Rory McIlroy vildi að allir færu í kórónuveirupróf en í staðinn var Players mótinu aflýst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2020 07:30 Rory McIlroy gengur á milli hola á Players meistaramótinu í gær. Getty/Mike Ehrmann Players golfmótinu var aflýst í nótt en þá höfðu kylfingar lokið fyrsta hring og það leit út fyrir að PGA ætlaði að klára alla fjóra dagana. Það breyttist hins vegar snögglega. Players mótið er eitt stærsta golfmót hvers árs þótt ekki teljist það sem risamót. Mótið átti að fara fram án áhorfenda. PGA tók þá ákvörðuna að aflýsa mótinu eftir fyrsta hring af fjórum og sömu sögu má segja af þremur næstu mótum á mótaröðinni eða Valspar Championship, WGC-Dell Technologies Match Play og Valero Texas Open sem öllum hefur nú verið aflýst. PGA Tour calls off Players Championship to leave Masters in doubt https://t.co/nVAuPXthrN— Guardian sport (@guardian_sport) March 13, 2020 „Örar breytingar á aðstæðum kalla á það að Players meistaramótinu verði aflýst. Öll PGA mót fram yfir Valero Texas Open eru einnig úr sögunni,“ sagði í tilkynningu frá PGA samtökunum. „Það er mikil eftirsjá eftir þessu móti. Við höfum hins vegar heitið því frá byrjun að vera ábyrgðarfullir, hugulsamir og með allt upp á borðinu í okkar ákvörðunartöku. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að búa til öruggt umhverfi fyrir okkar kylfinga svo við gætum klárað mótið og með því að gefa áhugafólki nauðsynlega hvíld frá núverandi ástandi,“ segir í yfirlýsingunni. Frestunin kom aðeins nokkrum klukkutímum eftir að efsti maður heimslistans, Norður Írinn Rory McIlroy, kallaði eftir því að allir kylfingar og kylfusveinar á Players meistaramótinu færu í kórónuveirupróf og ef að einhver fengi jákvæða niðurstöðu þá yrði að hætta við mótið. Nearly 10 hours after deciding to hold the Players Championship without spectators, the PGA Tour reversed course and canceled the tournament. https://t.co/2CvVzUoajy— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 13, 2020 „Það þurfa allir að fara í próf. Ef við ætlum að halda áfram að spila á PGA mótaröðinni þá þurfa allir kylfingar og þeir sem koma að mótunum að fara í sýnatöku svo við pössum upp á það að enginn okkar sé með kórónuveiruna,“ sagði Rory McIlroy og bætti við: „Allir vita af þú getur verið með kórónuveiruna án þess að sýna einkenni en um leið smitað einhvern annan sem getur síðan orðið mjög veikur,“ sagði McIlroy. Golf Wuhan-veiran Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Players golfmótinu var aflýst í nótt en þá höfðu kylfingar lokið fyrsta hring og það leit út fyrir að PGA ætlaði að klára alla fjóra dagana. Það breyttist hins vegar snögglega. Players mótið er eitt stærsta golfmót hvers árs þótt ekki teljist það sem risamót. Mótið átti að fara fram án áhorfenda. PGA tók þá ákvörðuna að aflýsa mótinu eftir fyrsta hring af fjórum og sömu sögu má segja af þremur næstu mótum á mótaröðinni eða Valspar Championship, WGC-Dell Technologies Match Play og Valero Texas Open sem öllum hefur nú verið aflýst. PGA Tour calls off Players Championship to leave Masters in doubt https://t.co/nVAuPXthrN— Guardian sport (@guardian_sport) March 13, 2020 „Örar breytingar á aðstæðum kalla á það að Players meistaramótinu verði aflýst. Öll PGA mót fram yfir Valero Texas Open eru einnig úr sögunni,“ sagði í tilkynningu frá PGA samtökunum. „Það er mikil eftirsjá eftir þessu móti. Við höfum hins vegar heitið því frá byrjun að vera ábyrgðarfullir, hugulsamir og með allt upp á borðinu í okkar ákvörðunartöku. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að búa til öruggt umhverfi fyrir okkar kylfinga svo við gætum klárað mótið og með því að gefa áhugafólki nauðsynlega hvíld frá núverandi ástandi,“ segir í yfirlýsingunni. Frestunin kom aðeins nokkrum klukkutímum eftir að efsti maður heimslistans, Norður Írinn Rory McIlroy, kallaði eftir því að allir kylfingar og kylfusveinar á Players meistaramótinu færu í kórónuveirupróf og ef að einhver fengi jákvæða niðurstöðu þá yrði að hætta við mótið. Nearly 10 hours after deciding to hold the Players Championship without spectators, the PGA Tour reversed course and canceled the tournament. https://t.co/2CvVzUoajy— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 13, 2020 „Það þurfa allir að fara í próf. Ef við ætlum að halda áfram að spila á PGA mótaröðinni þá þurfa allir kylfingar og þeir sem koma að mótunum að fara í sýnatöku svo við pössum upp á það að enginn okkar sé með kórónuveiruna,“ sagði Rory McIlroy og bætti við: „Allir vita af þú getur verið með kórónuveiruna án þess að sýna einkenni en um leið smitað einhvern annan sem getur síðan orðið mjög veikur,“ sagði McIlroy.
Golf Wuhan-veiran Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira