Skipar starfshóp um Errósetur á Klaustri Atli Ísleifsson skrifar 27. maí 2020 14:31 Myndlistarmaðurinn Erró hefur á löngum ferli skapað sér orðstír sem einn af leiðandi popplistamönnum Evrópu. Listasafn Reykjavíkur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað starfshóp um starfsemi og uppbyggingu Erróseturs á Kirkjubæjarklaustri. Er markmiðið með verkefninu að koma upp safni og/eða sýningu um líf og uppvöxt listamannsins og miðla listferli hans í máli og myndum. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að vonir standi til að Errósetur verði listatengdu menningarstarfi til framdráttar og mikilvægur afþreyingar- og fræðslustaður í héraði og á landsvísu. „Hugmyndin á sér nokkurn aðdraganda en áhugafólk um stofnun Erróseturs kynnti áform sín um málið árið 2011 og Félag um Errósetur var stofnað árið 2012. Starfshópinn skipa Eiríkur Þorláksson formaður, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Eva Björk Hjarðardóttir oddviti, fulltrúi Skaftárhrepps, og Rúnar Leifsson tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti,“ segir í tilkynningunni. Rockwell Painting My Autoportrait eftir Erró frá árinu 2009. Myndin er í eigu Listasafns Reykjavíkur. Einn af leiðandi popplistamönnum Evrópu Myndlistarmaðurinn Erró hefur á löngum ferli skapað sér orðstír sem einn af leiðandi popplistamönnum Evrópu. „Í verkum fæst hann við fjölbreytt viðfangsefni en kunnastur er hann fyrir málverk þar sem ofgnótt myndheims samtímans er uppspretta fjölbreyttra hugleiðinga meðal annars um neyslusamfélagið, pólitík og samfélagsleg viðfangsefni hvers tíma. Erró ólst upp á Kirkjubæjarklaustri, en hélt síðar til náms í Reykjavík árið 1949, þar sem hann útskrifaðist úr teiknikennaradeild árið 1952 og hélt síðan til frekara náms í Noregi og á Ítalíu,“ segir um myndlistarmanninn. Haft eftir eftir Lilju að vilji sé til að miðla okkar menningu, sögu og menningararfi á fjölbreyttan hátt og sem víðast um landið. „Það er sérlega ánægjulegt hversu vel hefur tekist til við að byggja upp margvísleg menningarsetur og söfn út um allt land – þangað er gaman að koma, fræðast og upplifa, fyrir alla fjölskylduna. Verkefni af þessu tagi gæti líkað skapað jarðveg fyrir frjótt og gott samstarf, t.d. við listasöfnin og Listaháskóla Íslands,“ segir Lilja. Myndlist Skaftárhreppur Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað starfshóp um starfsemi og uppbyggingu Erróseturs á Kirkjubæjarklaustri. Er markmiðið með verkefninu að koma upp safni og/eða sýningu um líf og uppvöxt listamannsins og miðla listferli hans í máli og myndum. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að vonir standi til að Errósetur verði listatengdu menningarstarfi til framdráttar og mikilvægur afþreyingar- og fræðslustaður í héraði og á landsvísu. „Hugmyndin á sér nokkurn aðdraganda en áhugafólk um stofnun Erróseturs kynnti áform sín um málið árið 2011 og Félag um Errósetur var stofnað árið 2012. Starfshópinn skipa Eiríkur Þorláksson formaður, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Eva Björk Hjarðardóttir oddviti, fulltrúi Skaftárhrepps, og Rúnar Leifsson tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti,“ segir í tilkynningunni. Rockwell Painting My Autoportrait eftir Erró frá árinu 2009. Myndin er í eigu Listasafns Reykjavíkur. Einn af leiðandi popplistamönnum Evrópu Myndlistarmaðurinn Erró hefur á löngum ferli skapað sér orðstír sem einn af leiðandi popplistamönnum Evrópu. „Í verkum fæst hann við fjölbreytt viðfangsefni en kunnastur er hann fyrir málverk þar sem ofgnótt myndheims samtímans er uppspretta fjölbreyttra hugleiðinga meðal annars um neyslusamfélagið, pólitík og samfélagsleg viðfangsefni hvers tíma. Erró ólst upp á Kirkjubæjarklaustri, en hélt síðar til náms í Reykjavík árið 1949, þar sem hann útskrifaðist úr teiknikennaradeild árið 1952 og hélt síðan til frekara náms í Noregi og á Ítalíu,“ segir um myndlistarmanninn. Haft eftir eftir Lilju að vilji sé til að miðla okkar menningu, sögu og menningararfi á fjölbreyttan hátt og sem víðast um landið. „Það er sérlega ánægjulegt hversu vel hefur tekist til við að byggja upp margvísleg menningarsetur og söfn út um allt land – þangað er gaman að koma, fræðast og upplifa, fyrir alla fjölskylduna. Verkefni af þessu tagi gæti líkað skapað jarðveg fyrir frjótt og gott samstarf, t.d. við listasöfnin og Listaháskóla Íslands,“ segir Lilja.
Myndlist Skaftárhreppur Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira