Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 12:53 Anna Björk Kristjánsdóttir var kynnt sem nýr leikmaður Selfossliðsins á dögunum. Hér er hún með Selfoss trefilinn á bökkum Ölfusár. Mynd/Selfoss Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur og sparksérfræðingur í Dr. Football, svaraði í dag þeirri hörðu gagnrýni sem hann varð fyrir ummæli sína um íslensku landsliðskonuna Önnu Björk Kristjánsdóttur. „Kannski henti ég þessu vitlaust frá mér eins og ég væri að gera lítið úr kvenmönnum í fótbolta eða annað. Ég sé það ekki alveg. Ef það hefur verið þá biðst ég afsökunar á því," sagði Mikael Nikulásson í Dr. Football, í dag. Mikael talaði um í Dr. Football hlaðvarpsþættinum um að Anna Björk Kristjánsdóttir, varnarmaður Selfyssinga, væri að fá of há laun en hún gekk til liðs við Selfoss í síðustu viku. Mikael Nikulásson vildi meina að Anna Björk væri á launum sem enginn leikmaður í Pepsi Max-deild kvenna ætti að vera á vegna þess að hún fengi hærri laun en margir í karladeildinni. Samkvæmt okkar heimildum er verið að reyna troða þessum díl með Herði yfir línuna, Pepsi Max karla mögulega seinkað um tvo daga? Mike fer yfir lífið í skotlínunnihttps://t.co/pblwPogW4o— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 22, 2020 „Í kvennaboltanum er 80% minni mæting en í karlaboltanum. Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það. Það eru miklu minni tekjur að koma inn. Af hverju er 80% minni mæting? Það er af því að það er minni áhugi. Ef það er minni áhugi þá er eðlilegt að það séu lægri laun. Mér finnst laun alltof há í karlaboltanum en ég veit ekki hvernig það er í kvennaboltanum," sagði Mikael í þættinum í dag. „Ég heyrði að Anna væri að fá mjög vel borgað. Hún er landsliðskona og mun styrkja Selfoss sem er gott mál. Ég sagði aldrei neina tölu því ég veit ekki einu sinni töluna. Kannski var það bara kjaftæði. Við erum hérna með þátt sem fólk hlustar á og það er allt í lagi að henda fram hlutum. Menn þurfa alls ekki að vera sammála mér en menn þurfa ekki að vera með dónaskap og leiðinlegir ef þeir eru ekki sammála mér. Ég sé engan mun á því að mér finnist hún vera að fá of há laun eða einhver leikmaður í efstu eða fyrstu deild karla sé að fá of há laun," sagði Mikael. Landsliðskonur eru afar ósáttar við ummæli sem féllu í hlaðvarpinu Dr. Football.https://t.co/eqG7rLiPCq— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 20, 2020 „Ef að Selfoss borgar henni þessi laun þá er það í góðu lagi og mjög fínt. Þá fær hún sín laun. Ég veit ekki hvernig aðrar stelpur í liðinu taka þessu. Þær eru væntanlega á miklu lægri launum. Það er eins og í öllum liðum. Bullið og ruglið sem kom út úr þessu fyrir ekki meira en þetta....kannski kom ég þessu vitlaust frá mér en þetta er alls staðar svona í heiminum. Það er talað um laun alls staðar. Af hverju má ekki tala um laun í kvennaboltanum? Ef menn vilja halda að þetta hafi verið gert til að gera lítið úr stelpunum þá var þetta ekki þannig," sagði Mikael í Dr. Football í dag en það má nálgast þáttinn hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur og sparksérfræðingur í Dr. Football, svaraði í dag þeirri hörðu gagnrýni sem hann varð fyrir ummæli sína um íslensku landsliðskonuna Önnu Björk Kristjánsdóttur. „Kannski henti ég þessu vitlaust frá mér eins og ég væri að gera lítið úr kvenmönnum í fótbolta eða annað. Ég sé það ekki alveg. Ef það hefur verið þá biðst ég afsökunar á því," sagði Mikael Nikulásson í Dr. Football, í dag. Mikael talaði um í Dr. Football hlaðvarpsþættinum um að Anna Björk Kristjánsdóttir, varnarmaður Selfyssinga, væri að fá of há laun en hún gekk til liðs við Selfoss í síðustu viku. Mikael Nikulásson vildi meina að Anna Björk væri á launum sem enginn leikmaður í Pepsi Max-deild kvenna ætti að vera á vegna þess að hún fengi hærri laun en margir í karladeildinni. Samkvæmt okkar heimildum er verið að reyna troða þessum díl með Herði yfir línuna, Pepsi Max karla mögulega seinkað um tvo daga? Mike fer yfir lífið í skotlínunnihttps://t.co/pblwPogW4o— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 22, 2020 „Í kvennaboltanum er 80% minni mæting en í karlaboltanum. Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það. Það eru miklu minni tekjur að koma inn. Af hverju er 80% minni mæting? Það er af því að það er minni áhugi. Ef það er minni áhugi þá er eðlilegt að það séu lægri laun. Mér finnst laun alltof há í karlaboltanum en ég veit ekki hvernig það er í kvennaboltanum," sagði Mikael í þættinum í dag. „Ég heyrði að Anna væri að fá mjög vel borgað. Hún er landsliðskona og mun styrkja Selfoss sem er gott mál. Ég sagði aldrei neina tölu því ég veit ekki einu sinni töluna. Kannski var það bara kjaftæði. Við erum hérna með þátt sem fólk hlustar á og það er allt í lagi að henda fram hlutum. Menn þurfa alls ekki að vera sammála mér en menn þurfa ekki að vera með dónaskap og leiðinlegir ef þeir eru ekki sammála mér. Ég sé engan mun á því að mér finnist hún vera að fá of há laun eða einhver leikmaður í efstu eða fyrstu deild karla sé að fá of há laun," sagði Mikael. Landsliðskonur eru afar ósáttar við ummæli sem féllu í hlaðvarpinu Dr. Football.https://t.co/eqG7rLiPCq— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 20, 2020 „Ef að Selfoss borgar henni þessi laun þá er það í góðu lagi og mjög fínt. Þá fær hún sín laun. Ég veit ekki hvernig aðrar stelpur í liðinu taka þessu. Þær eru væntanlega á miklu lægri launum. Það er eins og í öllum liðum. Bullið og ruglið sem kom út úr þessu fyrir ekki meira en þetta....kannski kom ég þessu vitlaust frá mér en þetta er alls staðar svona í heiminum. Það er talað um laun alls staðar. Af hverju má ekki tala um laun í kvennaboltanum? Ef menn vilja halda að þetta hafi verið gert til að gera lítið úr stelpunum þá var þetta ekki þannig," sagði Mikael í Dr. Football í dag en það má nálgast þáttinn hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti