22 dagar í Pepsi Max: Pétur Péturs bætti markametið í Keflavíkurbúningi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 12:00 Úrklippa úr Tímanum frá 22. ágúst 1978 en þar sést Pétur Pétursson í Keflavíkurbúningnum. Hann setti nýtt markamet með því að skora tvö mörk undir lok leiksins. Skjámynd/Tíminn Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 22 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Pétur Pétursson skoraði 19 mörk í 17 leikjum með Skagamönnum sumarið 1978 og bætti þar með fimm ára met Hermanns Gunnarssonar. Hermann Gunnarsson hafði átt metið síðan 1973 þegar hann skoraði 17 mörk í 13 leikjum með Valsliðinu. Hermann skoraði þá nákvæmlega helming marka Valsmanna. Hermann hafði þá slegið tólf ára met KR-ingsins Þórólfs Beck sem skoraði 16 mörk sumarið 1961. Pétur jafnaði markamet Hermanns Gunnarssonar 12. ágúst með því að skora tvisvar á móti Víkingum í 5-0 sigri upp á Akranesi. Sjö dögum síðar átti Pétur markametið einn þegar hann skoraði tvö mörk í 2-2 jafntefli í útileik í Keflavík. Pétur var þá kominn með 19 mörk eftir fimmtán leiki en þessi leikur við Keflavík var í sextándu umferð. Pétur hafði misst af leik á móti Fram 10. júní vegna agabanns. Bæði mörk Péturs í Keflavík komu í blálokin en Keflavík var 2-0 yfir þegar aðeins tvær mínútur voru eftir. Pétur skoraði líka ekki mörkin í búningi ÍA heldur í gömlum Keflvíkurbúningi. Skagamenn gleymdu búningnum upp á Skaga og Keflvíkingar lánuðu þeim gamla búninga svo leikurinn gæti farið fram. Pétur átti þarna eftir tvo leiki sem voru á móti ÍBV á heimavelli og á móti Val á útivelli. Pétur fékk því 180 mínútur til að skora tuttugasta markið en tókst það ekki. Fyrsti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum: Pétur Pétursson, ÍA 1978 19 mörk í 17 leikjum 5 á heimavelli - 14 á útivelli 9 í fyrri hálfleik - 10 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 12 skot - 3 víti - 4 skallamörk 4 tvennur - 1 ferna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 8 mörk á móti efri hluta 11 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðunum Markahæstu mánuðir: 7 mörk í júlí 6 mörk í ágúst 5 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti KA 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Víkingi Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 22 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Pétur Pétursson skoraði 19 mörk í 17 leikjum með Skagamönnum sumarið 1978 og bætti þar með fimm ára met Hermanns Gunnarssonar. Hermann Gunnarsson hafði átt metið síðan 1973 þegar hann skoraði 17 mörk í 13 leikjum með Valsliðinu. Hermann skoraði þá nákvæmlega helming marka Valsmanna. Hermann hafði þá slegið tólf ára met KR-ingsins Þórólfs Beck sem skoraði 16 mörk sumarið 1961. Pétur jafnaði markamet Hermanns Gunnarssonar 12. ágúst með því að skora tvisvar á móti Víkingum í 5-0 sigri upp á Akranesi. Sjö dögum síðar átti Pétur markametið einn þegar hann skoraði tvö mörk í 2-2 jafntefli í útileik í Keflavík. Pétur var þá kominn með 19 mörk eftir fimmtán leiki en þessi leikur við Keflavík var í sextándu umferð. Pétur hafði misst af leik á móti Fram 10. júní vegna agabanns. Bæði mörk Péturs í Keflavík komu í blálokin en Keflavík var 2-0 yfir þegar aðeins tvær mínútur voru eftir. Pétur skoraði líka ekki mörkin í búningi ÍA heldur í gömlum Keflvíkurbúningi. Skagamenn gleymdu búningnum upp á Skaga og Keflvíkingar lánuðu þeim gamla búninga svo leikurinn gæti farið fram. Pétur átti þarna eftir tvo leiki sem voru á móti ÍBV á heimavelli og á móti Val á útivelli. Pétur fékk því 180 mínútur til að skora tuttugasta markið en tókst það ekki. Fyrsti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum: Pétur Pétursson, ÍA 1978 19 mörk í 17 leikjum 5 á heimavelli - 14 á útivelli 9 í fyrri hálfleik - 10 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 12 skot - 3 víti - 4 skallamörk 4 tvennur - 1 ferna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 8 mörk á móti efri hluta 11 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðunum Markahæstu mánuðir: 7 mörk í júlí 6 mörk í ágúst 5 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti KA 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Víkingi
Fyrsti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum: Pétur Pétursson, ÍA 1978 19 mörk í 17 leikjum 5 á heimavelli - 14 á útivelli 9 í fyrri hálfleik - 10 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 12 skot - 3 víti - 4 skallamörk 4 tvennur - 1 ferna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 8 mörk á móti efri hluta 11 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðunum Markahæstu mánuðir: 7 mörk í júlí 6 mörk í ágúst 5 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti KA 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Víkingi
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira