Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir reyndist öflugust á lokahring B59 Hotel mótsins í golfi sem fram fór á Akranesi um helgina. Mótið er hluti af golfmótaröð GSÍ og var um fyrsta mót ársins að ræða.
Heimakonan Valdís Þóra Jónsdóttir var í forystu fyrir lokahringinn en úrslitin réðust eftir dramatískar lokaholur.
Ólafía og Valdís voru jafnar á samtals þremur höggum undir pari þegar kom að því að spila átjándu og síðustu holuna. Á meðan Valdís Þóra spilaði síðustu holuna á einu höggi yfir pari var Ólafía á pari sem skilaði henni fyrsta sætinu.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir hafnaði í þriðja sæti á samtals einu höggi yfir pari.