Verðlaunaði sig með sumarbústaðaferð og bíður eftir kalli að utan Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2020 22:00 Guðrún Brá stóð uppi sem sigurvegari í fyrsta móti sumarsins sem fór fram í Mosfellsbæ um helgina. vísir/s2s Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur, vann fyrsta mót sumarsins í kvennaflokki er hún stóð uppi sem sigurvegari á ÍSAM-mótinu í golfi sem var haldið í Mosfellsbæ um helgina. Hún fagnar sigrinum í sumarbústað áður en æfingar halda áfram. Það þurfti sex holu bráðabana til þess útkljá einvígið milli Guðrúnar og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í Mosfellsbæ í gær en að endingu stóð Hafnfirðingurinn uppi með gullið. „Það var mjög góð tilfinning og fá tilgang aftur í lífinu,“ sagði Guðrún Brá við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hún segir að hún og Ólafía Þórunn hefðu báðar fengið gullin tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn. „Þetta var ótrúlega spennandi og við báðar klúðrum færum fyrr í bráðabananum og svo hafði ég þetta í lokin. Þetta hefði getað farið á báða vegu.“ Allir bestu kylfingar landsins voru mættir í Mosfellsbæ um helgina og Guðrún segir það ánægjulegt. „Þetta gerir mótið miklu skemmtilegra og maður er að leitast eftir harðari keppni svo þetta er mjög gaman,“ en hún segir golfið á Íslandi ganga sinn vanagang á meðan staðan er öðruvísi út í heimi þar sem Guðrún hefur verið að spila á Evróputúrnum. „Mótadagskráin hjá okkur er alveg eins og hún var fyrir COVID en úti þá er allt í pásu og við verðum að bíða og sjá hvað gerist með það.“ Guðrún Brá tryggði sér fyrr á þessu ári keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en hún náði einungis þremur mótum áður en allt var sett á ís vegna veirunnar. „Ég náði að spila í þremur mótum úti í febrúar og mars en svo voru allir sendir heim og nú er allt í óvissu. Við bíðum eftir kalli að utan,“ sagði Guðrún Brá. Hún sagðist ætla verðlauna sig með einni ferð í sumarbústað og svo yrði bara haldið áfram að æfa en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðrún Brá Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Golf Sportið í dag Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur, vann fyrsta mót sumarsins í kvennaflokki er hún stóð uppi sem sigurvegari á ÍSAM-mótinu í golfi sem var haldið í Mosfellsbæ um helgina. Hún fagnar sigrinum í sumarbústað áður en æfingar halda áfram. Það þurfti sex holu bráðabana til þess útkljá einvígið milli Guðrúnar og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í Mosfellsbæ í gær en að endingu stóð Hafnfirðingurinn uppi með gullið. „Það var mjög góð tilfinning og fá tilgang aftur í lífinu,“ sagði Guðrún Brá við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hún segir að hún og Ólafía Þórunn hefðu báðar fengið gullin tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn. „Þetta var ótrúlega spennandi og við báðar klúðrum færum fyrr í bráðabananum og svo hafði ég þetta í lokin. Þetta hefði getað farið á báða vegu.“ Allir bestu kylfingar landsins voru mættir í Mosfellsbæ um helgina og Guðrún segir það ánægjulegt. „Þetta gerir mótið miklu skemmtilegra og maður er að leitast eftir harðari keppni svo þetta er mjög gaman,“ en hún segir golfið á Íslandi ganga sinn vanagang á meðan staðan er öðruvísi út í heimi þar sem Guðrún hefur verið að spila á Evróputúrnum. „Mótadagskráin hjá okkur er alveg eins og hún var fyrir COVID en úti þá er allt í pásu og við verðum að bíða og sjá hvað gerist með það.“ Guðrún Brá tryggði sér fyrr á þessu ári keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en hún náði einungis þremur mótum áður en allt var sett á ís vegna veirunnar. „Ég náði að spila í þremur mótum úti í febrúar og mars en svo voru allir sendir heim og nú er allt í óvissu. Við bíðum eftir kalli að utan,“ sagði Guðrún Brá. Hún sagðist ætla verðlauna sig með einni ferð í sumarbústað og svo yrði bara haldið áfram að æfa en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðrún Brá Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Sportið í dag Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti