Rosalegustu félagaskipti í sögu norsks handbolta – Abalo kemur í stað Sigvalda Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 17:12 Luc Abalo hefur meðal annars tvívegis orðið Ólympíumeistari með Frökkum. VÍSIR/GETTY Luc Abalo, sem átta sinnum hefur unnið gullverðlaun á stórmóti með Frakklandi, er genginn í raðir norska handknattleiksliðsins Elverum þar sem hann mun fylla skarð Sigvalda Björns Guðjónssonar. Sigvaldi er farinn til pólsku meistaranna í Vive Kielce og í hans stað kemur stærsta stjarna sem spilað hefur í Noregi. Um það verður líklega ekki deilt. „Þetta eru stærstu félagaskipti sem hafa átt sér stað í norskum handbolta, um það er ég handviss,“ segir Nils Kristian Myhre, íþróttastjóri Elverum, og handboltasérfræðingurinn Bent Svele tekur undir það í viðtali við TV2. „Þetta er óraunverulegt. Ég hefði ekki trúað því að það væri mögulegt að fá leikmann í þessum flokki í norskt félagslið. Þetta er án vafa stærsta félagaskiptafrétt handboltasögunnar hérna, enda um heimsþekkta stjörnu að ræða. Þetta er viðurkenning og verður mikil veisla að fá svona leikmann til Noregs,“ sagði Svele. Transfer bomb The French national player of @psghand, @lucabalo, joins the Norwegian League club Elverum HH on a 1-year contract for the upcoming season. : @ElverumHandball #handball pic.twitter.com/DOjq9XeI0e— Hballtransfers (@Hballtransfers) May 28, 2020 Abalo, sem er 35 ára, hefur leikið 262 landsleiki og skorað yfir 800 mörk. Auk þess að vinna samtals átta gullverðlaun á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum og Evrópumeistaramótum, hefur hann náð góðum árangri með félagsliðum og meðal annars unnið Meistaradeild Evrópu með Ciudad Real. Hann var síðast hjá PSG. „Ég hefði aldrei trúað því að ég myndi eiga eftir að spila í Noregi en þetta reyndist vera sú áskorun sem ég vissi ekki af,“ sagði Abalo. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar en eftir að þeim var frestað um eitt ár ákvað hann að halda áfram og grípa tækifærið sem bauðst í Noregi. Franski handboltinn Norski handboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Luc Abalo, sem átta sinnum hefur unnið gullverðlaun á stórmóti með Frakklandi, er genginn í raðir norska handknattleiksliðsins Elverum þar sem hann mun fylla skarð Sigvalda Björns Guðjónssonar. Sigvaldi er farinn til pólsku meistaranna í Vive Kielce og í hans stað kemur stærsta stjarna sem spilað hefur í Noregi. Um það verður líklega ekki deilt. „Þetta eru stærstu félagaskipti sem hafa átt sér stað í norskum handbolta, um það er ég handviss,“ segir Nils Kristian Myhre, íþróttastjóri Elverum, og handboltasérfræðingurinn Bent Svele tekur undir það í viðtali við TV2. „Þetta er óraunverulegt. Ég hefði ekki trúað því að það væri mögulegt að fá leikmann í þessum flokki í norskt félagslið. Þetta er án vafa stærsta félagaskiptafrétt handboltasögunnar hérna, enda um heimsþekkta stjörnu að ræða. Þetta er viðurkenning og verður mikil veisla að fá svona leikmann til Noregs,“ sagði Svele. Transfer bomb The French national player of @psghand, @lucabalo, joins the Norwegian League club Elverum HH on a 1-year contract for the upcoming season. : @ElverumHandball #handball pic.twitter.com/DOjq9XeI0e— Hballtransfers (@Hballtransfers) May 28, 2020 Abalo, sem er 35 ára, hefur leikið 262 landsleiki og skorað yfir 800 mörk. Auk þess að vinna samtals átta gullverðlaun á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum og Evrópumeistaramótum, hefur hann náð góðum árangri með félagsliðum og meðal annars unnið Meistaradeild Evrópu með Ciudad Real. Hann var síðast hjá PSG. „Ég hefði aldrei trúað því að ég myndi eiga eftir að spila í Noregi en þetta reyndist vera sú áskorun sem ég vissi ekki af,“ sagði Abalo. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar en eftir að þeim var frestað um eitt ár ákvað hann að halda áfram og grípa tækifærið sem bauðst í Noregi.
Franski handboltinn Norski handboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti