumat á laugardaginn. Vísir Guðmundur Kr. Ragnarsson, kokkur á veitingastaðnum og veisluþjónustunni Laugaási, segir sex viðburðum sem fyrirtækið átti að þjónusta með mat á laugardaginn hafa afboðað aðeins nokkkrum klukkustundum áður en bera átti fram mat. Hann segir að rúmlega tíu þúsund matarskammtar af veislumat hafi farið í ruslið. Guðmundur segir engan möguleika fyrir Laugaás að láta matinn frá sér til annarra. Staðurinn geti ekki tekið ábyrgð á því að deila matnum - og megi það ekki samkvæmt reglum heilbrigðiseftirlitsins. Ef dagar liðu frá því að matur yrði gefinn og þar til einhver neytti, og einhver veiktist, þá væri staðurinn ábyrgur. Hann áætlar að til viðbótar hafi þrjátíu þúsund skammtar á höfuðborgarsvæðinu farið í ruslið um helgina. „Þetta byrjar eiginlega í síðustu viku þar sem við fórum að sjá afbókanir allt fram í apríl og maí,“ segir Guðmundur sem rekið hefur Laugaás í fjörutíu ár. Um hafi verið að ræða hópa erlendis frá en sömuleiðis hér heima. Stórir hópar hafi helst úr lestinni bæði miðvikudag og fimmtudag. Þeir hafi haldið sínu striki gagnvart viðskiptavinum sínum fyrir laugardagskvöldið enda ráðnir til verksins. Enginn möguleiki á að snúa við „Á laugardeginum eru þetta 10.200 matarskammtar sem eru tilbúnir. Það er búið að elda allan fiskinn, gera alla forréttina, alla desertana, aðalréttina, elda allt grænmetið. Það er bara allt klárt. Á öllum stöðum eru hlutir komnir í hús. Við erum „steady“ að kýla á þetta.“ Um klukkan ellefu á laugardeginum hafi fyrsta afbókunin komið. „Svo er hryna til klukkan tvö. Við höfum enga möguleika á að snúa við,“ segir Guðmundur. Hann hugsar þó ekki aðeins um sig heldur veltir fyrir sér gestunum. Fólkinu. „Einstaklingar voru jafnvel í sminki þegar þeir fá símtalið. Fólk sem er á leið á skemmtanir, í startholunum,“ segir Guðmundur. Hann vonar að fjölmargir hafi engu að síður skemmt sér á laugardagskvöldið. Hann sér fram á algjört hrun í stórum veislum næstu mánuði. Reiknar með engum stórum veislum á næstunni „Ég áætla að þetta verði allur mars, allar veislur í apríl hljóta að vera farnar og fram í maí. Ég hef enga trú á því að stórar skemmtanir verði haldnar á þessu tímabili.“ Hann vonar að blásið verði til algjörrar veislu í haust í samfélaginu. Varðandi tap vegna afbókana segist hann ekki vera kominn svo langt í ferlinu. „Ég veit það bara að þeir sem töluðu við mig höfðu skilning á þessu og töluðu með hlýhug til okkar. Aðalatriðið er að allir eru að reyna að standa saman,“ segir Guðmundur. Fólk megi ekki missa gleðina. Þá hafi hann ekki tjaldað til einnar nætur. „Við erum fjörutíu ára gamalt fyrirtæki. Við höfum gengið í gegnum ýmislegt hér á Íslandi. Þetta er eitt af því,“ segir Guðmundur. Hann reiknar með að Laugaás jafni sig. „Við höfum passað okkur í gegnum árin eins og flestallir aðrir. Við megum ekki bara horfa á að við séum í rekstri til nokkura mánaða. Þetta er langhlaup. Þetta verður allt í lagi.“ Veitingastaðir Wuhan-veiran Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Guðmundur Kr. Ragnarsson, kokkur á veitingastaðnum og veisluþjónustunni Laugaási, segir sex viðburðum sem fyrirtækið átti að þjónusta með mat á laugardaginn hafa afboðað aðeins nokkkrum klukkustundum áður en bera átti fram mat. Hann segir að rúmlega tíu þúsund matarskammtar af veislumat hafi farið í ruslið. Guðmundur segir engan möguleika fyrir Laugaás að láta matinn frá sér til annarra. Staðurinn geti ekki tekið ábyrgð á því að deila matnum - og megi það ekki samkvæmt reglum heilbrigðiseftirlitsins. Ef dagar liðu frá því að matur yrði gefinn og þar til einhver neytti, og einhver veiktist, þá væri staðurinn ábyrgur. Hann áætlar að til viðbótar hafi þrjátíu þúsund skammtar á höfuðborgarsvæðinu farið í ruslið um helgina. „Þetta byrjar eiginlega í síðustu viku þar sem við fórum að sjá afbókanir allt fram í apríl og maí,“ segir Guðmundur sem rekið hefur Laugaás í fjörutíu ár. Um hafi verið að ræða hópa erlendis frá en sömuleiðis hér heima. Stórir hópar hafi helst úr lestinni bæði miðvikudag og fimmtudag. Þeir hafi haldið sínu striki gagnvart viðskiptavinum sínum fyrir laugardagskvöldið enda ráðnir til verksins. Enginn möguleiki á að snúa við „Á laugardeginum eru þetta 10.200 matarskammtar sem eru tilbúnir. Það er búið að elda allan fiskinn, gera alla forréttina, alla desertana, aðalréttina, elda allt grænmetið. Það er bara allt klárt. Á öllum stöðum eru hlutir komnir í hús. Við erum „steady“ að kýla á þetta.“ Um klukkan ellefu á laugardeginum hafi fyrsta afbókunin komið. „Svo er hryna til klukkan tvö. Við höfum enga möguleika á að snúa við,“ segir Guðmundur. Hann hugsar þó ekki aðeins um sig heldur veltir fyrir sér gestunum. Fólkinu. „Einstaklingar voru jafnvel í sminki þegar þeir fá símtalið. Fólk sem er á leið á skemmtanir, í startholunum,“ segir Guðmundur. Hann vonar að fjölmargir hafi engu að síður skemmt sér á laugardagskvöldið. Hann sér fram á algjört hrun í stórum veislum næstu mánuði. Reiknar með engum stórum veislum á næstunni „Ég áætla að þetta verði allur mars, allar veislur í apríl hljóta að vera farnar og fram í maí. Ég hef enga trú á því að stórar skemmtanir verði haldnar á þessu tímabili.“ Hann vonar að blásið verði til algjörrar veislu í haust í samfélaginu. Varðandi tap vegna afbókana segist hann ekki vera kominn svo langt í ferlinu. „Ég veit það bara að þeir sem töluðu við mig höfðu skilning á þessu og töluðu með hlýhug til okkar. Aðalatriðið er að allir eru að reyna að standa saman,“ segir Guðmundur. Fólk megi ekki missa gleðina. Þá hafi hann ekki tjaldað til einnar nætur. „Við erum fjörutíu ára gamalt fyrirtæki. Við höfum gengið í gegnum ýmislegt hér á Íslandi. Þetta er eitt af því,“ segir Guðmundur. Hann reiknar með að Laugaás jafni sig. „Við höfum passað okkur í gegnum árin eins og flestallir aðrir. Við megum ekki bara horfa á að við séum í rekstri til nokkura mánaða. Þetta er langhlaup. Þetta verður allt í lagi.“
Veitingastaðir Wuhan-veiran Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira