Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasta handboltakona Íslands frá upphafi, hefur lagt skóna á hilluna.
Á síðasta áratug (2010-19) vann Anna alls nítján stóra titla af þeim þrjátíu sem í boði voru. Þar er átt við Íslands-, bikar- og deildarmeistaratitla.
Anna varð sjö sinnum Íslandsmeistari á síðasta áratug, sjö sinnum deildarmeistari og fimm sinnum bikarmeistari.
Á sínu síðasta tímabili (2018-19) vann Anna þrennuna með Val. Hún vann einnig þrefalt með Val 2012 og Gróttu 2015.
Á árunum 2010-16 varð Anna sex sinnum Íslandsmeistari. Eina skiptið sem lið hennar vann ekki (2013) var hún ólétt og missti af úrslitakeppninni.
Anna missti einnig af hluta tímabilanna 2016-17 og 2017-18 vegna barneigna. Eina einvígið um Íslandsmeistaratitilinn sem hún tapaði var gegn Fram 2018. Hin sjö unnust.
Stórir titlar Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur á árunum 2010-19:
Íslandsmeistari:
Með Val: 2010, 2011, 2012, 2014, 2019
Með Gróttu: 2015, 2016
Bikarmeistari:
Með Val: 2012, 2013, 2014, 2019
Með Gróttu: 2015
Deildarmeistari:
Með Val: 2010, 2011, 2012, 2013, 2018, 2019
Með Gróttu: 2015