Gæti faraldurinn fært íslenskum liðum forskot? Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 20:00 Ólafur Kristjánsson. vísir/daníel „Við erum komnir með hóp þar sem er góð samkeppni,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sem í vikunni hefur fengið Pétur Viðarsson og Hörð Inga Gunnarsson í leikmannahóp sinn. „FH vill vera með lið sem er að berjast í toppbaráttu og okkur þótti vanta breidd í hópinn hjá okkur – í varnarlínuna hjá okkur. Það var því ánægjulegt að Pétur skyldi vera til í slaginn aftur og að málin skyldu hafa leysts á milli FH og ÍA varðandi Hörð,“ sagði Ólafur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Ólafur segir leikmannahópinn líta vel út eftir vetur sem hafi verið skrýtinn, ekki bara vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er gríðarleg tilhlökkun að byrja og þetta er búinn að vera furðulegur vetur, alveg frá síðasta hausti. Við tókum til hér í rekstri og öðru, og það var gríðarlegur kraftur í mönnum að koma hlutunum í gott horf. Síðan siglum við inn í þetta undirbúningstímabil og það var mikið af ungum leikmönnum sem fengu mínútur til að spreyta sig, og það breikkaði FH-hópinn. Við sjáum hverjir eru að banka á dyrnar fyrir komandi ár. Við náðum að fara í æfingaferð til Bandaríkjanna, sluppum heim rétt fyrir Covid, og það var góð ferð. Hópurinn var gríðarlega flottur og æfði vel. Síðan skellur allt á og þá breytast hlutirnir, og menn eru heima að paufast en komu til baka í fínu standi. Síðan á mánudag höfum við getað æft eðlilega og það eru búnar að vera góðar æfingar í vikunni, og fram að því að öllu var sleppt lausu,“ segir Ólafur. Evrópukeppni í sumar gæti orðið mjög spennandi fyrir íslensk lið Ólafur vonast auðvitað til þess að spilað verði í Evrópukeppnum í sumar en þar hefur kórónuveirufaraldurinn sett stórt strik í reikninginn. FH ætti að spila í forkeppni Evrópudeildarinnar. „Það er óvissa um keppnina og það hvenær leikirnir munu fara fram, og það er háð því hvort og hvernig þessar vetrardeildir sem enn er ólokið klárast. Ég hef trú á því að ef að ekki verður spilað þá muni UEFA grípa á einhvern hátt inn í, eins og gefið hefur verið út. Við viljum auðvitað spila, og ég held að Evrópukeppni fyrir íslenskt félagslið í sumar geti orðið gríðarlega spennandi. Við kannski búum að því að hafa byrjað deildina á meðan að aðrir eru búnir að liggja kyrrir í ansi langan tíma, ef þetta fer af stað,“ sagði Ólafur. Vonast til að fá Emil í hópinn Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur æft með FH undanfarnar vikur en enn er óvíst hvort og þá hve marga leiki lið hans Padova þarf að spila í ítölsku C-deildinni áður en leiktíðinni lýkur. „Varðandi Emil þá er hann búinn að eiga farsælan feril erlendis og átti góðan feril hér í FH, og maður sér það þegar hann æfir með okkur hversu gríðarleg gæði eru í honum. Ég get alveg sagt það að ég vona að Ítalarnir slaufi sínu móti og það verði grundvöllur til að setjast niður með Emil og spyrja hvort að hann vilji ekki taka slaginn með FH. Mig grunar það svo sem að hans stefna sé að halda áfram með landsliðinu og þá þarf hann að spila, maðurinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Óli Kristjáns ánægður með liðsauka FH Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
„Við erum komnir með hóp þar sem er góð samkeppni,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sem í vikunni hefur fengið Pétur Viðarsson og Hörð Inga Gunnarsson í leikmannahóp sinn. „FH vill vera með lið sem er að berjast í toppbaráttu og okkur þótti vanta breidd í hópinn hjá okkur – í varnarlínuna hjá okkur. Það var því ánægjulegt að Pétur skyldi vera til í slaginn aftur og að málin skyldu hafa leysts á milli FH og ÍA varðandi Hörð,“ sagði Ólafur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Ólafur segir leikmannahópinn líta vel út eftir vetur sem hafi verið skrýtinn, ekki bara vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er gríðarleg tilhlökkun að byrja og þetta er búinn að vera furðulegur vetur, alveg frá síðasta hausti. Við tókum til hér í rekstri og öðru, og það var gríðarlegur kraftur í mönnum að koma hlutunum í gott horf. Síðan siglum við inn í þetta undirbúningstímabil og það var mikið af ungum leikmönnum sem fengu mínútur til að spreyta sig, og það breikkaði FH-hópinn. Við sjáum hverjir eru að banka á dyrnar fyrir komandi ár. Við náðum að fara í æfingaferð til Bandaríkjanna, sluppum heim rétt fyrir Covid, og það var góð ferð. Hópurinn var gríðarlega flottur og æfði vel. Síðan skellur allt á og þá breytast hlutirnir, og menn eru heima að paufast en komu til baka í fínu standi. Síðan á mánudag höfum við getað æft eðlilega og það eru búnar að vera góðar æfingar í vikunni, og fram að því að öllu var sleppt lausu,“ segir Ólafur. Evrópukeppni í sumar gæti orðið mjög spennandi fyrir íslensk lið Ólafur vonast auðvitað til þess að spilað verði í Evrópukeppnum í sumar en þar hefur kórónuveirufaraldurinn sett stórt strik í reikninginn. FH ætti að spila í forkeppni Evrópudeildarinnar. „Það er óvissa um keppnina og það hvenær leikirnir munu fara fram, og það er háð því hvort og hvernig þessar vetrardeildir sem enn er ólokið klárast. Ég hef trú á því að ef að ekki verður spilað þá muni UEFA grípa á einhvern hátt inn í, eins og gefið hefur verið út. Við viljum auðvitað spila, og ég held að Evrópukeppni fyrir íslenskt félagslið í sumar geti orðið gríðarlega spennandi. Við kannski búum að því að hafa byrjað deildina á meðan að aðrir eru búnir að liggja kyrrir í ansi langan tíma, ef þetta fer af stað,“ sagði Ólafur. Vonast til að fá Emil í hópinn Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur æft með FH undanfarnar vikur en enn er óvíst hvort og þá hve marga leiki lið hans Padova þarf að spila í ítölsku C-deildinni áður en leiktíðinni lýkur. „Varðandi Emil þá er hann búinn að eiga farsælan feril erlendis og átti góðan feril hér í FH, og maður sér það þegar hann æfir með okkur hversu gríðarleg gæði eru í honum. Ég get alveg sagt það að ég vona að Ítalarnir slaufi sínu móti og það verði grundvöllur til að setjast niður með Emil og spyrja hvort að hann vilji ekki taka slaginn með FH. Mig grunar það svo sem að hans stefna sé að halda áfram með landsliðinu og þá þarf hann að spila, maðurinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Óli Kristjáns ánægður með liðsauka FH
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira